File 1 - Heiðursskjöl og nafnalisti

Identity area

Reference code

IS HAH 2022/028-A-1

Title

Heiðursskjöl og nafnalisti

Date(s)

  • 1945-1978 (Creation)

Level of description

File

Extent and medium

Fjögur heiðursskjöl
Einn nafnalisti

Context area

Name of creator

(8.5.1907 - 11.4.1997)

Biographical history

Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Mjóadal í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, 8. maí 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1926¬-1927, Laugaskóla í Þingeyjarsýslu 1929¬-1931 og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30.9. 1935. Hún var ljósmóðir í Austur-Húnavatnssýslu frá 1935¬-1968, starfaði á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 1969¬-1976 og vann síðan í fimm ár hjá Áklæðum og gluggatjöldum í Reykjavík. Ingibjörg er komin af traustum og góðum húnvetnskum og skagfirskum ættum. Móðir hennar, Elísabet, var systir Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. Ingibjörg aflaði sér góðrar menntunar á þeirra tíma mælikvarða. Var einn vetur á kvennaskólanum á Blönduósi og tvo vetur á Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Síðar fór hún í ljósmæðraskólann og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1935.

Þá voru mörg og smá ljósmæðraumdæmi í landinu og var hún ráðin ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi um leið og hún kom heim 1. október 1935. Þar kynntist hún misjöfnum kjörum og aðstæðum sængurkvenna því allar fæddu þær börn sín heima. En það voru umbrotatímar í þjóðfélaginu. Samgöngur bötnuðu og þá gat sama ljósmóðirin sinnt stærra svæði og svo fór, að hún þjónaði öllu innhéraðinu og tók þannig á móti flestum Austur-Húnvetningum er litu dagsins ljós fram á árið 1968 er hún flutti suður.

Þegar nýr og fullkominn spítali leysti gamla sjúkraskýlið af hólmi í janúar 1955 vann Ingibjörg að því öllum árum, að allar konur kæmu á spítalann og ættu þar börn sín. Hún þekkti vel aðstæðurnar og líka hvar hættan gat leynst. Og það tók mjög stuttan tíma að fá konur til þess að breyta til og nýta sér þessa þjónustu.

Ingibjörg var gift Þorsteini Jónssyni frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þau bjuggu fyrstu árin hjá foreldrum hennar að Gili í Svartárdal, en brugðu búi og fluttu í stríðslokin til Blönduóss. Þorsteinn gerðist þá sýsluskrifari hjá sýslumanni Húnvetninga. Hann var sérstaklega söngnæmur og söngmaður mikill, gleðimaður og kappsamur.
Hjónaband þeirra var einstaklega ástúðlegt og var oft sagt að þau væru ávallt eins og nýtrúlofað par. Frá árinu 1992 dvaldist hún á Laugaskjóli og síðar á hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún lést 11. apríl sl. Útför Ingibjargar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Ingibjörg Stefánsdóttir heiðursfélagi Sambands Austur Húnvetnskra kvenna 1968.
Ingibjörg Stefánsdóttir heiðursfélagi Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi 1978.
Þorsteinn Jónsson þakkarskjal á 20. afmæli Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1945.
Þorsteinn Jónsson heiðursfélagi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1954.
Nafnalisti gefenda á sextugs afmæli Ingibjargar Stefánsdóttur 1967.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

L-c-5

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SR

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

27.9.2022 frumskráning í AtoM, SR

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area