Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Búðardalur í Dalasýslu
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1899 -
Saga
Búðardalur er þorp í Dölum, við botn Hvammsfjarðar. Þorpið er nú hluti af sveitarfélaginu Dalabyggð og er stjórnsýslumiðstöð þess. Íbúar Búðardals voru 274 árið 2015.
Í Laxdælasögu er Búðardalur nefndur og sagt frá því að Höskuldur Dala-Kollsson lenti skipi sínu fyrir innan Laxárós þegar hann kom úr Noregsferð og hafði ambáttina Melkorku með sér: „Höskuldur lenti í Laxárósi, lætur þar bera farm af skipi sínu en setja upp skipið fyrir innan Laxá og gerir þar hróf að og sér þar tóftina sem hann lét gera hrófið. Þar tjaldaði hann búðir og er það kallaður Búðardalur. Síðan lét Höskuldur flytja heim viðinn og var það hægt því að eigi var löng leið.“
Verslun hófst í Búðardal árið 1899 er Bogi Sigurðsson, kaupmaður, byggði þar fyrsta húsið, sem var bæði íbúðar- og verslunarhús. Þetta hús var síðar flutt á Selfoss og stendur þar enn. Um aldamótin hóf Kaupfélag Hvammsfjarðar verslunarrekstur í Búðardal og var þar nær allsráðandi uns það varð gjaldþrota 1989.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Búðardalur er þjónustukjarni fyrir Dalina og þar er meðal annars mjólkurstöð, verslanir, bílaverkstæði, pósthús, apótek, banki og önnur þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn. Þar er Auðarskóli, sameinaður leik- og grunnskóli fyrir Dalabyggð, og dvalarheimilið Silfurtún. Sýslumaður Dalamanna hefur aðsetur í Stykkishólmi. Í Búðardal er heilsugæslustöð og læknar. Engin kirkja er í þorpinu en sóknarkirkjan er Hjarðarholtskirkja. Hins vegar er prestssetrið í Búðardal.
Eiríksstaðir, bóndabær Eiríks rauða, er ekki langt frá Búðardal. Þar bjó Eiríkur áður en hann fór til Grænlands. Skammt utan við þorpið eru Höskuldsstaðir, þar sem Höskuldur Dala-Kollsson bjó og einnig Hjarðarholt, þar sem Ólafur pái bjó. Hallgerður langbrók og Ólafur pái voru börn Höskuldar á Höskuldsstöðum. Á Eiríksstöðum er tilgátubær sem er opinn ferðamönnum.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
GPJ 18.2.2020. Innsetning og skráning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul