Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.4.1914 - 31.3.2008

Saga

Gunnar Gíslason var fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 31. mars 2008.
Frá sex ára aldri ólst Gunnar upp hjá afa sínum sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal og seinni konu hans Ragnheiði Eggertsdóttur.
Árið 1983 fluttu Gunnar og Ragnheiður frá Glaumbæ og bjuggu þau í Varmahlíð síðustu árin.
Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap og hafði af því mikla ánægju.
Útför sr. Gunnars fór fram frá Glaumbæjarkirkju5.4.2008 og hófst athöfnin klukkan 11.

Staðir

Seyðisfjörður: Hvammur á Laxárdal ytri: Glaumbær:

Réttindi

Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1943 og vígðist sama ár sóknarprestur að Glaumbæ í Skagafirði.

Starfssvið

Hann var skipaður prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi árið 1977 og þessum störfum gegndi hann til ársins 1982 er honum var veitt lausn frá embætti prófasts og sóknarprests Glaumbæjarprestakalls, en þjónaði áfram Barðssókn í Fljótum, til 1984. Sr. Gunnar var varaþingmaður Skagfirðinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1954-56. Hann sat á Alþingi um skeið árin 1955 og 1957, og var þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra samfellt frá 1959 til 1974.

Hann sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965 og í bankaráði Búnaðarbanka Íslands frá 1969-85. Gunnar gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Skagafirði. M.a. sat hann í hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1946-86, var sýslunefndarmaður 1984-1988, í stjórn Varmahlíðar frá 1947-73, í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga 1947-81 og var formaður þess frá 1961-1981 og heiðursfélagi. Hann var í stjórn Byggðasafns Skagfirðinga frá 1948-86 og formaður Karlakórsins Heimis í tæp tíu ár á árunum 1954-65. Hann var einn af stofnendum hestamannafélagsins Stíganda (1945) og var í stjórn félagsins frá 1951-75 og heiðursfélagi þess.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Gísli Jónsson frá Mýrum í Hornafirði, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og síðar verslunarstjóri á Seyðisfirði, og Margrét Arnórsdóttir húsfreyja, fædd að Felli í Kollafirði.

Alsystkini Gunnars: Arnór Sigurður, skipstjóri, f. 1911, d. 1992, Stefán, verslunarmaður, f. 1912, d. 1942, Ragnar Eggerts, skipasmiður, f. 1915, d.1936 og Hrefna Thoroddsen, húsmóðir, f. 1918, d. 2000.

Hálfsystkini Gunnars, börn Gísla og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Fáskrúðsfirði: Margrét Blöndal, húsmóðir, f. 1923, d. 2005, Guðmundur, bankastarfsmaður, f. 1926, d. 2008, Hólmfríður, talsímakona, f. 1928, d. 2007 og Aðalsteinn, vélstjóri, f. 1930.

Gunnar kvæntist Ragnheiði Margréti Ólafsdóttur á Þingvöllum þann 17. júní 1944. Foreldrar Ragnheiðar, f. 13.4. 1915, d. 19.2. 1999, voru Ólafur Ágúst Gíslason, stórkaupmaður í Reykjavík, og Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir.
Börn Gunnars og Ragnheiðar eru:
1) Stefán Ragnar, f. 28.2. 1945, d. 15.9. 1996, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg, kvæntur Grétu Maríu Bjarnadóttur og eru synir þeirra a) Stefán, sambýliskona hans er Pamela Frisch, b) Davíð, í sambúð með Mandy Van Duuren og er dóttir þeirra Selina.
Fyrri kona Stefáns var Jónína Bjarnadóttir og eignuðust þau tvö börn, a) Gunnar, kvæntur Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, börn þeirra eru Íris Björk, Stefán Rafn og Agnes Ösp. b) Gunnlaug Margrét, f. 10.8. 1965, d. 10.1. 1969.
2) Gunnar, f. 27.6. 1946, hæstaréttarlögmaður, aðstoðarvegamálastjóri Reykjavík. Kona hans er Þórdís Elín Jóelsdóttir myndlistarmaður. Börn þeirra: a) Gunnar, kona hans er Barbara Björnsdóttir, börn þeirra eru Eiður Rafn og Sara Sunneva, b) Helga Kristín, c) Arnór, sambýliskona hans er Berglind Ósk Guðmundsdóttir og sonur þeirra er Róbert Leó.
3) Ólafur, f. 18.4. 1950, deildarstjóri í Reykjavík. Hann var kvæntur Ásdísi L. Rafnsdóttur skrifstofumanni, þau skildu. Börn þeirra: a) Ragnheiður Margrét, b) Davíð Örn, kvæntur Hjördísi Viðarsdóttur og eru börn þeirra Viðar Snær, Dagur Kári og Arna Katrín.
4) Arnór, f. 19.7. 1951, bóndi í Glaumbæ II, kvæntur Ragnheiði G. Sövik kennara, og eru synir þeirra a) Óskar, b) Atli Gunnar.
5) Margrét, f. 17.7. 1952, kennari í Garðabæ, var gift Eiríki Tómassyni framkvæmdastjóra, þau skildu. Synir þeirra eru: a) Heiðar Hrafn, börn hans og Ástríðar J. Guðmundsdóttur eru Róshildur, Margrét Áslaug, og Eiríkur Þór. b) Tómas Þór, í sambúð með Sonju Björk Elíasdóttur og börn þeirra eru Sandra Ýrr, Elísa Sól og Lúkas Nói. c) Gunnlaugur, í sambúð með Helgu Jakobsdóttur, d) Gunnar,
6) Gísli, f. 5.1. 1957, sóknarprestur í Glaumbæ. Kona hans er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, sjúkraliði og bóndi. Börn þeirra eru: a) Gunnar, b) Þorbergur, sambýliskona hans er Birna Valdimarsdóttir og sonur þeirra Valdimar Árni, c) Margrét, d) Aldís Rut.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Elísabet Sigurðardóttir Knudsen (1836-1913) Ytri-Ey (27.6.1836 - 2.4.1913)

Identifier of related entity

HAH03270

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnheiður Guðveig Sövik (1953) Blönduósi (26.7.1953 -)

Identifier of related entity

HAH06893

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammur á Laxárdal ytri

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Seyðisfjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00410

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Árnason (1875-1941) Höfðahólum (9.1.1875 - 3.6.1941)

Identifier of related entity

HAH03523

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Árnason (1875-1941) Höfðahólum

is the cousin of

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Sigurðsson (1927-2020) prestur Blönduósi (13.11.1927 - 26.10.2020)

Identifier of related entity

HAH03566

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Sigurðsson (1927-2020) prestur Blönduósi

is the cousin of

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Glaumbær í Skagafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00415

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Glaumbær í Skagafirði

er stjórnað af

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðimýrarkirkja í Skagafirði (1834 -)

Identifier of related entity

HAH00417

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

controls

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01346

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap og hafði af því mikla ánægju.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir