Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Friðrik Hildebrandt (1843-1885) verslunarmaður á Hólanesi
Hliðstæð nafnaform
- Jens Friðrik Hildebrandt (1843-1885) verslunarmaður á Hólanesi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.7.1843 - 8.9.1885
Saga
Kaupmaður hjá Hólanessversluninni, flutti Hillebrandtshús frá Skagaströnd að Blönduósi og lét reisa þar vöruskemmu 1878 sem enn stendur
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Faðir hans; Jens Frederik Hillebrandt 15.8.1807. Kaupmaður á Hólanesi á Skagaströnd, Borðeyri og Reykjarfirði. Kona hans 21.11.1835; Danieline Johanne Kofod 16.1.1813. Gentofte Kaupmannahöfn
Systkini hans;
1) Ida Marie Hillebrandt 13.9.1839 - 4.1.1846
2) Jensine Frederikke Hillebrandt 18.9.1841 [17.10.1841], maður hennar 22.11.1861; Vilhelm Theodor Emil Keller 1832
3) Börge Pascolan Hillebrandt 15.4.1845 - 7.10.1864
4) Marten Julius Hillebrandt 31.5.1848
5) Emma Nathalia Hillebrandt 19.7.1850 - 27.5.1866
6) Conrad Vigo Hillebrandt 15.10.1852
7) William Hillebrandt 16.11.1853 - 6.3.1856
8) Carl Emil Hillebrandt 11.2.1856
9) Sigurlaug Friðriksdóttir 1858. Var á Kárastöðum, Rípursókn, Skag. 1860. Fór 1862 frá Ásgrímsstöðum í Rípursókn að Litlu-Sólheimum. Fór 1863 frá Ytra-Vallholti í Glaumbæjarsókn að Kringlu. Var á Ipishóli, Víðimýrarsókn, Skag. 1870. Vinnukona á Efri-Skúf, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Ystagili, Engihlíðarhreppi, Hún.
Fyrri kona hans; Lucinda Josepha Augusta Thomsen um 1851 - 21. jan. 1877. Var á Granda, Sandasókn, Ís. 1860. Var í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Lést af barnsförum.
Barn þeirra var;
1) August Hillebrandt f. 21.1.1877 - d. 21.1.1877
Seinni kona hans 17.1.1880; Þórdís Ebenezerdóttir Hildebrandt 31. júlí 1808 - 15. apríl 1890 Vinnukona á Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1835. Húsfreyja í Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1845 og 1880. Nefnd „húsfrú Þórdís“, þau barnlaus, var seinni kona Guðmundar Ólafssonar og um þau skrifaði Gísli Konráðsson í Skagstrendingasögu, meðal annarra.
Almennt samhengi
„Lóð Bryde „næst fyrir austan hina áður útmældu lóð kaupmanns Th. J. Thomsens 30 faðmar í austur meðfram ánni, þó þannig að 12 ál. breitt svæði sé autt og óbyggt milli árinnar og hinnar útmældu lóðar, og svo 30 faðmar réttsýnis til melsins. Á lóð Brydes byggir Hillebrandt sumarið 1877 sölubúð, Verzlunin á Blönduósi var aðeins skamma stund í eigu Hillebrandts því 4. marz 1878 selur hann þeim félögunum J. P. Munch og Chr. V. Bryde verzlun sína á íslandi. Var húsið á Blönduósi með tilheyrandi tækjum og fylgifé metið í kaupunum á þrjú þúsund krónur, en húsin á Hólanesi á tólf þúsund krónur. Verzlun þessi hét Munch og Bryde og var Fr. Hillebrandt yngri áfram verzlunarstjóri hennar. Átti hún skamman aldur því 15. febr. 1881 selur Bryde Munch sinn hluta í fyrirtækinu og hét verzlunin þá Munchs verzlun. Haustið 1883 er verzlun þessi komin í hendur Tryggva Gunnarssonar og er þá lagt útsvar á verzlun hans í Torfalækjarhreppi, en ekki árið eftir. Mun Möller kaupmaður þá hafa keypt sölubúðina og þar með lauk Hólanesverzlun á Blönduósi,“
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Friðrik Hildebrandt (1843-1885) verslunarmaður á Hólanesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.3.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Sjá svipir og sagnir eftir Magnús Björnsson.