Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Hliðstæð nafnaform
- Gunnar Kristinsson fangavörður Reykjavík
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.9.1913 - 11.1.1982
Saga
Gunnar Kristinsson 23. sept. 1913 - 11. jan. 1982. Vinnumaður á Korpúlfsstöðum, Lágafellssókn, Kjós. 1930. Bifreiðarstjóri og fangavörður í Reykjavík.
Gunnar var fæddur í Grímstungu í Vatnsdal og voru foreldrar hans Kristinn Bjarnason og Kristín Sölvadóttir.
Staðir
Grímstunga; Gafl; Vestmannaeyjar; Korpúlfsstaðir; Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Fangavörður; Bifreiðastjóri:
Á uppvaxtarárum sínum vann Gunnar við öll venjuleg störf til sjávar og sveita, bæði við sjósókn í Vestmannaeyjum og landbúnaðarstörf á Korpúlfsstöðum hjá Thor Jensen, einnig um eitthvert skeið í Danmörku. Síðar gerðist hann starfsmaður og verkstjóri hjá Vitamálastofnuninni og vöruflutningabílstjóri í Reykjavík, en síðast, 1953, gerðist hann fangavörður við Hegningarhúsið í Reykjavík og vorum við þar samstarfsmenn í 23 ár. Frá þeim árum lifa í huga mínum margar góðar og hlýjar minningar um góðan dreng, sem ævinlega var léttur og kátur í viðmóti, en þó ákveðinn og öruggur í starfi.
Lagaheimild
Hann var skáldmæltur vel eins og faðir hans og systkini, og hélt þeirri náðargáfu allt til hinstu stundar.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru; Kristinn Bjarnason 19. maí 1892 - 12. júlí 1968 Fósturbarn hjónanna á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1901. Bóndi og hagyrðingur á Gafli, Þorkelshólshr. og víðar í Hún. um 1912-24, svo í Vestmannaeyjum lengst af 1924-40 og í Borgarholti, Biskupstungnahr., Árn. til 1951. Eftir það verkamaður í Reykjavík. Bílstjóri og leigjandi á Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Fósturforeldrar: Guðmundur Ólafsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir í Ási í Vatnsdal, A-Hún. og fyrri kona hans 8.6.1912; Kristín Guðbjörg Sölvadóttir 1. mars 1885 - 17. október 1950 Var á Höfðahólum, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Hjú í Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Gafli í Víðidal, V-Hún. og víðar á þeim slóðum um tíma. Vinnukona í Kirkjustræti 2 , Reykjavík 1930. Var í Reykjavík. Fórst.
Bróðir Gunnars samfeðra;
1) Ásgrímur Kristinsson 29. desember 1911 - 20. ágúst 1988 Lausamaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og skáld í Ásbrekku í Vatnsdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Móðir hans; Helga Ingibjörg Benediktsdóttir 11. september 1890 - 27. október 1925 Vinnukona í Ási.
Fk Ásgríms 10.9.1933; Ólöf Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir 13. janúar 1910 - 31. mars 1946 Vinnukona á Shellstöðinni, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Drukknaði í Vatnsdalsá.
Sk hans; 8.7.1949; Guðný Guðmundsdóttir 17. desember 1918 - 31. maí 1984 Var á Laugabóli, Hrafnseyrarsókn, V-Ís. 1930. Fósturfor: Guðmundur Ágúst Pálsson og Þórdís Guðrún Guðmundsdóttir. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Var á Ásbrekku, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.
Alsystkini Gunnars;
2) Ásdís Kristinsdóttir f 22. júlí 1912 - 7. ágúst 1991 Verkakona og húsfreyja í Kópavogi. Ráðskona í Skaftafelli, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Ásdís giftist 2. maí 1931 Árna Jóhannessyni, bifvélavirkjameistara, fæddur 11. september 1907
3) Bjarni Kristinsson 28. apríl 1915 - 18. febrúar 1982 Var á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Fósturfor: Ágúst Böðvar Jónsson og Ingunn Hallgrímsdóttir. Bóndi á Kornsá, Áshr., A-Hún. Vegamótum Blönduósi 1944-1951 og á Stöðlum og í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Síðar verkamaður á Selfossi. Síðast bús. í Selfosshreppi., kona hans 31.12.1944; Jónína Alexandra Kristjánsdóttir f. 25. nóv. 1925 Blö. d. 30. maí 2011, sjá Langaskúr, Kornsá og Selfossi.
4) Aðalheiður Jóhanna Kristinsdóttir 18. maí 1916 - 11. nóvember 2014 Vinnukona í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.
5) Benedikt Ragnar Kristinsson f. 13. mars 1921 - 15. ágúst 2000 Var í Kirkjustræti 2 , Reykjavík 1930. Sjómaður. Fluttist til Höfðaborgar, S-Afríku. Maki I, skildu: Kristine Kristinsson. Maki II, júní 1968: Etel Kristinsson f. 1912. Barnlaus.
6) Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir 24. apríl 1925 - 17. september 2008 Var í Kirkjustræti 2 , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja og matráðskona í Reykjavík. Ung kynntist hún eiginmanni sínum, Þorvaldi Aðalsteini Eyjólfssyni bifvélavirkjameistara frá Ferjubakka í Borgarhreppi, f. 1915, d. 1978, og gengu þau í hjónaband 25. október 1942.
Seinni kona Kristins; Guðfinna Ástdís Árnadóttir 19. nóvember 1903 - 5. október 1990 Var í foreldrahúsum á Grund, Vestmannaeyjasókn 1910. Bústýra á Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja í Eyjum fram til 1940 og síðan í Borgarholti í Biskupstungum um 1940-51. Síðan húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Barn þeirra:
7) Jóhanna Árveig Kristinsdóttir 14. desember 1929 - 8. júlí 2002 Var á Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum 1930. Maður hennar; Jón Óli Þorláksson 15. maí 1924 - 2. febrúar 1982 Járnsmiður, flugmaður og bóndi í Borgarholti í Biskupstungum og á Akureyri. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
Kona Gunnars 30.10.1937; Svanhildur Guðmundsdóttir 4. apríl 1912 - 28. apríl 1996. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Múla við Suðurlandsbraut, Reykjavík 1930.
Börn Svanhildar og Gunnars eru fjögur. Þau eru:
1) Auður Gunnarsdóttir f. 20.11. 1934, gift Ólafi J. Sigurðssyni, verkstjóra. Þau eiga sex börn: Svanhildi, Sigurð, Björgu, Láru, Esther og Gunnar;
2) Bergljót Gunnarsdóttir f. 23.2. 1938, ekkja eftir Harald Þorsteinsson, framkvæmdastjóra. Eignuðust þau tvær dætur: Hugrúnu og Hrafnhildi. Áður var Bergljót gift Hilmari Eyjólfssyni og áttu þau þrjú börn: Hrönn, Hinrik Gunnar og Hörð;
3) Hörður Gunnarsson f. 24.8. 1939, kvæntur Margréti Þórisdóttur, yfirsjúkraþjálfara, og eiga þau tvö börn: Þóri og Svanhildi;
4) Hildigunnur Gunnarsdóttir f. 24.12. 1941, gift Richard Churchman, skipulagsfræðingi, og eiga þau tvær dætur: Önnu og Ingu. Þau eru búsett í Kent í Englandi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnar Kristinsson (1913-1982) fangavörður Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.1.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði.
Svarfdæla;
Morgunblaðið, 13. tölublað og Íþróttablað (19.01.1982), Blaðsíða 35. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1551038
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/263575/?item_num=6&searchid=46305ad8e1e5585f828814e0e192f346d7449822