Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Hliðstæð nafnaform

  • Davía Jakobína Niclasen Guðmundsson (1910-1999)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

19.2.1910 - 17.1.1999

Saga

„Fjærst út í kvikasilfursbjarma hafauðnarinnar rís pínulítið, einmana, blágrýtt land. Borið saman við ógnarvíðáttu þessa hafs virðist svona klettótt landkríli naumast umfangsmeira en sandkorn á samkomuhúsgólfinu. Þannig hefst sagan um Snillingana glötuðu eftir Færeyinginn William Heinesen.
Davía Jakobína Niclasen var fædd í Færeyjum 19. febrúar 1910. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 17. janúar síðastliðinn.
Á Vífilstöðum kynntist hún manninum sem hún átti eftir að giftast, Einari Guðmundssyni, sem var starfsmaður á hælinu. Þau hófu búskap í Hafnarfirði í húsi við Reykjavíkurveg sem seinna varð verslun Geiru og Leifu. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, Guðmundur. Þau fengu síðar íbúð á Vífilsstöðum og þar fæddist Harry. Eftir giftingu var Davía heimavinnandi, eins og það heitir í dag, sinnti sínu heimili. Starf Einars var mjög erfitt og kom að því að þau hjónin ákváðu árið 1942 að flytja til Hólmavíkur þar sem honum bauðst vinna við að keyra vörubíl fyrir Kaupfélagið. Þar byggðu þau sér húsið Litla-Hvamm. Þau leigðu út frá sér hluta hússins og kom það sér vel fyrir Davíu að hafa fólk hjá sér í húsinu þar sem Einar var oft lengi í förum með flutninga. Það er erfitt að ímynda sér erfiðið sem fólst í vinnu þessara ára, vegir lélegir og bílar og aðrir farkostir all frumstæðir á okkar tíma mælikvarða.
Á Hólmavík fæddist dóttirin Herdís 18. júní 1943. Það var mikil gleði hjá Davíu að eignast dóttur og var samband þeirra mæðgna alla tíð mjög náið. Herdís hefur verið hennar stoð og stytta í gegnum árin og ekki síst eftir að hún var orðin ein og heilsan farin að bila. Ég vil fyrir hönd okkar hjónanna þakka Herdísi alla þá ræktarsemi og hlýju sem hún hefur sýnt móður sinni.

Til Blönduóss flyst svo fjölskyldan 1946. Á þessum árum var fátt um íbúðarhúsnæði á lausu, svo ekki var um annað að gera en að byggja. Hús þeirra reis á "bakkanum". Þetta var á þeim tíma sem engar götur höfðu verið lagðar og menn fengu bara lóðir og byrjuðu að byggja. Seinna fékk gatan þeirra heitið Árbraut og er það réttnefni því hún liggur við árbakkann norðanverðu við Blöndu. Húsið reis á skömmum tíma þótt erfitt væri að afla byggingarefnis. Tvær íbúðir voru í húsinu; í öðrum endanum bjuggu Einar og Davía með sín börn, en í hinum bjuggu fyrst Þorvaldur Þorláksson (Valdi í Vísi) og Jónína Jónsdóttir (Ninna) með sín börn og síðar Svavar Pálsson og kona hans Hallgerður Helgadóttir (Gerða) með sín börn, varð þeirra vinskapur góður. Ég minnist þess að eitt sinn er við vorum í heimsókn á Árbrautinni og gestir komu óvænt að þá var bankað á eldhúsgluggann. Þegar ég opnaði gluggann var rétt inn nýbökuð jólakaka. Mér er ekki grunlaust um að svona sendingar hafi verið gagnkvæmar.
Davía fluttist til Íslands 1928 og bjó þar síðan. Síðustu 42 árin var hún búsett á Blönduósi.
Útför Davíu fer fram frá Blönduóskirkju í dag 23. jan. 1999 og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Færeyjar: Vífilsstaðir 1928: Hafnarfjörður: Hólmavík 1942: Blönduós 1946:

Réttindi

Starfssvið

Hún var í Kvenfélaginu Vöku og var gerð að heiðursfélaga þess á 80 ára afmæli sínu. Í mörg ár söng hún í kirkjukórnum enda var hún mjög trúuð kona.

Lagaheimild

Nú heldur þú á haustsins stig
húmi slær á veginn.
Við vonum þó að vermi þig
vorsól hinumegin.
(Guðrún, Ágústína, Inga Dóra og Gréta.)

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Hansína Joensen 1.2.1882 og Johannes Nikodemus Niclasen 22.7.1879 - 21.7.1961. Systkinin voru sjö, sex systur og einn bróðir.
Systkini hennar;
1) Cecilie Fossheim f. 19.4.1908 - 6.9.2002, maður hennar; Nils Fossheim f. 18.9.1908 - 2.7.2000 Danmörku
2) Marsanna Niclasen f. 16.11.1911 - 24.10.1985, óg barnlaus, Færeyjum
3) Theana Follend f. 18.9.1913 - 26.8.2007, maður hennar; Jákub Follend f. 10.9.1904 - 9.5.1978 Færeyjum.
4) Dagny Richards f. 5.2.1915 - 24.6.1980, maður hennar; Ted Richards f. 2.1.1922 - 21.4.1994 Englandi.
5) Niclas Pauli Niclasen f. 10.7.1918 - 17.8.1963, kona hans; Mia Niclasen f. 7.4.1917 - 5.9.2015 Danmörku.
6) Ninna Abrahamsson f. 6.8.1921 - 6.12.2001, maður hennar; Ernst Vajhoj Abrahamsen f. 28.9.1921 - 14.12.2000 Danmörku.
Afkomendur Hansínu og Nikodemusar eru búsettir víða í Evrópu.
Hinn 16. nóvember 1931 giftist Davía Einari Guðmundssyni, f. í Grindavík 22. júní 1893, d. 19. ágúst 1970. Börn þeirra eru:
1) Guðmundur Sandberg, f. 23.5. 1933, d. 5.10. 1974. Fyrri kona Guðmundar var Þórdís Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Norðfirði, f. 11.4 1936, d. 10.9. 1960. Börn Guðmundar og Þórdísar eru: Stefanía Hrönn, f. 13.1. 1956, býr á Seltjarnarnesi, gift Friðriki Halldórssyni og er sonur þeirra Guðmundur Þór. Bryndís Bylgja, f. 4.5. 1959, býr í Danmörku, í sambúð með Kaj Klein. Þeirra sonur er Jógvan David Klein. Einar, f. 11.4. 1960, býr í Reykjavík. Seinni kona Guðmundar er Hrafnhildur Reynisdóttir frá Mjósyndi í Villingaholtshreppi, f. 17.10. 1943, býr í Reykjavík. Dóttir þeirra Þórdís, f. 24.6. 1967, býr í Reykjavík, gift Ágústi Einarssyni og eiga þau tvo syni, Einar og Stefán.
2) Jóhannes Harry, f. 26.5. 1936, búsettur í Garðabæ, giftur Kristínu Hólm frá Eskifirði, f. 16.6. 1940. Þeirra börn eru: Erling, f. 10.4. 1963, búsettur í Danmörku, kvæntur Sigríði Heimisdóttur og eiga þau börnin Birnu og Kristin. Davíð, f. 24.7. 1970, býr í Garðabæ. Kristín, f. 24.7. 1970 býr í Reykjavík, í sambúð með Hannesi Eðvarðssyni.
3) Herdís, f. 18.6. 1943, býr á Blönduósi, gift Jóhannesi Þórðarsyni frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Þeirra börn eru: Nökkvi, f. 4.10. 1964, búsettur á Höfn, kvæntur Írisi Gísladóttur og eiga þau börnin Yrsu Líf og Darra Snæ. Ari Knörr, f. 20.8. 1973, býr á Akureyri, í sambúð með Sæunni Jóhannesdóttur. Sveinbjörg Snekkja, f. 20.8. 1973, býr í Reykjavík, í sambúð með Hjalta Kristjánssyni og eiga þau soninn Almar Knörr.

Almennt samhengi

„Lífsbaráttan í litlu þorpi við upphaf aldarinnar hefir verið hörð. Algerlega undir duttlungum náttúruaflanna komin, hafið, forðakistan sem grundvallaði tilvist þessa litla samfélags gat á svipstundu reist hramminn í reiði sinni og svipt fjölskyldur fyrirvinnu og ástvinum. Gagnvart svo óvægnum öflum verða menn auðmjúkir, lífsafkoma er í höndum þess sem öllu ræður. Trú þessa fólks er sjálfsprottin vaxin af sögu og reynslu þjóðarinnar, jafn sjálfsögð og sólarupprás með nýjum degi. Þannig var trú ömmu minnar, svo sjálfsögð og án alls efa. Trúin á Guð var hennar andlegi brunnur“

Tengdar einingar

Tengd eining

Þórður Pálsson (1918-2004) Sauðanesi (25.12.1918 - 9.6.2004)

Identifier of related entity

HAH02175

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Færeyjar (um 800)

Identifier of related entity

HAH00264

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórðarhús Blönduósi (1898 -)

Identifier of related entity

HAH00143

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Herdís Einarsdóttir (1943) Bakka, Blönduósi (18.6.1943 -)

Identifier of related entity

HAH08369

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Herdís Einarsdóttir (1943) Bakka, Blönduósi

er barn

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Harry Einarsson (1936) Blönduósi (26.5.1936 -)

Identifier of related entity

HAH05447

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Harry Einarsson (1936) Blönduósi

er barn

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Einarsson (1933-1974) bifreiðastjóri Blönduósi (23.5.1933-5.10.1974)

Identifier of related entity

HAH03935

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Einarsson (1933-1974) bifreiðastjóri Blönduósi

er barn

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Guðmundsson (1893-1970) vélstjóri Sólbakka utan ár (22.6.1893 - 19.8.1970)

Identifier of related entity

HAH03107

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Einar Guðmundsson (1893-1970) vélstjóri Sólbakka utan ár

er maki

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

1931 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Knörr Jóhannesson (1973) Blönduósi (20.8.1973 -)

Identifier of related entity

HAH02460

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ari Knörr Jóhannesson (1973) Blönduósi

er barnabarn

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

1973 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár (Nóvember 1946 -)

Identifier of related entity

HAH00669

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár

er í eigu

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01166

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir