Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Parallel form(s) of name

  • Elínborg Friðriksdóttir (1833-1918) Víðidalstungu
  • Elínborg Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu
  • Elínborg Friðriksdóttir Vídalín Víðidalstungu

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.8.1833 - 28.11.1918

History

Elínborg Friðriksdóttir 9. ágúst 1833 - 28. nóvember 1918 Tökubarn á Tindum, Búðardalssókn, Dal. 1835. Var í Hvalgröfum, Skarðssókn, Dal. 1845. Húsfreyja í Víðidalstungu. Nefnd Elínbjörg í manntalinu 1835.

Places

Búðardalur á Skarðsströnd; Tindar; Hvalgrafir; Víðidalstunga:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Arndís Pétursdóttir 28. apríl 1798 - 24. maí 1864 Var í Stafholti, Stafholtssókn, Mýr. 1801. Húsfreyja í Búðardal, Búðardalssókn, Dal. 1835. „Talin úrvalskona að mannkostum“, segir í Dalamönnum, og maður hennar 10.7.1824; Friðrik Eggertsson Eggerz 25. mars 1802 - 23. apríl 1894 Capellan í Búðardal, Búðardalssókn, Dal. 1835. Aðstoðarprestur í Skarðsþingi á Skarðsströnd 1826-1847 og prestur á sama stað 1859-1871. Bóndi á Ballará, Búðardal o.v. „Höfðinglegur í sjón, hraustmenni, söngmaður allgóður, en þótti heldur stirður til prédikana. Fróðleiksmaður; ritaði mikið um söguleg og þjóðleg efni“, segir í Dalamönnum.
Systkini hennar;
1) Sigþrúður Friðriksdóttir 18. mars 1830 - 17. október 1912 Var í Búðardal, Búðardalssókn, Dal. 1835. Var í Hvalgröfum, Skarðssókn, Dalasýslu 1845. Húsfreyja í Reykjavík 1870 og 1910. Maður hennar 5.6.1856; Jón Pétursson 16. janúar 1812 - 16. janúar 1896 Sýslumaður á Melum, Staðarsókn, Hún. 1845. Þingmaður og háyfirdómari í Reykjavík. „Sigldi 1835“, segir Espólín. „Ættfróður“ segir í Strand. Fyrri kona Jóns 15.7.1848; Jóhanna Soffía Bogadóttir 7. febrúar 1823 [7.9.1823] - 21. maí 1855 Var á Staðarfelli, Staðarfellssókn, Dal. 1835. Húsfreyja í Reykjavík. Þau voru foreldrar 1) Jóhönnu Soffíu (1855-1931) móður Péturs Zóphoníasaonar (1879-1946) ættfræðings, Sonur Péturs var Skarphéðinn (1918-1974) tengdafaðir Sigurðar Ágústssonar (1949) Blönduósi. 2) Páls (1886-1964) Búnaðarmálastjóra. Börn Sigþrúðar voru 1) Þóra (1858-1947) kona Jóns Magnússonar (1859-1926) fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins. 2) Friðrik Jónsson (1860-1938) kaupmaður faðir Sturlu Friðrikssonar (1922-2015) erfðafræðings, en hjá honum er eitt lengsta ef ekki lengsta bil á milli kynslóða í karllegg á Íslandi,meira en tvöfalt meðaltal, Pétur langafi hans í Miklabæ var fæddur 1754 eða 168 árum áður en Sturla fæddist.
2) Pétur Friðriksson Eggerz 11. apríl 1831 - 5. apríl 1892 Verslunarstjóri á Borðeyri og bóndi í Akureyjum. „Áhugasamur framkvæmdamaður, vel gefinn og vinsæll. Missti á bezta aldri annan fótinn vegna meinsemdar“, segir í Dalamönnum. Var í Búðardal 1835. Húseigari á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1860. Kaupmaður á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1870. Bóndi í Akureyjum, Skarðssókn, Dal. 1880. Bóndi á Tjarnargötu 6, Reykjavíkursókn, Gull. 1890.
M1 8.10.1854; Jakobína Pálsdóttir Melsteð 9. júlí 1831 - 26. september 1870 Var á Ketilstöðum, Vallanessókn, S-Múl. 1835. Var í Hjálmholti, Hraungerðissókn, Árn. 1845. Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1860. Húsfreyja þar og víðar. Fullt nafn: Jakobína Jóhanna Sigríður Pálsdóttir Melsteð.
M2 25.7.1874; Sigríður Guðmundsdóttir 30. maí 1848 - 10. júní 1926. Dóttir þeirra var Ragnhildur (1879-1963) nóðir Birgis Thorlacius (1913-2001), kona hans var Sigríður Thorlacius 13. nóvember 1913 - 29. júní 2009 Rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og útvarpskona í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands og Styrktarfélags vangefinna. Hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og Riddarakross Dannebrogs-orðunnar.
3) Guðrún Friðriksdóttir 12. apríl 1832 - 22. ágúst 1871 Var í Búðardal, Búðardalssókn, Dal. 1835. Húsfreyja Víðidalstungu 1855, í Innri-Fagradal, Stóraholtssókn, Dal. 1860 og 1870. Maður hennar; Rögnvaldur Magnúsen Sigmundsson 1811 - 13. ágúst 1871. Var í Akureyjum, Búðardalssókn, Dal. 1818. Bóndi í Innri-Fagradal í Saurbæ, Dal. frá 1837 til æviloka. Gullsmiður og hreppstjóri.

Fyrri maður Elínborgar 8.10.1853; Páll Friðrik Vídalín Jónsson 3.3.1827 - 20. október 1873 Stúdent í Víðidalstungu. Var á Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1835.
Seinni maður hennar 1.9.1881; Benedikt Kristjánsson 16. mars 1824 - 6. desember 1903 Útskrifaður úr prestaskólanum 1849. Aðstoðarprestur í Múla í Aðaldal 1851-57, prestur í Görðum á Akranesi 1857-58 og í Hvammi í Norðurárdal 1858-6. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1859-1860 og prófastur í Múla í Aðaldal 1871-89. Þingmaður og forseti sameinaðs Alþingis. Fyrri kona Benedikts Arnfríður Sigurðardóttir 8. nóvember 1829 - 1. apríl 1879 Prestfrú í Múla í Aðaldal, S-Þing. 1851-57, Görðum á Akranesi 1857-58, Hvammi í Norðurárdal 1858-61 og aftur í Múla 1861-79.
Dóttir Benedikts og Arnfríðar, stjúpdóttir Elínborgar;
1) Guðrún Emelía Benediktsdóttir 1. september 1855 - 26. janúar 1913 Húsfreyja í Múla, Aðaldal 1877-82 og á Seyðisfirði til 1886. Fór til Vesturheims 1886 frá Vestdalseyri, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Eignaðist 2 börn með manni sínumi eftir að til Vesturheims kom. Maður hennar; Sigfús Magnússon 19. mars 1845 - 31. október 1932 Hjá foreldrum í Garði, Ási í Fellum og síðan á Grenjaðarstað. Fór til vesturheims 1873 frá Grenjaðarstað, Helgastaðahreppi, S-Þing. Kom aftur til Íslands 1874. Bóndi í Múla í Aðaldal 1877-82, fluttist þá til Seyðisfjarðar. Fór til Vesturheims 1886 frá Vestdalseyri, Seyðisfjarðarhreppi, N-Múl. Dóttir þeirra Bergþóra Sigfúsdóttir (Berga) (1877), maður hennar; Indriði Benediktsson 1.10.1873 Var á Brenniborg, Víðimýrarsókn, Skag. 1880. Var á Skörðugili syðra, Glaumbæjarsókn, Skag. 1890. Bændur í Toppenish og Tavoma.
Börn Páls og Elínborgar;
1) Jón Friðrik Vídalín Pálsson 6. september 1857 - 20. ágúst 1907 Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Dvaldist ýmist á Íslandi eða í Kaupmannahöfn. Kaupmaður og ræðismaður. Barnlaus. K: Helga Brydes, dönsk.
2) Páll Vídalín Pálsson 15. júlí 1860 - 1907 Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Bóndi á Laxnesi í Mosfelllssveit. Var þar 1901. Kona hans; Rannveig Guðnadóttir Vídalín 29. desember 1868 Hjá foreldrum á Syðrafjalli, í Fótaskinni og á Jódísarstöðum í Aðaldælahreppi um 1868-81. Töku- og síðan léttastúlka í Múla í Aðaldal 1882-86. Húskona á Fornastöðum í Fnjóskadal 1887. Húsfreyja á Gröf, Garðasókn, Borg. 1890. Húsfreyja í Laxnesi, Lágafellssókn, Kjós. 1901.
3) Arndís Vídalín Pálsdóttir 1862 - 18. ágúst 1909 Var á meðgjöf í Reykjavík 1890.
4) Kristín Pálsdóttir Vídalín 10. febrúar 1864 - 6. maí 1943 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja í Garðastræti 39, Reykjavík 1930. Dótturbarn: Sigríður Eva Sætersmoen. Maður hennar; Jón Jakobsson 6. desember 1860 - 18. júní 1925 Bókavörður og þingmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Fósturdóttir Elínborgar og Benedikts
5) Guðrún Sigurlaug Þorgrímsdóttir 28. maí 1882 - 22. september 1927 Húskona á Lágafelli, Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja í Vestmannaeyjum.
5) Guðrún Sigurlaug Þorgrímsdóttir 28. maí 1882 - 22. september 1927 Húskona á Lágafelli, Vestmannaeyjasókn 1910. Húsfreyja í Vestmannaeyjum. Fyrrimaður hennar; Fyrri maður hennar, (skildu), var Jens Vilhelm Johan Edward Frederiksen bakarameistari, síðar verslunarmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1879, d. 18. september 1954. Hann var afkomandi sr. Jóns Austmanns að Ofanleiti. Móðir hans var Jóhanna dóttir Jóns beykis í Þorlaugargerði, Jónssonar prests Austmanns.
Síðari maður Guðrúnar (1911-1912, skildu) var Brynjólfur Sigfússon kaupmaður og tónlistarfrömuður, f. 1. mars 1885, d. 27. febrúar 1951. Guðrún var fyrri kona hans.
Þau voru barnlaus. http://www.heimaslod.is/index.php/Gu%C3%B0r%C3%BAn_S._%C3%9Eorgr%C3%ADmsd%C3%B3ttir

General context

Relationships area

Related entity

Jón Vídalín Pálsson (1857-1907) frá Víðidalstungu (6.9.1857 - 20.8.1907)

Identifier of related entity

HAH05543

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Vídalín Pálsson (1857-1907) frá Víðidalstungu

is the child of

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Dates of relationship

6.9.1857

Description of relationship

Related entity

Páll Vídalín (1827-1873) alþm Víðidalstungu (3.3..1827 - 20.10.1873)

Identifier of related entity

HAH07100

Category of relationship

family

Type of relationship

Páll Vídalín (1827-1873) alþm Víðidalstungu

is the spouse of

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Dates of relationship

8.10.1853

Description of relationship

Börn: 1) Jón Friðrik Vídalín Pálsson 6.9.1857 - 20.8.1907. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Dvaldist ýmist á Íslandi eða í Kaupmannahöfn. Kaupmaður og ræðismaður. Barnlaus. K: Helga Brydes, dönsk. 2) Páll Vídalín Pálsson 15.7.1860 - 1907. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1860. Bóndi á Laxnesi í Mosfelllssveit. Var þar 1901. 3) Arndís Vídalín Pálsdóttir 1862 - 18.8.1909. Var á meðgjöf í Reykjavík 1890. 4) Kristín Pálsdóttir Vídalín 10.2.1864 - 6.5.1943. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Ekkja í Garðastræti 39, Reykjavík 1930. Dótturbarn: Sigríður Eva Sætersmoen. Maður hennar 24.8.1895; Jón Jakobsson Jacobson 6.12.1860 - 18.6.1925. Bókavörður og þingmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. 5) Ragnheiður Sigþrúður Pálsdóttir 14.12.1866 - 17.5.1868. 6) Sigríður Pálsdóttir Vídalín 24.1.1872 - 21.1.1873.

Related entity

Helga Pálsdóttir Vídalín (1895-1918) Laxnesi í Kjós (10.7.1895 - 24.11.1918)

Identifier of related entity

HAH09534

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Pálsdóttir Vídalín (1895-1918) Laxnesi í Kjós

is the grandchild of

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Dates of relationship

10.7.1895

Description of relationship

föðuramma

Related entity

Bergþóra Sigfúsdóttir (1877-1957) (20.5.1877 - 29.8.1957)

Identifier of related entity

HAH02610

Category of relationship

family

Type of relationship

Bergþóra Sigfúsdóttir (1877-1957)

is the grandchild of

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Dates of relationship

1877

Description of relationship

Bergþóra var dóttir Guðrúnar E Benediktsdóttir (1855-1913) dóttur Benedikts seinni manns Elínborgar og Arnfríðar Sigurðardóttur (1829-1879) fyrri konu hans;

Related entity

Víðidalstunga í Víðidal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00625

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Víðidalstunga í Víðidal

is controlled by

Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918) Víðidalstungu

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03216

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 14.3.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places