Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

Hliðstæð nafnaform

  • Bogi Ingiberg Þorsteinsson (1918-1998)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

2.8.1918 - 17.12.1998

Saga

Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist 2. ágúst 1918 í Ljárskógaseli í Hjarðarholtssókn. Hann lést að morgni 17. desember 1998 á Landspítalanum.
Útför Boga fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag 29. des. 1998 og hófst athöfnin klukkan 14. jarðsett verður í Innri-Njarðvíkurkirkjureit.

Staðir

Reykjavík. Keflavík.

Réttindi

Hann var í Reykholtsskóla 1933 til 1936, tók loftskeytapróf 1941. Réðst til flugmálastjórnar 1946, tók próf til flugumferðarstjórnar 1947, fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám 1951 til 1954, ásamt ýmsum námsferðum viðvíkjandi starfinu á árunum 1951 til 1957.

Starfssvið

Hann starfaði sem loftskeytamaður, þar á meðal á es. Dettifossi er honum var sökkt í febrúar 1945. var skipaður flugumferðarstjóri 1948 og yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli 1951 og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun í ágúst 1985. Bogi var einnig settur flugvallarstjóri 1955-­1956 og svo oftar í styttri tíma. Bogi var einhleypur og helgaði líf sitt margvíslegum félagsmálum: Hann var formaður ÍKF 1951 til 1969, formaður KKÍ 1961 til 1969, formaður UMFN 1970 til 1978, í stjórn Íþróttabandalags Suðurnesja 1952 til 1953, í stjórn FRÍ 1952 til 1954, í knattspyrnudómstól KSÍ 1956 til 1958 og fulltrúi KKÍ í ólympíunefnd um árabil, fararstjóri landsliðsins í körfuknattleik og sat í ótal nefndum. Að auki var Bogi formaður sjálfstæðisfélagsins Mjölnis á Keflavíkurflugvelli frá 1955 til 1961, einnig formaður sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings í tvö ár ásamt fréttaritarastarfi fyrir Morgunblaðið um árabil. Fyrir allt þetta ofangreint tók hann aldrei nein laun, en hlaut þess í stað ýmsar viðurkenningar, þar á meðal afmæliskross ÍSÍ, gullkross KKÍ, gullmerki frá KSÍ og Val ásamt Club-de-Luxembourgh, silfurmerki frá FRÍ og körfuknattleikssambandi Danmerkur. Árið 1994 hlaut hann svo Hina íslensku fálkaorðu. Bogi var heiðursfélagi hjá KKÍ, UMFN og Lionsklúbbi Njarðvíkur.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Boga voru Þorsteinn Gíslason, f. 25. 1873, d. 9.11. 1940. Bóndi í Ljárskógaseli og Þrándarkoti í Laxárdalshr., Dal. Fd. ekki getið í kirkjubók, einungis nóv. 1873 og Alvilda María Friðrika Bogadóttir, f. 11.3. 1886, d. 22.3. 1955.
Alsystkini Boga voru
1) Ragnar Þorsteinsson f. 28.2.1914 - 17.9.1999. Starfaði að kennslu á Ólafsfirði, Skagaströnd, Reykjum í Hrútafirði og víðar. Stundaði þýðingar. Gaf Þjóðarbókhlöðunni við opnun 1.228 Biblíur og Biblíuhluta á jafnmörgum tungumálum og mállýskum. Árið 1938 hóf Ragnar sambúð með Sigurlaugu Stefánsdóttur f. 25.9.1915 - 15.12.2000 frá Smyrlabergi í Austur-Húnavatnssýslu. Þau gengu í hjónaband 1965.
2) Ingveldur Þorsteinsdóttir f. 21.7.1915 - 4.2.2000. Húsfreyja í Hjarðarnesi og á Litlu-Vallá á Kjalarnesi. Síðar matráðskona á Vallá. Síðast bús. í Mosfellsbæ. Ingveldur hóf sambúð 1937 með Kristmanni Sturlaugssyni f. 26.3.1896 - 19.1.1978 Bóndi Reynikeldu og Hjarðarnesi Kjalarnesi.
3) Sigvaldi Gísli Þorsteinsson f. 26.12.1920 - 28.9.1998. Lögfræðingur, framkvæmdarstjóri Íslenska Vöruskiptafélagsins og aðstoðarframkvæmdarstjóri Verslunarráðs Íslands, síðast bús. í Reykjavík. Sigvaldi kvæntist 3. maí 1948 Ingibjörgu Halldórsdóttur f. 1.9.1929,
4) Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson f. 28.8.1923 - 22.2.1989. Síðast bús. í Mosfellsbæ.
5) Elís Gunnar Þorsteinsson f. 5.7.1929, býr í Kópavogi.
Hálfsystkini Boga voru
6) Magnús Skóg Rögnvaldsson f. 2.6.1908 - 9.9.1972 Búðardal. Kjördóttir: Elísabet Alvilda Magnúsdóttir, f. 1.6.1956. Faðir hans var Rögnvaldur Magnússon f. 21.4.1880 - 2.3.1910. Bóndi og Söðlasmiður á Neðri-Brunná, Saurbæjarhr., Dal.
7) Guðlaug Margrét Þorsteinsdóttir f. 22.2.1902 - 29.8.1988. Síðast bús. á Akureyri.

Bogi ólst ekki upp með systkinum sínum, hann ólst upp hjá afa sínum, Boga Sigurðssyni í Búðardal, og seinni konu hans, Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Kjalarlandi, og urðu þess vegna lítil tengsl við ættingjana.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Bogi Sigurðsson (1858-1930) Búðardal (8.3.1858 - 23.6.1930)

Identifier of related entity

HAH02923

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bogi Sigurðsson (1858-1930) Búðardal

er foreldri

Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Sigurðardóttir (1874-1970) Búðardal (6.3.1874 - 25.10.1970)

Identifier of related entity

HAH06225

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Sigurðardóttir (1874-1970) Búðardal

er foreldri

Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnar Þorsteinsson (1914-1999) kennari Reykjaskóla (28.2.1914 - 17.9.1999)

Identifier of related entity

HAH01857

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ragnar Þorsteinsson (1914-1999) kennari Reykjaskóla

er systkini

Bogi Þorsteinsson (1918-1998) flugumferðarstjóri Keflavíkurflugvelli

Dagsetning tengsla

1918 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01150

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
sjá Æviskrá samtíðarmanna.
mbl 29.12.1998. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/440087/?item_num=11&searchid=7126774f00c68e59aca6e1ee80e96118cb44ccba

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir