Fonds 2017/035 - Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Skjalasafn

Davía Guðmundsson ættartré Davía Guðmundsson ættartré Davía Guðmundsson ættartré (4) Davía Guðmundsson ættartré Davía Guðmundsson ættartré Davía Guðmundsson ættartré

Identity area

Reference code

IS HAH 2017/035

Title

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Skjalasafn

Date(s)

  • 2017 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Ættartré í einu umslagi 0,01 hillumetri.

Context area

Name of creator

(19.2.1910 - 17.1.1999)

Biographical history

„Fjærst út í kvikasilfursbjarma hafauðnarinnar rís pínulítið, einmana, blágrýtt land. Borið saman við ógnarvíðáttu þessa hafs virðist svona klettótt landkríli naumast umfangsmeira en sandkorn á samkomuhúsgólfinu. Þannig hefst sagan um Snillingana glötuðu eftir Færeyinginn William Heinesen.
Davía Jakobína Niclasen var fædd í Færeyjum 19. febrúar 1910. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 17. janúar síðastliðinn.
Á Vífilstöðum kynntist hún manninum sem hún átti eftir að giftast, Einari Guðmundssyni, sem var starfsmaður á hælinu. Þau hófu búskap í Hafnarfirði í húsi við Reykjavíkurveg sem seinna varð verslun Geiru og Leifu. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, Guðmundur. Þau fengu síðar íbúð á Vífilsstöðum og þar fæddist Harry. Eftir giftingu var Davía heimavinnandi, eins og það heitir í dag, sinnti sínu heimili. Starf Einars var mjög erfitt og kom að því að þau hjónin ákváðu árið 1942 að flytja til Hólmavíkur þar sem honum bauðst vinna við að keyra vörubíl fyrir Kaupfélagið. Þar byggðu þau sér húsið Litla-Hvamm. Þau leigðu út frá sér hluta hússins og kom það sér vel fyrir Davíu að hafa fólk hjá sér í húsinu þar sem Einar var oft lengi í förum með flutninga. Það er erfitt að ímynda sér erfiðið sem fólst í vinnu þessara ára, vegir lélegir og bílar og aðrir farkostir all frumstæðir á okkar tíma mælikvarða.
Á Hólmavík fæddist dóttirin Herdís 18. júní 1943. Það var mikil gleði hjá Davíu að eignast dóttur og var samband þeirra mæðgna alla tíð mjög náið. Herdís hefur verið hennar stoð og stytta í gegnum árin og ekki síst eftir að hún var orðin ein og heilsan farin að bila. Ég vil fyrir hönd okkar hjónanna þakka Herdísi alla þá ræktarsemi og hlýju sem hún hefur sýnt móður sinni.

Til Blönduóss flyst svo fjölskyldan 1946. Á þessum árum var fátt um íbúðarhúsnæði á lausu, svo ekki var um annað að gera en að byggja. Hús þeirra reis á "bakkanum". Þetta var á þeim tíma sem engar götur höfðu verið lagðar og menn fengu bara lóðir og byrjuðu að byggja. Seinna fékk gatan þeirra heitið Árbraut og er það réttnefni því hún liggur við árbakkann norðanverðu við Blöndu. Húsið reis á skömmum tíma þótt erfitt væri að afla byggingarefnis. Tvær íbúðir voru í húsinu; í öðrum endanum bjuggu Einar og Davía með sín börn, en í hinum bjuggu fyrst Þorvaldur Þorláksson (Valdi í Vísi) og Jónína Jónsdóttir (Ninna) með sín börn og síðar Svavar Pálsson og kona hans Hallgerður Helgadóttir (Gerða) með sín börn, varð þeirra vinskapur góður. Ég minnist þess að eitt sinn er við vorum í heimsókn á Árbrautinni og gestir komu óvænt að þá var bankað á eldhúsgluggann. Þegar ég opnaði gluggann var rétt inn nýbökuð jólakaka. Mér er ekki grunlaust um að svona sendingar hafi verið gagnkvæmar.
Davía fluttist til Íslands 1928 og bjó þar síðan. Síðustu 42 árin var hún búsett á Blönduósi.
Útför Davíu fer fram frá Blönduóskirkju í dag 23. jan. 1999 og hefst athöfnin klukkan 14.

Archival history

Herdís Einarsdóttir, dóttir Daviu afhenti safninu þann 31.8.2017

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Ættarskrá Daviu vegna ættarmóts 2017

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • English
  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Note

G-c-2

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SR

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

5.9.2017 frumskráning í atom, SR

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places