Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Hliðstæð nafnaform
- Guðmundur Benediktsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.4.1901 - 25.10.1987
Saga
Guðfræðinemi á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Prestur á Barði í Fljótum, síðast á Akranesi.
Í dag verður til moldar borinn frá Barðskirkju í Fljótum móðurbróðir minn, sr. Guðmundur Benediktsson, er varð bráðkvaddur sunnudaginn 25. október 1987 á heimili sonar síns og tengdadóttur á Vogabraut 32 á Akranesi. Guðmundur Benediktsson var Húnvetningur að ætt og uppruna. Hann fæddist hinn 6. apríl árið 1901 á Hrafnabjörgum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu og var því á 87. aldursárinu er hann lést.
Árið 1966 um vorið, lét sr. Guðmundur af prestsstörfum, þá 65 ára að aldri og fluttist suður til Reykjavíkur um haustið. Hefur hann síðan verið heimilisfastur hjá dr. Guðmundi, syni sínum, og fjölskyldu hans, fyrst í Hraunbænum í Árbæjarhverfi en síðan á Akranesi. Aukþess hefur hann um lengri eða skemmri tíma heimsótt börn sín önnur og fjölskyldur þeirra og dvalist hjá þeim og hvarvetna var hann aufúsugestur.
Staðir
Ás í Vatnsdal: Barð í Fljótum: Akranes:
Réttindi
En hugur hans stóð til menntaog því hóf hann nám norður á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1928. Var hann í hópi fyrstu stúdentanna, er brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri en þeir voru þá aðeins 5 er prófi luku. Guðmundur hóf síðan nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi 23. júlí þá um sumarið og fékk veitingu fyrir Barðsprestakalli 7. desember það sama ár.
Starfssvið
Á skólaárunum vann hann oft í Ási yfir sumartímann og hafði meðhöndum um skeið bústjórn á búi frænda síns. Þannig kynntist hann öllum algengum sveitastörfum og var hinn vaskasti maður til allra verka, í senn kappsfullur og samviskusamur.
Í 33 ár gegndi sr. Guðmundur preststörfum á Barði í Fljótum eða alla prestskapartíð sína. Varð hann brátt mjög vinsæll meðal sóknarbarna sinna enda var hann þeim á allan hátt hjálpsamur. Hann lifði siginn í kjör þess fólks, er honum var falið að þjóna og tók heilshugar þáttí lífi þess, jafnt í gleði sem sorg.
Öll embættisverk fórust honum vel úr hendi. Ævinlega kom hann fram sem hinn hógværi og auðmjúki þjónn, er bar djúpa lotningu fyrir höfundi sínum og skapara og því lífsstarfi er orðið hafði hlutskipti hans. Þegar biskupinn vísiteraði Barðs- og Knappstaðasóknir í prestskapartíð sr. Guðmundur fékk hann þann vitnisburð safnaðarmanna sinna, að hann predikaði guðsríkið ekkert síður með lífi sínu og breytni en af stólnum, svo grandvöru lífi lifði hann. Auk prestskapar í Barðsprestakalli gegndi sr. Guðmundur einnig aukaþjónustu um skeið síðari árin í Fellssókn í Sléttuhlíð og Hofsóssókn.
Auk prestskaparins hlóðust á sr. Guðmund ýmis trúnaðarstörf í sveitinni. Hann átti sæti í hreppsnefnd og var um árabil oddviti sveitarinnar. Hann sá um sjúkrasamlagið og var endurskoðandi reikninga Samvinnufélags Fljótamanna. Jafnframt stundaði hann kennslustörf og var barnaskólinn haldinn á prestsheimilinu í 8-9 ár eða þar til nýtt skólahús var reist í Barðslandi árið 1942. Í öllum þessum störfum naut sr. Guðmundur óskoraðs trausts, enda var hann gætinn maður og glöggur, en um fram allt heiðvirður og samviskusamur. Sr. Guðmundur bjó dágóðu búi á Barði einkum fyrri hluta prest skaparára sinna og gekk til allra verka á búinu, eftir því sem tími hans leyfði.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru þau hjónin Benedikt Jóhannes Helgason, bóndi á Hrafnabjörgum, ættaður frá Eiðsstöðum í Blöndudal og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, en hún var alsystir Guðmundar Ólafssonar bónda og al þingismanns í Ási í sömu sveit.
Guðmundur missti föður sinn um 7 ára aldurinn og ólst síðan upp með móður sinni meðal annars um nokkurt skeið í Ási hjá móðurbróður sínum og konu hans og var þar þá samtíða móður minni, sem þar ólst upp.
Árið 1932 kvæntist Guðmundur Guðrúnu Jónsdóttur frá Kimbastöð um í Borgarsveit í Skagafirði. Var hún einstök gæðakona og var það eitt stærsta lífslán Guðmundar að eignast hana að lífsförunaut.
Þeim hjónum var 5 barna auðið, en misstu eitt þeirra, dreng,
Ármann Benedikt, nokkurra mánaða gamlan árið 1942 af völdum lungnabólgu.
Börnin þeirra önnur eru öll á lífi, en þau eru:
1) dr. Guðmundur Ólafs f. 6.5.1933 efnaverkfræðingur, tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, kvæntur þýskri konu, Hildi Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn,
2) Jón Björgvin f. 22.1.1936 - 2.3.1991, fulltrúi við Ríkisendurskoðun, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ásu Stefánsdóttur og eiga þau 3 börn,
3) Signý kennari á Akureyri f. 20.4.1939, gift Ágústi Guðmundi Berg f. 4.3.1936 - 21.4.2012 Húsameistari Akureyrarbæjar og eiga þau 4 börn
4) Ármann Benedikt f. 8.9.1941 - 25.10.1941
5) Guðrún Benedikta Heine f. 4.5.1945, húsmóðir búsett í Beilstein í Þýskalandi, gift Helfried Heine og eiga þau eina dóttur barna.
Auk þess ólu þau Guðrún og Guðmundur upp fósturdóttur,
0) Guðfinna Gunnarsdóttir f. 6.11.1942 - 14.9.2012 Húsfreyja á Þúfum í Óslandshlíð og fékkst síðar við ýmis störf á Sauðárkróki. Er hún búsett á Sauðárkróki, gift Baldvini Jónssyni f. 21.4.1934 - 16.4.2017 og eiga þau 8 börn.
Á Barði dvöldust hjá þeim mörg vandalaus börn á sumrin og nutu þar hins besta atlætis og tóku mikla tryggð við húsráðendur og sýndu hana margvíslega í verki.
Almennt samhengi
Svo sem flestum er kunnugt, eru Fljótin ákaflega sumarfögur sveit, en á vetrum er oft snjóþungt og fannfergi mikið svo að erfitt var fyrr á tíð um allar samgöngur. En sr. Guðmundur lét ekki slíkt aftra sér, er ferðast skyldi til embættisverka. Hann var frískleikamaður, viljasterkur og áræðinn og hreint frábær göngugarpur. Fór hann iðulega á skíðum til embættisverka svosem þegar messað var á annexí unni.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Guðmundur Benediktsson (1901-1987) prestur á Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.9.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Guðfræðingatal bls. 104.
http://www.mbl.is/greinasafn/minningaleit/?qs=gu%C3%B0mundur+benediktsson&sort_by_date=1&date_from=01.01.1987&date_to=31.12.1988&searchtype=minningar