Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Egill Gunnlaugsson (1936-2008) héraðsdýralæknir Hvammstanga
Hliðstæð nafnaform
- Egill Gunnlaugsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
29.9.1936 - 31.8.2008
Saga
Egill Gunnlaugsson 29. september 1936 - 31. ágúst 2008 Héraðsdýralæknir í V-Hún. Sinnti fjölmörgum félags-, trúnaðar- og stjórnarstörfum.
Útför Egils fór fram frá Hvammstangakirkju 8.9.2008 og hófst athöfnin kl. 15.
Jarðsett var í Kirkjuhvammskirkjugarði
Staðir
Bakkakot í Víðidal. Hvammstangi:
Réttindi
Egill tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1958. Lauk háskólaprófi í dýralækningum 1964 frá Tierarztliche Hochschule í Hannover í Þýskalandi.
Starfssvið
Á námsárum sínum vann hann ýmsa verkamannavinnu með námi til fjáröflunar, s.s. í sláturhúsi, ölgerðarhúsi, kornskemmum, sporvögnum, fiskvinnslu og á togurum. Aðstoðardýralæknisstörf í Vorsfelde í V-Þýskalandi des. 1963 og jan. 1964. Var settur héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýsluumdæmi frá 1. mars 1964 til 31. ágúst 1964. Héraðsdýralæknir í Vestur-Húnavatnssýslu frá 1. sept 1964 til 1. janúar 2007. Gegndi einnig störfum héraðsdýralæknis í Strandasýsluumdæmi til 1983 og síðar í viðlögum. Hefur einnig þjónað A-Húnavatnssýslu í afleysingum.
Egill var formaður skólanefndar Hvammstangahrepps 1972-1986, í byggingarnefnd grunnskólans á Hvammstanga 1982-1984. Sat í fræðsluráði Norðurlandsumdæmis vestra 1982-1986. Sat í heilbrigðisnefnd V-Hún. 1974-1994. Sat í heilbrigðisráði Norðurlandsumdæmis vestra 1989-1995. Sat í eignanefnd félagsheimilis á Hvammstanga 1978-1987. Sat í stjórn Tónlistarskóla V-Hún. 1972–1980. Sat í stjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á Hvammstanga 1987-2003. Trúnaðarmaður Dýraverndunarfélags Íslands. Sat í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra 1972-2003 (að einu kjörtímabili undanskildu). Endurskoðandi, síðar skoðunarmaður reikninga Hvammstangahrepps, síðar Húnaþings vestra frá 1970. Sat í stjórn Sparisjóðs V-Hún. 1987-1999. Formaður stjórnar Sparisjóðs Húnaþings og Stranda frá stofnun 1999. Einnig var hann í stjórnum ýmissa félaga í lengri eða skemmri tíma.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Anna Teitsdóttir 1. desember 1895 - 10. júlí 1978 Húsfreyja í Bakkakoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Bakka í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Auðunnarstöðum, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi og maður hennar; Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson 16. nóvember 1894 - 1. janúar 1970 Bóndi í Bakkakoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Bakka í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Auðunnarstöðum, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Fyrsta eiginkona Egils var Helga Jóna Ásbjarnardóttir sjúkraliði, f. 26. júlí 1943. Þau skildu 1974. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Ólafsson Jónsson málarameistari, f. 20. júlí 1901, d. 24. apríl 1967, og k.h. Jórunn Jónsdóttir matráðskona, f. 2. mars 1920, d. 12. maí 2006.
Börn þeirra:
1) Þórbergur lyfjafræðingur og MBA, f. 29. mars 1963. Maki Guðbjörg Halldórsdóttir skrifstofumaður, f. 26. mars 1969. Börn þeirra Hugrún, f. 1990, Ólafur Jóhann, f. 1992, og Ásdís Helga, f. 1994.
2) Jórunn Anna fraktmiðlari, f. 10. febr. 1965, búsett í Noregi. Fyrrverandi maki Róbert Rydland viðskiptafræðingur, f. 1. ágúst 1959. Börn þeirra Silje Marie Rydland, f. 1990, og Egill Rydland, f. 1995. Núverandi sambýlismaður Thomas Evegaard, f. 22. ágúst 1968.
3) Gunnlaugur búfræðingur og sölumaður, f. 19. maí 1971.
Önnur eiginkona Erla Bergmann Vignisdóttir, f. 24. sept. 1945, skildu 1991. Foreldrar hennar: Vignir Ársælsson sölumaður á Akureyri, f. 23. febr. 1924, d. 20. maí 1979, og Sigurásta Ásmundsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 11. mars 1912, d. 18. apríl 2003.
Fósturbörn Egils og börn Erlu Bergmann:
4) Ester Sigurásta Sigurðardóttir skrifstofumaður, f. 10. apríl 1964,
5) Jónína Kristín Arnarsdóttir, f. 7. júní 1967,
6) Pétur Ragnar Arnarsson vélstjóri og netagerðarmaður, f. 2. okt. 1968.
Eiginkona Egils er Elínborg Sigurgeirsdóttir tónmennta- og píanókennari, skólastjóri Tónlistarskóla V-Hún., f. 10. júlí 1951. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Karlsson búfræðingur, bóndi á Bjargi í Miðfirði, f. 29. mars 1908, d. 4. okt. 1976, og k.h. Anna Vilhelmína Axelsdóttir húsmóðir, f. 24. ágúst 1918.
Stjúpbörn Egils og börn Elínborgar:
7) Vigdís Gígja Ingimundardóttir nemi í Háskóla Íslands, f. 5. febr. 1977, maki Eyjólfur Snædal Aðalsteinsson myndlistarmaður, f. 22.10. 1975, dóttir Ylfa Ásgerður, f. 2006.
8) Daníel Geir Sigurðsson tónlistarkennari, f. 30. okt. 1984.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Egill Gunnlaugsson (1936-2008) héraðsdýralæknir Hvammstanga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Egill Gunnlaugsson (1936-2008) héraðsdýralæknir Hvammstanga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Egill Gunnlaugsson (1936-2008) héraðsdýralæknir Hvammstanga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Egill Gunnlaugsson (1936-2008) héraðsdýralæknir Hvammstanga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.3.2018
Tungumál
- íslenska