Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Hliðstæð nafnaform
- Emelía Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
- Emelía Jónsdóttir (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
- Emelía Jónsdóttir Bergmann Bentshúsi, Flatey
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.12.1897 - 7.4.1988
Saga
Emelía Jónsdóttir Bergmann 12. desember 1897 - 7. apríl 1988 Húsfreyja í Bentshúsi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Húsfreyja á Flatey á Breiðafirði. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Staðir
Eyvindarstaðir; Bentshús í Flatey;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Ósk Gísladóttir 28. júní 1868 - 29. janúar 1956 Var á Eyvindarstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Eyvindarstöðum í Blöndudal og maður hennar 1896; Jón Jónsson 21. október 1869 - 23. janúar 1962 Bóndi á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal, A-Hún.
Barnsmóðir Jóns 15.4.1903; Elísabet Gísladóttir 6. júlí 1874 - 14. október 1949 Ógift lausakona á Sauðárkróki 1903. Vinnukona á Eyvindarstöðum. Maður Elísabetar; Sigurður Pétursson 17. febrúar 1890 - 3. febrúar 1958 Bjó í Borgargerði 1926.
Systkini Emelíu;
1) Gísli Blöndal Jónsson 15.5.1902
2) Þorsteinn Jónsson 14. ágúst 1904 - 15. júlí 1958 Lausamaður á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Fornastöðum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Búfræðingur og bóndi á Gili í Svartárdal og síðar sýsluskrifari og organisti á Blönduósi. Kona hans 12.6.1932; Ingibjörg Stefánsdóttir 8. maí 1907 - 11. apríl 1997 Var í Gili, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Fornastöðum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Ljósmóðir í A-Hún., síðast bús. í Reykjavík.
3) Björn Kristján 28.5.1907
4) Guðmunda Jónsdóttir 19. október 1908 - 30. júlí 1937 Var á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Eiríksstöðum. Maður hennar 13.6.1931; Guðmundur Sigfússon 20. maí 1906 - 27. mars 1993 Bóndi á Eiríksstöðum. Bóndi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Eiríksstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Seinnikona Guðmundar 8.11.1941; Sólborg Þorbjörnsdóttir 25. júlí 1914 - 15. september 1963 Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svarárdal, A-Hún. Vinnukona í Bentshúsi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Var á Eiríksstöðum 1957. Barnsmóðir Guðmundar 11.12.1950; Guðrún Bergþóra Þorbjörnsdóttir 5. júní 1913 - 30. ágúst 2002 Var í Bogahúsum II, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930 systir Sólborgar.
Samfeðra;
5) Elenóra Lovísa Jónsdóttir 15. apríl 1903 - 20. desember 1992 Húsfreyja í Hólkoti, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Húsfreyja í Birkihlíð , Staðarhr., Skag. Síðast bús. í Staðarhreppi. Maður hennar 10.5.1924; Steindór Marelíus Benediktsson 12. júní 1897 - 17. júlí 1978 Var á Kimbastöðum, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Bóndi á Gili í Borgarsveit og í Birkihlíð , Staðarhr., Skag. Bóndi í Hólkoti, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Staðarhreppi. „Steindór var ágætlega greindur, skapfestumaður, heitur til lundar en prúður og hæglátur... kostarýr jörð varð í höndum hans að rismiklu góðbýli“ segir í Skagf.1910- 1950 I.
Maður hennar 6.1.1928; Sigfús Bergmann Hallbjörnsson 17. ágúst 1887 - 15. nóvember 1960 Kaupfélagsstjóri í Bentshúsi, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Skólastjóri og kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði.
Börn þeirra;
1) Jónína Sigfúsdóttir Bergmann 17. desember 1929, maður hennar 12.8.1950; Jón Þorsteinsson 21. febrúar 1924 - 18. september 1994 Var á Akureyri 1930. Lögfræðingur og alþingismaður, síðast bús. á Seltjarnarnesi.
2) Hallbjörn S Bergmann 2. nóvember 1932 Hafnarfirði, kona hans Edda Úlfsdóttir 10. júní 1933
Almennt samhengi
Tónlist setti svip á æskuheimili Emelíu, bæði hljóðfæraleikur og söngur, en móðir hennar átti sjálf orgel og kenndi börnum sínum öllum orgelleik. Var hún organisti í sóknarkirkjunni og lagði kirkjunni einnig til orgelið sitt.
Þegar þess er gætt hve fáar voru menntaleiðir ungra stúlkna snemmaá öldinni er ljóst hve mikla alúð foreldrar Emelíu og hún sjálf lögðu viðað afla þeirrar menntunar sem tiltæk var. Hún stundaði nám í unglingaskólanum á Sauðárkróki og síðar á hinu merka menningarsetri, Kvennaskólanum á Blönduósi. Það er ljóstað þegar á æskuskeiði hefur Emelía verið ötul skörungskona, vinnusöm og umhyggjusöm. Mörg hafa verkin verið á höndum hennar, elztu systurinnar í hópnum á Eyvindarstöðum.
Hún hélt áfram menntunarvið leitni sinni og sótti ýmis námskeið þegar færi gafst, svo sem í vefnaði á Sauðárkróki. Er hún var komin á þrítugsaldur var hún í Reykjavík, vann fyrir sér fyrri hluta dags og lærði á námskeiðum á síðdögum og kvöldum.
Eftir slíkan vetur var hún á leið heim til sín norður. Samskipa henni var Sigfús Bergmann Hallbjarnar son, kaupfélagsstjóri í Flatey á Breiðafirði, röskum áratug eldri en hún. Skipti það engum togum að hugur hans varð fanginn af glæsileik og glaðværð þessarar ungu konu, söng hennar og hljóðfæraslætti. Sjálfur stjórnaði hann blönduðum kór í Flatey og var organisti í Flateyjarkirkju. Mun hann þegar hafa strengt þess heit, að hún og engin önnur skyldi verða konan hans. Hann steig af skipsfjöl í Flatey en hún hélt áfram norður til síns heima. Þau skrifuðust síðan á um skeið og niðurstaða þeirra bréfaskipta var stofnun hjónabands hinn 6. janúar 1928.
Heimili þeirra í Flatey varð um svifamikið, það leiddi af starfi Sigfúsar, búsetu og gestrisni þeirra beggja. Þeir sem komu af Barðaströndinni eða úr Breiðafjarðareyjum að verzla í Flatey þáðu mat og drykk á heimili Emelíu og var þá oftar en ekki margt um manninn.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1954 og keyptu húsnæði við Kambsveginn. Sigfús andaðist 1960.
Emelía var glæsileg kona að vallarsýn og sópaði að henni. Hún var hávaxin og bjartleit með mikið ljóst hár. Það gránaði lítið sem ekkert. Hún klæddist íslenzkum búningi, peysufötum og möttli, á tyllidögum. Yfir framkomu hennar og lífsviðhorfi öllu var rammíslenzk reisn. Allt víl var henni fjarri skapi. Hún taldi iðjuleysi jafngilda því að forsmá landsins gæði eða þann lífsbjargar grundvöll sem hverjum og einum bar að vinna úr.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Emelía Jónsdóttir Bergmann (1897-1988) Bentshúsi, Flatey
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.4.2018
Tungumál
- íslenska