Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Fnjóskárbrú í Fnjóskadal
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1908 -
History
Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Fljótlega eftir að járnbent steinsteypa var fundin upp á seinni hluta 19. aldar fóru verkfræðingar að nýta sér steypuna í brýr, virkjanir og fleiri mannvirki. Fyrsta steinsteypuhúsið á íslandi reis af grunni Sveinatungu í Borgarfirði 1895 en steypa var fyrst notuð í brúargerð þegar byggð var ójárnbundin steinboga-brú í Reykjavík 1899. Fyrsta brúin úr járnbentri steinsteypu á Íslandi var hins vegar á Fnjóská í Þingeyjarsýslu sem byggð var 1908.
Upphaflega hafði verið ráðgert að brúin á Fnjóská skyldi vera úr járni en Jón Þorláksson landsverkfæðingur lagði til að byggð yrði steinsteypt brú steinsteypubrýr gætu orðið tiltölulega ódýrar, ef innlend kunnátta til þess að byggja þær væri fyrir hendi; sú kunnátta fæst væntanlega ekki með öðru móti en því, að útlendingum sé fyrst gefinn kostur á að byggja hér fleiri eða færri brýr, og læri innlendir menn listina af þeim.” Og það voru Danir sem byggðu brúna en Íslendingar m.a. Jón Þorláksson fylgdust með og voru fljótir að tileinka sé vinnubrögðin. Fnjóskárbrú markaði tímamót því auk þess að vera fyrsta járnbenta steypubrúin var hún lengsta steinsteypuboga- brú á Norðurlöndum og var það um langt skeið. Menn undruðust hversu þunn hún var og sumum var ekki rótt þegar þeir fóru yfir hana í fyrsta sinn. Og svo sem ekki að ástæðulausu því verkfræðingarnir áttu á þessum árum í vandræðum vegna þess að burðarþolsformúlurnar fyrir steypu voru ennþá ónákvæmar. Brýr sigu t.d. oft meira en gert var ráð fyrir. Umferðin á Fnjóskárbrúna varð einnig miklu meiri en reiknað var með og kom fyrir á seinni árum að þungir bílar fóru niður úr brúargólfinu.
Um Fnjóskárbrúna var í mörg ár eina bílfæra leiðin til norðausturhluta landsins og var hún í þjóðbraut fram til 1968 þegar byggð var ný tvíbreið brú nokkru neðar í ánni. Hún var þó notuð allt til ársins 1993 þegar þriðja brúin kom á ána. Þá var hún gerð upp og komið í upprunalegt horf eins og hægt var.
Í kjölfar Fnjóskárbrúar voru byggðar fjöldi annarra brúa úr járnbentri steinsteypu. Allar af Íslendingum og á mun hagstæðara verði en Fnjóskárbrúin.
Byggt á „Brýr að baki“ eftir Svein Þórðarson sem var gefin út af VFÍ.
EE
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 12.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/G1BP3PMN/frettabref2009.pdf