Geir Zoëga (1830-1917) Kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík.

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Geir Zoëga (1830-1917) Kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík.

Parallel form(s) of name

  • Geir Jóhannesson (1830-1917)
  • Geir Jóhannesson Zoëga

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.5.1830 - 25.3.1917

History

Geir Jóhannesson Zoëga 26. maí 1830 - 25. mars 1917 Var í Reykjavík 1845. Kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.

Places

Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Kaupmaður; Útgerðarmaður:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans, Jóhannes Zoëga Jóhannesson 26. júní 1796 - 20. maí 1852 Útvegsbóndi, glerskeri og fátækrafulltrúi í Reykjavík. Var í Bakkahjáleigu, Krosssókn, Rang. 1801og í Smiðjunni, Reykjavíkursókn, Gull. 1816. Glerskerameistari í Reykjavík 1845 og kona hans 19.5.1822; Ingigerður Ingimundardóttir 23. febrúar 1798 - 28. október 1882 Var á Bakka, Reykjavíkursókn, Gull. 1801. Húsfreyja í Reykjavík 1845.
Barnsmóðir Jóhannesar 19.6.1816; Elín Tyrfingsdóttir 9. september 1787 - 31. október 1848 Var á Grjóta 2, Reykjavíkursókn, Gull. 1787. Var í Landakoti 1, sömu sókn 1792. Laundóttir Tyrfings með Þórunni nokkurri. Fósturbarn í Landakoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1801. Vinnukona í Skeelshúsi [hús Scheel´s tugthússtjóra og veitingamanns], Reykjavíkursókn, Gull. 1816. Bústýra í Vindheimum, Reykjavík, Gull. 1835. Húskona í Reykjavík 1845. Fimmta brot móður.
Systkini Geirs;
Samfeðra;
1) Tómas Jóhannesson Zoëga 19. júní 1816 - 10. nóvember 1862 Var í Garðhúsi, Garðasókn, Borg. 1845. Formaður og skipasmiður á Akranesi. Drukknaði. Barnsmóðir hans 20.10.1834; Valgerður Gestsdóttir 29. apríl 1808 - 7. ágúst 1837 Vinnukona í Fjalli. Var í Götu, Skarðssókn, Rang. 1816. Kona hans 18.6.1838; Sigríður Kaprasíusdóttir 29. júlí 1819 - 25. desember 1890 Húsfreyja á Bræðraparti. Meðal barna þeirra var Ingigerður kona Benedikts Gröndal og Geir rektor MR og orðabókarhöfundur
Alsystkini;
1) Jóhannes Zoëga Jóhannesson 22. september 1822 - 9. desember 1892 Útgerðarmaður í Reykjavík. Sjómaður í Reykjavík 1845. Kona hans 1.11.1844; Björg Þórðardóttir 10. desember 1822 - 13. júní 1884 Var í Reykjavík 1835. Húsfreyja í Reykjavík 1845.
2) Geir Jónsson Zoëga 20. september 1823 - 17. ágúst 1827
3) Kristján Georg Zoëga 1. nóvember 1825 - 10. ágúst 1827
4) Kristjana Zoëga Jóhannesdóttir Jónassen 4. maí 1828 - 22. nóvember 1890 Var í Reykjavík 1845. Verslunarfulltrúafrú í Reykjavík, Gull. 1860. Húsfreyja í Nr. 8 Aðalstræti, Reykjavík 1880. Maður hennar 12.11.1853; Jónas Hendrik Einarsson Jónassen 4.10.1829 Var í Jonasenshus, Reykjavík, Gull. 1835. Var á Stórahrauni, Stokkseyrarsókn, Árn. 1845. Verslunarfulltrúi í Reykjavík, Gull. 1860. Verslunarmaður í Hafnarstræti 6, Reykjavík 4, Gull. 1870. Verslunarstjóri í Reykjavík
5) Magdalena Margrét Zoëga 2. nóvember 1833 - 13. apríl 1834
6) Magdalena Margrét Zoëga Helgesen 3. október 1835 - 30. janúar 1922 Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1845. M1 1857; Lichtenberg skipstjóri dó árið 1868 ásamat 3 börnum þeirra. M2 3.4.1873; Helgi Einarsson Helgesen 15. október 1831 - 1. apríl 1890Var í Reykjavík 1845. Skólastjóri. Húsb., barnaskólakennari í Barnaskólanum, Reykjavík 1880.
Með seinni konu;
7) Einar Zoëga Jóhannesson 1. janúar 1842 - 9. ágúst 1909Var í Reykjavík 1845. Gestgjafi/veitingamaður í Reykjavík. Reisti stórhýsið Hótel Reykjavík við Austurstræti.
M1 19.8.1865; Ástríður Jensdóttir Schram 15. september 1840 - 2. júní 1928. Var í Reykjavík 1845. Fór til Vesturheims, og átti hún síðast heima í Seattle, Washington, Bandaríkjunum. Þau skildu.
M2 7.5.1881; Margrét Zoëga Tómasdóttir Klog 12. maí 1853 - 14. janúar 1937 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Ásvallagötu 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Dóttir þeirra var Sigríður (1885-1929) barnsmóðir Einars Benediktssonar skálds, maður hennar 1906 var Egill Jacobsen (1880-1926) kaupmaður Reykjavík.

Fyrri kona Geirs 8.9.1860; Guðrún Sveinsdóttir 28. febrúar 1830 - 19. september 1889 Húsfreyja í Reykjavík. Fyrri maður hennar 30.6.1854; Kristján Þorsteinsson 1. mars 1827 - 21. maí 1859 Assistent í Reykjavík 1845.
Seinni kona hans; Helga Jónsdóttir Zoëga 2. nóvember 1859 - 4. febrúar 1946 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja í Reykjavík 1945.
Barn hans með fyrri konu;
1) Kristjana Geirsdóttir Zoëga Thorsteinsson 9. janúar 1864 - 12. febrúar 1933 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja á Vesturgötu 3, Reykjavík 1930.
Börn með seinnikonu;
2) Hólmfríður Geirsdóttir Zoëga 5. maí 1894 - 8. júlí 1982 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 20, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Maður hennar; Geir Zoëga Geirsson

  1. september 1885 - 4. janúar 1959 Verkfræðingur og vegamálastjóri í Reykjavík. Vegamálastjóri á Túngötu 20, Reykjavík 1930. Geir var sonarsonur Tómasar hálfbróður Geirs föður Hólmfríðar.
    3) Kristjana Jóna Geirsdóttir Zoëga 27. mars 1895 - 14. apríl 1981 Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Templarasundi 5 , Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; John Fenger 2. desember 1886 - 14. júlí 1939 Var í Reykjavík 1910. Heildsali í Templarasundi 5 , Reykjavík 1930. Stórkaupmaður og alræðismaður í Reykjavík.
    4) Geir Geirsson Zoëga 27. júlí 1896 - 7. apríl 1985 Var í Reykjavík 1910. Kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði, síðar forstjóri í Reykjavík. Kona hans; Halldóra Ólafsdóttir Zoega 15. desember 1906 - 2. ágúst 1996 Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Síðar í Reykjavík, síðast bús. í Reykjavík. Var í Edinborg í Njarðvík 1910.
    5) Guðrún Geirsdóttir Zoëga 20. júlí 1897 - 3. nóvember 1978 Húsfreyja á Vesturgötu 7, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Tómas Zoega varð maður skammlífur. Hann drukknaði við 13. mann í nóvembermánuði 1862. Sá atburður varð á þá leið, er nú skal greina: Hans Peter Tærgesen kaupmaður í Reykjavík, hafði brugðið sér norður til Skagastrandar um haustið. Ætlaði hann að komast utan með briggskipinu „William", sem þar lá og skyldi sigla, er það væri tilbúið. Svo illa vildi til, að skömmu eftir miðjan október gerði storm, og slitnaði skipið upp af höfninni. Rak það á land skammt innan við Hólanes og brotnaði. Menn komust af, en mikill hluti farmsins skemmdist og ónýttist. Þegar svona var komið, þurfti Tærgesen kaupmaður að komast aftur suður til Reykjavíkur, svo að hann gæti tekið sér fari með miðsvetrarskipinu þaðan (póstskipinu). Fékk hann mann til fylgdar, en það var Stefán Gíslason frá Keldulandi í Skagafjarðarsýslu. Urðu þeir samferða norðanpósti, Sigurði Magnússyni, bónda á Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Héldu þeir suður heiðar og gekk ferðin vel allt til Borgarfjarðar. Komu þeir á Akranes og ætluðu nú að stytta sér leið með því að fara sjóveg síðasta spölinn til Reykjavíkur. Var þeim sagt, að einn fremsti formaður á Akranesi væri í þann veginn að bregða sér í kaupstaðinn. Það var Tómas Zoega. Héldu þeir á fund hans og báðu um far. Var það auðsótt, því Tómas vildi hverjum manni greiða gera. Á tilsettum tíma var lagt af stað á skipi Tómasar. Voru þeir saman þrettán á skipi, flestir með nokkurn farangur. Hinn fjórtándi var gerður afturreka, vegna þess hve hlaðið var orðið. Í för þessari hlekktist skipinu á og drukknuðu menn allir- Það var ætlun flestra, að skipið hefði komizt klakklaust mikinn hluta leiðarinnar, en orðið fyrir áfalli á Akureyjarrifi og sjóar skolað út öllum mönnunum. Hitt var víst, að aldrei hafði skipið af kjölnum farið. Fannst það rekið á Seltjarnarnesi, milli Gróttu og Bygggarðs, en var þá mikið brotið. Þar fundust einnig koffort öll og bréfataska, er póstur hafði meðferðis, og glataðist ekkert af þeim hlutum. Var það allt lítt skemmt og komst í hendur réttra eigenda. Slys þetta þótti hið hörmulegasta, enda fórust þarna margir nýtir drengir. Að Tómasi þótti mikill mannskaði. Hann átti allmargt barna og voru sum í ómegð, en önnur á legg komin. Meðal barna hans voru Ingigerður, er giftist Benedikt skáldi Gröndal, og Geir, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík og þjóðkunnur orðabókahöfundur. Geir var aðeins fimm ára gamall er faðir hans drukknaði.

Relationships area

Related entity

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826-1907) skáld (6.10.1826 - 2.8.1907)

Identifier of related entity

HAH02570

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Benedikt var giftur Ingigerði dóttur Tómasar (1816-1862) bróður Geirs samfeðra

Related entity

Guðmundur Kolka (1917-1957) kaupmaður Blönduósi (21.10.1917 - 23.3.1957)

Identifier of related entity

HAH04116

Category of relationship

family

Dates of relationship

3.12.1957

Description of relationship

Unnur Fenger (1932) barnsmóðir Guðmundar var dóttir Kristjönu (1895-1981) dóttur Geirs. Sonur þeirra; Guðmundur Kristján (1957)

Related entity

Ragnheiður Sigurðardóttir (1867-1911) Búðardal (4.6.1867 - 5.10.1911)

Identifier of related entity

HAH07532

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Hólmfríður dóttir hans var tengdadóttir Bryndísar systur Ragnhei'ar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03714

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.6.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

® GPJ ættfræði
Íslendingabók
Akranes 1.9.1944. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5462728

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places