Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Hliðstæð nafnaform
- Dúna Borgen (1912-2002) Danmörku
- Guðrún Sæmundína Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
- Dúna Borgen
- Guðrún Sæmundína Sveinbjörnsdóttir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
17.1.1912 - 7.4.2002
Saga
Guðrún Sæmundína Sveinbjörnsdóttir 17. jan. 1912 - 7. apríl 2002. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Nefnd Dúna Borgen. Fluttist til Danmerkur 1934 með manni sínum, August Borgen, rakara sem lést 1977.
Dúna Borgen var fædd í Sæmundarhlíð í Reykjavík, sem er nú Holtsgata 10, 17. janúar 1912.
Hún andaðist á elliheimili í Hellerup 7. apríl 2002.
Dúna var skírð Guðrún Sæmundína í höfuðið á föðurömmu sinni og afa.
Staðir
Reykjavík; Hellerup Kaupmannahöfn:
Réttindi
Starfssvið
Dúna starfaði á yngri árum við bókband hjá Bókaverslun Ársæls í Reykjavík. Á þeim tíma kynntist hún Ágústi Borgen. Hann var danskur og starfaði í fimm ár sem rakari hjá Valda rakara á Laugavegi 76. Þau Dúna og Ágúst gengu í hjónaband 3. september 1934. Athöfnin fór fram heima hjá séra Bjarna Jónssyni í Lækjargötu. Fljótlega eftir giftinguna sigldu þau til Danmerkur með Gullfossi og bjuggu þau alla tíð í Kaupmannahöfn. Ágúst lést árið 1977.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Ólafía Björg Jónsdóttir 23. des. 1884 - 19. jan. 1965. Var í Breiðholti í Reykjavík 1890. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945 og maður hennar; Jón Sveinbjörn Sæmundsson 22. júní 1884 - 5. feb. 1965. Var í Reykjavík 1910. Verkamaður á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Fylgdarmaður landmælingamanna í Reykjavík 1945.
Systkini hennar;
Samfeðra, móðir; Sesselja Magnúsdóttir frá Hávarðsstöðum í Leirársveit.
1) Axel Sveinbjörnsson 10. des. 1904 - 4. apríl 1995, samfeðra ólst upp á Akranesi. Skipstjóri á Traðarbakka, Akranesssókn, Borg. 1930. Fósturmóðir Guðrún Sveinsdóttir. Skipstjóri og útgerðarmaður, rak síðar veiðarfæraverslun á Akranesi. Kona hans 25.11.1933; Lovísa Jónsdóttir 28. ágúst 1909 - 9. jan. 1995. Var á Stað, Akranesssókn, Borg. 1930. Húsfreyja á Akranesi. Síðast bús. á Akranesi. Sonar dóttir þeirra; Lovísa Axelsdóttir, maður hennar Ægir Magnússon, bræður hans Páll alþm og sjónvarpsstjóri og Magnús (1944-1986), Svandís (1943) fyrri kona hans er systir; Guðrún Bára Jónsdóttir (1940-2004) Hvammstanga. Móðir þeirra Magnúsar og Ægis var fyrri kona Magnúsar; Guðbjörg Guðlaugsdóttir (1918-1977) dóttir Guðlaugs veitingamanns í Tryggvaskála á Selfossi, Bryndís systir hennar var gift Grími Thorarensen kaupfélagsstjóra, móðir Gríms var; Kristín Daníelsdóttir Thorarensen (1900-1994) Sigtúni Selfossi, systir hennar var gift Daníel Bergmann bakara á Selfossi föður Gulla Bergmann í Karnabæ.
2), Sigríður Sveinbjörnsdóttir 12. júní 1909 - 24. des. 1977. Var í Reykjavík 1910. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Yngri systkini hennar voru þau
3) Björg Sveinbjörnsdóttir 13. ágúst 1913 - 13. feb. 1991. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Valur Bjarni Sveinbjörnsson 24. des. 1915 - 6. ágúst 1989. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Slökkviliðsmaður í Reykjavík 1945. Brunavörður. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Jóna Erna Sveinbjörnsdóttir Thompson 8. sept. 1917 - 27. jan. 1999. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Saumakona í Reykjavík 1945. Fluttist til Bandaríkjanna 1947 og var þar lengst af síðan. Húsfreyja. Síðast bús. í Bandaríkjunum. Fyrri maður Ernu var Haraldur Sigurðsson 12. okt. 1913 - 7. jan. 2000. Var á Ránargötu 9, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Þau skildu.
M2 Edwin Stuart Thompson, d. 1971. Barn þeirra: Jón Stuart Thompson, f. 8.2.1951, giftist og eignaðist 2 börn.
Maður hennar 3.9.1934; August Borgen d. 1977, rakari Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Almennt samhengi
Hún var úti öll stríðsárin og var ævi hennar ekki dans á rósum þá. August hélt áfram iðn sinni fyrst eftir að þau fluttu út. Vegna veikinda í baki varð hann að láta af henni og starfaði eftir það hjá stórfyrirtækinu Laurids Knudsen og var síðast móttökustjóri. Hann var einstakt snyrtimenni og það er mér minnisstætt þegar hann var að pússa gylltu, fallegu hnappana á einkennisbúningi sínum, eða hvernig hann pússaði skóna sína. Mjög gott samband var við fjölskyldu August, móður og systur sem bjuggu skammt frá. Systir hans, Kalla og hennar maður umvöfðu Dúnu og voru henni eins og bestu systkin.
Dúna bjó í Kaupmannahöfn til æviloka. Hún tók þátt í samkomum Íslendingafélagsins í Höfn og hjálpaði þar mikið til. Einnig heimsótti hún og aðstoðaði íslenska sjúklinga sem þurftu að dvelja á sjúkrahúsum í Höfn, eins og reyndar fleiri íslenskar konur gerðu. Ég var í tvígang í heimsókn hjá henni, bæði áður en August lést og svo seinna. Heimili þeirra var hlýlegt og fallegt og auðfundið að sömu góðu andarnir og í Sæmundarhlíð ríktu þar. Hún var afar gestrisin og vildi allt gera til að gera heimsóknina bæði skemmtilega og fróðlega. Við fórum á fallegu dönsku söfnin, í kirkjur og konungshallir sem stóð til boða að skoða, garðana - auk þess að skoða borgina sem henni þótti svo vænt um.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1912-2002) Danmörku
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.1.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði.
Íslendingabók
mbl 19.7.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/679101/?item_num=0&searchid=a3ef8394f4ca5c46f2c051f588452245a2338542
mbl 8.9.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/686845/
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Gurn_Sveinbjrnsdttir1912-2002Danm__rku.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg