Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.6.1928 - 6.3.1997

History

Eyjólfur Konráð Jónsson var alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra 1974­ 1979 og 1983­1987, landskjörinn fyrir Norðurlandskjördæmi vestra 1979 til 1983 og þingmaður Reykvíkinga 1987-1995 (Sjálfstfl.). Landskjörinn varaþingmaður (Norðurl.v.) jan.­ febr., apríl og des. 1968, apríl­ maí 1969 og nóv.­des. 1970, vþm. Norðurl.v. marz­apríl og okt. 1968, okt.­nóv. og des. 1969, jan. 1970, okt. og des. 1971, maí og okt.­nóv. 1972, febr. og okt. 1973, jan.­febr. og marz­apríl 1974. 2. varaforseti Ed. 1979.

Fæddur í Stykkishólmi 13. júní 1928. Foreldrar Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, fæddur 27. júlí 1891, d. 15. janúar 1968, kaupmaður þar og kona hans Sesselja Konráðsdóttir, fædd 31. janúar 1896, d. 22. apríl 1987, skólastjóri, dótturdóttir Hjálms Péturssonar alþingismanns.

Eyjólfur kvæntist 9. nóvember 1956 Guðbjörgu Benediktsdóttur, f. 17. marz 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Benedikt Ögmundsson og kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

Börn: Benedikt (1957) kvæntur Margréti Betu Gunnarsdóttur; Sesselja Auður (1958) gift Guðmundi Ágústi Péturssyni; Jón Einar (1965) kvæntur Herbjörgu Öldu Sigurðardóttur.

Eyjólfur Konráð lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1949 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1955. Hdl. varð hann 1956 og hrl. 1962. Hann var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1955 til 1960 og ritstjóri Morgunblaðsins frá 1960 til 1974. Rak málflutningsskrifstofu frá því í september 1956. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 til 1982. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988 og formaður hennar frá 1989. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1995.
Eyjólfur Konráð Jónsson lézt í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. marz síðastliðinn og verður útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 14. marz 1997, klukkan 13:30.

Places

Stykkishólmur: Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Ögmundur Sigurðsson (1860-1937) skólastjóri Hafnarfirði (20.8.1860 - 29.10.1937)

Identifier of related entity

HAH09362

Category of relationship

family

Dates of relationship

9.11.1956

Description of relationship

tengdasonur Benedikts sonar Ögmundar

Related entity

Guðrún Sveinsdóttir (1864-1898) kennari Ísafirði og Keflavík (29.12.1864 - 31.12.1898)

Identifier of related entity

HAH04472

Category of relationship

family

Dates of relationship

9.11.1956

Description of relationship

Kona Eyjólfs var Guðbjörg (1929) sonardóttir Ögmundar og seinnikonu

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01217

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places