Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði
Hliðstæð nafnaform
- Guðmundur Tryggvason Kollafirði
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.9.1908 - 3.2.2005
Saga
Guðmundur Tryggvason fæddist á Klömbrum í Vestur-Húnavatnssýslu 1. september 1908.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. febrúar 2005 og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 14. febrúar.
Guðmundur Tryggvason lést 3. febrúar sl., á tíræðisaldri. Á barnsaldri átti sá sem þetta ritar Guðmund að læriföður og hefur það sem hann kenndi reynst ómetanlegt vegarnesti.
Guðmundur var kenndur við Kollafjörð enda var hann bóndi þar um skeið. Hann var Húnvetningur, fæddur 1. september 1908 á Klömbrum í Vesturhópi, og þaðan í föðurkyn en Austur-Skaftfellingur í móðurætt. Guðmundur gekk á Samvinnuskólann og hlaut framhaldsmenntun í Þýskalandi. Á yngri árum starfaði hann m.a. við verslunar- og félagsmálastörf. Hann var lengi endurskoðandi Búnaðarbankans.
Guðmundur kvæntist 20. febrúar 1937 Helgu Kolbeinsdóttur frá Kollafirði. Hún lést árið 1985. Þau Helga eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi, dæturnar Guðrúnu, Steinunni og Kristínu og synina Björn Tryggva og Kolbein. Afkomendahópurinn er orðinn fjölmennur. Árið 1948 tóku þau Helga og Guðmundur við búi í Kollafirði og bjuggu þar til 1961. Guðmundur var stórhuga og sá fyrir sér nýjungar og tilraunir. Sumt tókst og annað ekki, og það skiptust á skin og skúrir. Eftir að þau brugðu búi starfaði Guðmundur sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Staðir
Klambrar V-Hún: Kollafjörður 1948: Samvinnuskólinn Bifröst: Þýskaland:
Réttindi
Fór í Verslunarnám í Þýskalandi 1928-29.
Starfssvið
Hann var barnakennari í Þverárskólahéraði 1929-1934 og vann að búi móður sinnar á Stóru-Borg. Kennari á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Árið 1935 vann hann að stofnun Pöntunarfélags Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og var framkvæmdastjóri þess 1936-1937. Félagsmálafulltrúi KRON 1937-1942, framkvæmdastjóri Tímans 1942-1948 og skrifstofustjóri Framsóknarflokksins 1948-1949. Rak svína- og hænsnabú á Snælandi í Kópavogi 1940-1943 og tók þátt í bókaútgáfu, 1945-1949.
Fjölskyldan fluttist að Kollafirði á Kjalarnesi 1949 og stundaði þar búskap til ársins 1961 er þau fluttust aftur til Reykjavíkur. Starfaði síðan lengst af sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, til 1975. Guðmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. endurskoðandi Búnaðarbankans og Landnáms ríkisins 1949-1979, í stjórn KRON og fleira. Síðast bús. í Reykjavík.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Björn Tryggvi Guðmundsson 12. júlí 1878 - 1. maí 1918 Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi í Klömbrum og Stóruborg, Þverárhr., V-Hún. og kona hans; Guðrún Magnúsdóttir 1. des. 1884 - 1. nóv. 1968. Húsfreyja Klömbrum 1910 og á Stóru-Borg, Þverárhreppi, V-Hún. 1930, ekkja þar 1920. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þverárhreppi.
Systkini hans;
1) Margrét Tryggvadóttir 24. september 1911 - 26. júlí 2004 Var á Stóru-Borg, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var í Ytri-Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja á Stóru-Borg og átti þar heima til dánardags. Rak þar um tíma sumarhótel, sinnti farskólakennslu og vann að félagsmálum í héraði. Maður hennar; Karl Harlow Björnsson 20. maí 1907 - 16. júlí 2001 Bóndi á Gauksmýri, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Stóru-Borg, Þverárhr., V-Hún. Síðast bús. í Þverárhreppi. Faðir hans; Björn Jósafat Jósafatsson Jónssonar, bóndi á Gauksmýri, f. 15. ágúst 1868 í Enniskoti í Víðidal, d. 8. júní 1957 á Blönduósi,
2) Ólafur Ingimundur Tryggvason 19. apríl 1917 - 1924.
Kona hans 20.2.1937; Helga Kolbeinsdóttir 18. ágúst 1916 - 28. maí 1985 Var á Bjarkargötu 10, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Kollafirði og síðar í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Guðrún Guðmundsdóttir
2) Steinunn Elínborg Guðmundsdóttir 1.6.1940
3) Kristín Guðmundsdóttir
4) Björn Tryggvi Guðmundsson 12. jan. 1939
5) Kolbeinn Guðmundsson 16. okt. 1950
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 20.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 6.11.2002. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1003416/?item_num=2&searchid=4a6e7d8e266bd02ebbe5a1243611bd68e1c0b5df
mbl 1.9.1998. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/417015/?item_num=3&searchid=1a0969f18420cfee89d1fe33da4b5f2042f8cc92
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Gu__mundur_Tryggvason1908-2005Kollafir__i.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg