Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum
Hliðstæð nafnaform
- Guðmundur Jónsson Botnastöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.3.1904 - 25.12.1988
Saga
Guðmundur Jónsson 6. mars 1904 - 25. desember 1988. Ársmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Bóndi á Fjalli og Botnastöðum í Svartárdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum fram að fermingu en þá réð hann sig í vinnu að Síðumúla í Borgarfirði hjá Andrési Eyjólfssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Vann hann þar við landbúnaðarstörf og var því lítið um menntun hjá Guðmundi þar sem menntun var aðeins að fá í farskólum.
Hann lést á Landspítalanum Guðmundur Jónsson eftir stutta sjúkrahúslegu á 85 aldursári. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Staðir
Kirkjuból á Hvítársíðu; Síðumúli; Fjall í Skagafirði; Botnastaðir í Svartárdal; Reykjavík; Seljarnarnes:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Ráðunautur, reyndur maður
reiknar, mælir ár og síð.
Í kórnum jafnan gerist glaður
Guðmundur í Austurhlíð.
(Anna Bjarnadóttir Botnastöðum)
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Ragnhildur Þórðardóttir 20. september 1860 - 30. janúar 1924 Húsfreyja á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920. Nefnd Ragnheiður í Mannt.1910 og maður hennar 100.6.1884; Jón Eyjólfsson 13. september 1850 - 6. ágúst 1924 Bóndi og skáld á Háreksstöðum í Norðurárdal. Var á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920
Systkini Guðmundar;
1) Þórður Lárentínus Jónsson 10. ágúst 1884 - 10. desember 1938 Bóndi á Högnastöðum, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1930. Bóndi á Högnastöðum, Þverárhlíðarhr., Mýr. Bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920. Fluttist frá Kirkjubóli 1926, var á Hermundarstöðum í eitt ár og á Högnastöðum í Þverárhlíð frá 1928. Flutti í Borgarnes vorið 1938.
2) Halldóra Jónsdóttir 21. maí 1887 - 25. maí 1962 Húsfreyja í Selhaga og víðar.
3) Þorbjörg Jónsdóttir 5. mars 1891 - 15. september 1977 Var á Háreksstöðum, Hvammssókn, Mýr. 1901. Húsfreyja á Gullhóli, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðríður Jónsdóttir 30. apríl 1893 - 9. apríl 1961 Verkakona í Hafnarfirði 1930
5) Eyjólfur Jónsson 29. apríl 1898 - 22. ágúst 1921 Var í vinnumennsku í Hvítársíðu. „Greindur vel og ágætlega skáldmæltur, eins og hann átti kyn til, og hafa sumar vísur hans orðið landfleygar“, segir í Borgfirzkum. Ókvæntur og barnlaus.
6) Þorgerður Jónsdóttir 3. nóvember 1900 - 11. mars 1988 Vetrarstúlka á Njarðargötu 33, Reykjavík 1930. Verkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Guðrún Jónsdóttir 23. janúar 1907 - 18. október 1969 Netagerðarkona í Hafnarfirði. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930, síðast bús. í Hafnarfirði.
Kona hans 29.12.1929; Anna Guðrún Bjarnadóttir 29. desember 1909 - 26. febrúar 1993 Var í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Synir þeirra;
1) Óskar Guðmundsson 21. ágúst 1930 - 8. júní 1956 af slysförum. Var í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Prentari.
2) Bjarni Valgeir Guðmundsson 21. október 1934 bifvélavirki
3) Gunnlaugur Guðmundsson 29. júní 1942 Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957, múrari
4) Jón Eyjólfur Guðmundsson 17. júní 1945 Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957, búsettur í Ástralíu.
Synirnir hafa allir kvænst og eru barnabörnin 12 og barnabarnabörnin 9.
Almennt samhengi
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík og vann Guðmundur í fyrstu hjá Kol og salt en flutti sig síðan yfir til Pósts og síma þarsem hann vann við símalagnir. Vorið 1940, í byrjun stríðsins, fluttu þau að Fjalli í Sæmundarhlíð í Skagafirði og hófu búskap í sambýli við Halldór Benediktsson. Þar sem jörðin var ekki næg fyrir tvær fjölskyldur tóku þau jörðina Botnastaði í Svartárdal á leigu af Klemensi Guðmundssyni frá Bólstaðarhlíð. Dvaldist Klemens hjá þeim lengst af. Seinustu árin er þau voru með búskap voru þau einnig húsverðir í samkomuhúsinu Húnaveri.
Árið 1960 brugðu þau búi og fluttust aftur til Reykjavíkur þar sem þau festu kaup á íbúð, Ökrum v/Nesveg. Hóf Guðmundur sitt fyrra starf hjá símanum og vann hann þar á meðan heilsan leyfði, eða til ársins 1980, er hann var 76 ára að aldri.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.9.2018
Tungumál
- íslenska