Área de identidad
Código de referencia
Título
Fecha(s)
- 1904-1978 (Creación)
Nivel de descripción
Fondo
Volumen y soporte
Eitt umslag alls 0,01 hillumetri.
50 ljósmyndir.
Área de contexto
Nombre del productor
Historia biográfica
Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Mjóadal í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, 8. maí 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1926¬-1927, Laugaskóla í Þingeyjarsýslu 1929¬-1931 og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30.9. 1935. Hún var ljósmóðir í Austur-Húnavatnssýslu frá 1935¬-1968, starfaði á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 1969¬-1976 og vann síðan í fimm ár hjá Áklæðum og gluggatjöldum í Reykjavík. Ingibjörg er komin af traustum og góðum húnvetnskum og skagfirskum ættum. Móðir hennar, Elísabet, var systir Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. Ingibjörg aflaði sér góðrar menntunar á þeirra tíma mælikvarða. Var einn vetur á kvennaskólanum á Blönduósi og tvo vetur á Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Síðar fór hún í ljósmæðraskólann og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1935.
Þá voru mörg og smá ljósmæðraumdæmi í landinu og var hún ráðin ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi um leið og hún kom heim 1. október 1935. Þar kynntist hún misjöfnum kjörum og aðstæðum sængurkvenna því allar fæddu þær börn sín heima. En það voru umbrotatímar í þjóðfélaginu. Samgöngur bötnuðu og þá gat sama ljósmóðirin sinnt stærra svæði og svo fór, að hún þjónaði öllu innhéraðinu og tók þannig á móti flestum Austur-Húnvetningum er litu dagsins ljós fram á árið 1968 er hún flutti suður.
Þegar nýr og fullkominn spítali leysti gamla sjúkraskýlið af hólmi í janúar 1955 vann Ingibjörg að því öllum árum, að allar konur kæmu á spítalann og ættu þar börn sín. Hún þekkti vel aðstæðurnar og líka hvar hættan gat leynst. Og það tók mjög stuttan tíma að fá konur til þess að breyta til og nýta sér þessa þjónustu.
Ingibjörg var gift Þorsteini Jónssyni frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þau bjuggu fyrstu árin hjá foreldrum hennar að Gili í Svartárdal, en brugðu búi og fluttu í stríðslokin til Blönduóss. Þorsteinn gerðist þá sýsluskrifari hjá sýslumanni Húnvetninga. Hann var sérstaklega söngnæmur og söngmaður mikill, gleðimaður og kappsamur.
Hjónaband þeirra var einstaklega ástúðlegt og var oft sagt að þau væru ávallt eins og nýtrúlofað par. Frá árinu 1992 dvaldist hún á Laugaskjóli og síðar á hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún lést 11. apríl sl. Útför Ingibjargar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Institución archivística
Historia archivística
Hængur Þorsteinsson afhenti þann 20.6.2022.
Origen del ingreso o transferencia
Área de contenido y estructura
Alcance y contenido
Ljósmyndir
Heiðursskjöl
Nafnalisti
Valorización, destrucción y programación
Acumulaciones
Sistema de arreglo
Área de condiciones de acceso y uso
Condiciones de acceso
Condiciones
Idioma del material
- islandés
Escritura del material
Notas sobre las lenguas y escrituras
Características físicas y requisitos técnicos
Instrumentos de descripción
Área de materiales relacionados
Existencia y localización de originales
L-c-5
Ljósmyndaskápur
Existencia y localización de copias
Unidades de descripción relacionadas
Área de notas
Identificador/es alternativo(os)
Puntos de acceso
Puntos de acceso por materia
Puntos de acceso por lugar
Puntos de acceso por autoridad
Tipo de puntos de acceso
Área de control de la descripción
Identificador de la descripción
Identificador de la institución
Reglas y/o convenciones usadas
Estado de elaboración
Final
Nivel de detalle
Parcial
Fechas de creación revisión eliminación
27.9.2022 frumskráning í AtoM, SR
Idioma(s)
- islandés
Escritura(s)
Fuentes
Upplýsingar um ljósmyndir eru unnar ma uppúr Íslendingabók, minningargreinum og öðrum opinberum gögnum svo sem manntölum og ættfræðigrunni Guðmundar Paul Sch Jónssonar sem hefur með gjafabréfi verið afhent skjalasafninu til eignar og frjálsrar afnota.
Upplýsingar sem skráðar eru hér eru staðreyndir í almannaeigu sem meðal annars eru unnar úr opinberum ættfræðiupplýsingum og njóta því sem slíkar ekki verndar höfundarréttar. Ættfræðigunnurinn nýtur hins vegar lög verndar sem gagnagrunnur samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með síðari breytingum, samanber einnig alþjóðlegar reglur um sama efni, svo sem tilskipun Evrópusambandsins um lög verndun gagnagrunna nr. 96/9/EB.