Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.6.1928 - 6.3.1997
Saga
Eyjólfur Konráð Jónsson var alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra 1974 1979 og 19831987, landskjörinn fyrir Norðurlandskjördæmi vestra 1979 til 1983 og þingmaður Reykvíkinga 1987-1995 (Sjálfstfl.). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurl.v.) jan. febr., apríl og des. 1968, apríl maí 1969 og nóv.des. 1970, vþm. Norðurl.v. marzapríl og okt. 1968, okt.nóv. og des. 1969, jan. 1970, okt. og des. 1971, maí og okt.nóv. 1972, febr. og okt. 1973, jan.febr. og marzapríl 1974. 2. varaforseti Ed. 1979.
Fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, fæddur 27. júlí 1891, d. 15. janúar 1968, kaupmaður þar og kona hans Sesselja Konráðsdóttir, fædd 31. janúar 1896, d. 22. apríl 1987, skólastjóri, dótturdóttir Hjálms Péturssonar alþingismanns.
Eyjólfur kvæntist 9. nóvember 1956 Guðbjörgu Benediktsdóttur, f. 17. marz 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Benedikt Ögmundsson og kona hans Guðrún Eiríksdóttir.
Börn: Benedikt (1957) kvæntur Margréti Betu Gunnarsdóttur; Sesselja Auður (1958) gift Guðmundi Ágústi Péturssyni; Jón Einar (1965) kvæntur Herbjörgu Öldu Sigurðardóttur.
Eyjólfur Konráð lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1955. Hdl. varð hann 1956 og hrl. 1962. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1955 til 1960 og ritstjóri Morgunblaðsins frá 1960 til 1974. Rak málflutningsskrifstofu frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 til 1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1995.
Eyjólfur Konráð Jónsson lézt í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. marz síðastliðinn og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 14. marz 1997, klukkan 13:30.
Staðir
Stykkishólmur: Reykjavík:
Réttindi
Lögfræðipróf
Starfssvið
Þingmaður: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.5.2017
Tungumál
- íslenska