Bjarnastaðaskriður 8.10.1720

Identity area

Type of entity

Authorized form of name

Bjarnastaðaskriður 8.10.1720

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

History

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1720

Description of relationship

– Bjarnastaðir: …(1720) 8. Octobris, hálfum mánuði fyrir vetur, féll ógurleg grjótskriða úr fjallinu upp frá Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn þar inni, bóndann, konu hans og 4 aðra, og hljóp ofan í ána og stíflaði hana upp, svo eigi mátti hún fram koma. Náði skriðan allt suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af vellinum út frá bænum, og spillti mjög því, er eftir var. Varð af skriðu þessari og stíflan árinnar skaði mikill á jörðum í dalnum báðum megin allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo þær kynnu byggjast (Vallaannáll). …(1720) Féll undraverð skriða í Vatnsdal, og tók af bæinn Bjarnastaði, og þar inni 7 manneskjur, þar með hesta, naut og fé, sem nálægt bænum var um kveldið (10 okt.). Skriðan stíflaði upp Vatnsdalsá, og setti stór björg í farveg hennar. Reyndu menn að grafa farveg til árinnar, hvað eigi varð mögulegt; varð það úr henni stöðuvatn mikið. Sögðu þá allir jörðum sínum lausum, er fyrir neðan stífluna bjuggu. Vottaði og fyrir rifu í fjallinu, sem líkast til enn mundi falla fram (Mælifellsannáll). …(1720) Í þeim dal (Vatnsdal) millum 7. og 8. Aprilis hljóp skriða á bæ þann, er hét Bjarnastaðir, svo mikil, að áin stíflaðist upp og fólk flúði af næstu bæjum, fyrir það áin gekk svo hátt í hlíðar. Sex manneskjur dóu í bænum, sem skriðan tók, allmargt af fé og hestum og fólkið hulið undir skriðunni (Hrafnagilsannáll). …(1720) Um haustið 1720 féll sú mikla skriða í Vatnsdal vestur eður fjallhlaup, er burt tók bæinn að Bjarnastöðum ásamt húsum, túnum etc. Urðu þar undir 6 menn með bónda og húsfreyju. Af hverju skelfilega skriðuhlaupi að stífla settist í Vatnsdalsá, svo fyrir framan gjörðist eitt stórt flóð eður stöðuvatn, sem féll upp á tún og engjar sumra Þingeyrarjarða, hvar fyrir þær í eyði lögðust, og var afturfært klaustureftirgjaldið etc. um 30 eður 20 rixdali. - (önnur frásögn úr sama annál): Þá um haustið skeði það mikla skriðu- eður fjallhlaup í Vatnsdal in Octobri, að fjallið sprakk fram yfir bæinn á Bjarnastöðum í Vatnsdal, tók burt allt, er þar var kvikt, menn og málleysingja, hús og tún gjörvalt ásamt engi því, er nálægt var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyju. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eður flóð burt tók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur í því flóði fengist mikil silungsveiði (Sjávarborgarannáll). …(1720) Um haustið hin mesta væta; féllu víða stórar skriður, þó sérdeilis sú stóra skriða, sem aftók bæinn í Vatnsdal, sem Bjarnastaðir hét, næsti bær við Skíðastaði, sem aftók í hinni fyrri skriðunni, sem féll Anno 1545. Skriðan, sem aftók Bjarnastaði, féll þar ofan fjallið og tók af bæinn og dó þar allt fólkið, nema einn aðkomandi maður; var sagt, að hefði út litið um nóttina og til skriðunnar séð, og sem snarast í burt hlaupið eða riðið og komist svo undan. Smalinn kom ekki heldur heim um kveldið og lifði hann, en því, í bænum var, sást ekkert eftir af neitt; en sagt var, að einn svæfill eður þægindi hefði hinumegin í hlíðinni fundist. Skriða þessi féll yfir um dalinn og upp í hlíð hinu megin, stemmdist svo upp áin, og varð hið mesta vatn framarlega í dalnum fyrr en löngu síðar, þá hún sig einhversstaðar fram ræsti (Skriðufall þetta virðist hafa orðið nóttina milli 8. og 9. okt.). Fólkið þar í dalnum varð mjög óttaslegið, og lá við, sumt mundi úr dalnum flytja sig (Grímsstaðaannáll). …(1720) Um haustið þessa árs fellur ein hræðileg skriða norður í Vatnsdal yfir þann bæ Bjarnarstaði; hvar inni dóu 5 manneskju, líka hestar, kýr og fé; það klofnaði fjallið fyrir ofan og hljóp svo grjótið yfir um dalinn og áin stemmdist, inn til þess hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eptir, og af því hún tók nokkuð lítið að ræsa sig vorið eftir, og af því hún óx og varð sem stöðuvatn svo lengi meira og meira, lá við, menn gengi frá bæjum í dalnum (Hvammsannáll). …(1720) En nóttina eftir hinn 10da októbrís, hálfum mánuði fyrir vetur, féll grjótskriða ógurleg úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal, og tók af bæinn og 6 menn, var þar með bóndinn og kona hans, hljóp hún síðan í ána, og stíflaði hana, svo ei mátti framkomast, náði sú skriða suður til Márstaða, og tók þar nokkuð af velli, en spillti sumu, varð af henni, of svo stíflum þeim, er áin gjörði, mikill skaði á jörðum beggja vegna í Dalnum, allt fram að Hvammi og Kornsá, svo leiga féll stórum (Espólín). – Bjarnastaðir: …Hinn 8. október 1720 skapaðist stórt stöðuvatn í Vatnsdalnum, 14 faðmar á dýpt, og hafði það aldrei verið þar fyrr. Orsökin var sú, að skriða geysimikil hljóp úr fjallinu austan dalsins og yfir hann þveran. Stíflaðist þá rennsli Vatnsdalsár að mestu, en bærinn Bjarnastaðir eyddust, og fórust þar 6 menn. Vatnið kallast Vatnsdalsflóð, og hefur það að vísu minnkað allmikið síðan af aur og sandi, sem í það berst, en engu að síður hefur þetta valdið miklu tjóni í sveitinni (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir fóru í eyði 1720. Eyddust af skriðuhlaupi. Bjarni Halldórsson sýslumaður lét byggja Bjarnastaði aftur um 1753 (Ólafur Olavius, Ferðabók 1775–1777). – Bjarnastaðir: …Það bar nóttina milli 10. og 11. okt. (1720), hálfum mánuði fyrir vetur, að grjótskriða ógurleg hljóp úr fjalli uppundan Bjarnastöðum í Vatnsdal. Mátti svo að kveða að springi fram öll fjallshlíðin,, sem sjá má merki til. Tók hún bæinn allan og mestan eða allan hluta lands jarðarinnar, með 7 mönnum. Var þar með bóndinn, er Þorkell er nefndur og kona hans með 5 öðrum. Hún tók og hross og sauðfé er nærri var bænum og svo naut (þ.e. kýr). Hún stíflaði og Vatnsdalsá og fyllti farveg hennar grjóti og jarðbrotum, og vestanvert við ána eru grjóthaugar miklir, er mælt að séu leifar skriðunnar og kallast Vatnsdalshólar, er meiri eru líkindi þess, að leifar séum þeir annarar eldi skriðu, all–ógurlegrar og finnst í Árbók að fallið hafi 1545, eru hólar þeir svo margir og þétt saman, að trautt eða ekki má telja. Eftir það rann áin í flóa að ofan, en er nú stöðuvatn, síðan hún náði aftur farveg gegnum skriðuna, þar heita Skriðuvöð, og reyndu menn til að grafa hann. Þó mun vatnið, Vatnsdalsflóð eða Flóðið,sem kallað er vera miklu minna nú. Er það nú á dögum smámsaman að grynnast, að því er kunnugir menn segja, svo hólmar og sandeyrar koma upp úr því. Náði skriðan allt suður til Másstaða og tók þar nokkuð af velli, en út frá bænum spillti hún mjög. Varð af skriðu þessari og uppstíflan árinnar skaði mikill í dalnum báðum megin, allt fram að Hvammi og Kornsá, að þær færðust mjög úr vanaleigu, svo byggðar yrðu. Voru það sumir ábúendur þeirra, er vildu segja þeim lausum (Úr Húnvetningasögu Gísla Konráðssonar, Rósberg G. Snædal, Hrakfallabálkur, 1969). – Bjarnastaðir: ...Skriðurani liggur austur frá meginhólunum og framan hans er Flóðið, allstórt vatn, en grunnt. Flóðið myndaðist við skriðuhlaup það úr Vatnsdalsfjalli, og kennt hefir verið við Bjarnastaði (8.–9. okt. 1720). Tók þá af bæinn á Bjarnastöðum og heimilisfólkið fórst. Jafnframt stíflaðist áin og hin miklu og fögru engjalönd, þar sem nú er Flóðið hurfu í vatn. Sagt er að Flóðið hafi í upphafi náð fram að Kornsá. Áin braut sér svo farveg, þar sem nú heitir Skriðuvað (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Bjarnastaðir: …Bjarnastaðir eru gamalt góðbýli, metið til 40 hdr. 1713, en við skriðuna 1720 fór engi undir vatn, tún og beitiland spilltist, og jörðin fór í eyði um tíma. Enn er skriðuhætt þar (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978). – Bjarnastaðir: …Önnur skriða féll 1720 litlu sunnar en Skíðastaðaskriða. Kallast hún Bjarnastaðaskriða. …Skriðan féll 8. eða 9. dag októbermánaðar. Hún fór yfir bæinn á Bjarnastöðum og drap sex menn og eitthvað af skepnum. …Niður af Sandfelli er Vörðufell, leirgulur kambur (úr líparíti). Þar átti Bjarnastaðaskriða upptök sín. …og eru upptök skriðunnar vestan í því. Norðan við fellið (og skriðuna) er allmikið gil, sem nú kallast Hrygglækur, en var fyrrum kallað Bæjargil, enda stóð bærinn þá norðar með fjallinu. Hygg ég. Að þar sé hinn forni Mógilslækur, sem takmarkaði landnám Jörundar háls að norðan. …Af Flathól er auðvelt að greina skriðufarið í hlíðinni úr Vörðufelli og niður að Skriðuvaði. Það er ljósleitara og móleitara en Skíðastaðaskriða, þótt skammt sé á milli. …hún (skriðan) bar stórgrýti og aur ofan í farveg Vatnsdalsár, þar sem áður hét Hólavað, og hækkaði árbotninn, svo að stórt lón myndaðist í utanverðum Vatnsdal. Kallast það Flóðið, en vaðið á ánni heitir síðan Skriðuvað. …Áður en Bjarnastaðaskriða féll og Flóðið myndaðist, lítur út fyrir að dalbotninn hafi verið votlent en grösugt engjaland, sem Vatnsdalsá liðaðist um. Þar hafa verið smávötn og tjarnir. Hólatjörn kallast enn undan túninu í Vatnsdalshólum. Þótt hún sé horfin í Flóðið. Fyrrum var silungsveiði frá Breiðabólstað í Kórtjörn og Breiðabólstaðartjörn, en þær hafa farið í Flóðið (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Bjarnastaðaskriður 8.10.1720

Dates of relationship

8.10.1720

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places