Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hálfdán Bjarnason (1898-1987)
Hliðstæð nafnaform
- Hálfdán Bjarnason (1898-1987) aðalræðismaður
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.2.1898 - 8.6.1987
Saga
Hálfdán Bjarnason lést á heimili sínu í Genúa 8. júní síðastliðinn. Með honum er horfinn merkur og mikilsmetinn maður sem margir sakna. Hálfdán var fæddur í Steinnesi, Austur Húnavatnssýslu 1. febrúar árið 1898, sonur Bjarna Pálssonar prófasts og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í Steinnesi ásamt tíu systkinum sem nú eru öll látinn nema Björn Bjarnason cand. mag. sem var þeirra yngstur. Hálfdán stundaði nám við Verslunarskólann.
Árið 1925 fluttist hann til Ítalíu og settist að í Genúa þar sem hann átti heimili sitt í 62 ár. Hann vann fyrst fyrir Kveldúlf en gerðist síðan umboðsmaður fyrir Sölusamband Íslenskra Fiskframleiðenda. Jafnframt stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem hann rak til ársins 1965.
Hann vinnur á vegum Kveldúlfs til ársins 1932 en þá er stofnað SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, og vinnur Hálfdán hjá þeim til 1965, er hann lætur af störfum. Mér hafa sagt kunnir menn að Hálfdán hafi verið einstakur starfsmaður sakir dugnaðar, framsýni og hæfni á þessum sviðum. Þá var Hálfdán í áraraðir aðalræðismaður Íslands á Ítalíu og studdi alla með ráðum og fyrirgreiðslu ef á þurfti að halda.
Fyrir ekki mörgum árum giftist Hálfdán ítalskri konu, Söndru að nafni. Höfðu þau þekkst lengi og hún verið honum stoð og stytta.
Staðir
Steinnes í Þingi A-Hún: Genúa Ítalíu
Réttindi
Verslunarskólinn:
Starfssvið
Ræðismaður á Ítalíu og Fiskkaupmaður:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hálfdán var fæddur í Steinnesi í Húnaþingi, sonur prófastshjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og sr. Bjarna Pálssonar. Þau hjónin eignuðust 11 börn, 8 syni og 3 dætur.
Synirnir voru:
Páll, lögfræðingur í Reykjavík, ókvæntur; Ólafur, bóndi og hreppstjóri í Brautarholti á Kjalarnesi, kvæntur Ástu Ólafsdóttur frá Hjarðarholti í Dölum;
Jón, héraðslæknir á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, kvæntur Önnu Þorgrímsdóttur frá Keflavík. Anna er enn á lífi í hárri elli; Guðmundur, bjó lengi í Hlíðarhvammi í Sogamýri, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur;
Gísli, lögfræðingur í Reykjavík;
Gunnar, sem fluttist til Ameríku, ógiftur;
Björn, yngstur bræðranna, er einn á lífi á 83. aldursári. Björn er cand. mag. í ensku og þýsku frá Hafnarháskóla og kenndi þau fög árum saman við skóla í Reykjavík. Einnig var Björn lengi prófdómari við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann í Reykjavík svo og við BA-deild Háskóla Íslands.
Systurnar voru:
Guðrún, kennari, ógift, dó ung, öllum harmdauði;
Ingibjörg, giftist Jónasi Rafnar yfirlækni á Kristnesi í Eyjafirði;
Steinunn var yngst og giftist próf. Símoni Jóh. Ágústssyni.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.6.2017
Tungumál
- íslenska