Árni Árnason (1888-1971) Stóra-Vatnsskarði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Árni Árnason (1888-1971) Stóra-Vatnsskarði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.9.1888 - 5.8.1971

Saga

Bóndi í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Hann fæddist í Borgarey í Hólmi 5. september 1888 sonur hjónanna Árna Jónssonar snikkara ættuðum úr Vopnafirði og Guðrúnar Þorvaldsdóttur frá Framnesi i Blönduhlíð. Árni átti ekki því láni að fagna, að alast upp með föður slnum, því hann var látinn áður en sonurinn fæddist. Árni ólst því upp með móður sinni og seinni manni hennar, Pétri Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti.
Árni fluttist með Pétri og Guðrúnu að Stóra Vatnsskarði árið 1899 og átti þar heima alla ævi eftir það. Nokkru eftir að þau fluttust að Stóra-Vatnsskarði tóku þau Guðrún og Pétur í fóstur litla stúlku tveggja sólarhringa gamla, Guðrúnu Ingibjörgu Nikódemusdóttur, en hún andaðist á þrettánda aldursári árið 1923 og varð mikil eftirsjá fósturforeldrum og fóstursystrunum, sem öll unnu henni mjög, og þegar Árni eignaðist síðar dóttur lét hann hana heita í höfuðið á henni, annað kom ekki til greina. Eftir lát þeirra Péturs og Guðrúnar, en þau létust, hann árið 1923, hún árið 1924, tók við búinu elzti bróðirinn, Þorvaldur, en hann andaðist einnig á árinu 1924 og tóku þá við búi á jörðinni bræðurnir Árni og Benedikt og bjuggu þar í tvíbýli til ársins 1964 að Benedikt andaðist. Árni var þá búinn að missa heilsuna að mestu og lét einnig af búskap.

Staðir

Borgarey í Hólm: Vatnsskarð. Stóra-Vatnsskarð.

Réttindi

Starfssvið

Bóndi.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

sonur hjónanna Árna Jónssonar snikkara ættuðum úr Vopnafirði, f. 12. nóvember 1839 - 21. mars 1888. Bóndi og snikkari í Borgarey í Vallhólmi og á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. „Var bezti trésmiður“, segir Einar prófastur og Guðrúnar Þorvaldsdóttur frá Framnesi i Blönduhlíð Guðrún Þorvaldsdóttir f. 16. september 1855 - 31. janúar 1924 frá Framnesi í Blönduhlíð. Húsfreyja í Borgarey í Vallhólmi, Skag. Húsfreyja í Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Árni átti ekki því láni að fagna, að alast upp með föður slnum, því hann var látinn áður en sonurinn fæddist. Árni ólst því upp með móður sinni og seinni manni hennar, Pétri Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti, f. 19. júlí 1862. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag.

Alsystkinin voru þrjú,
1) Ingibjörg Árnadóttir f. 17. september 1883 - 1. ágúst 1979. Ráðskona í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Jón Árnason f. 17. nóvember 1885 - 1. janúar 1977. Framkvæmdastjóri á Laufásvegi 71, Reykjavík 1930. Kennari, bankastjóri og framkvæmdastjóri. Síðast bús. í Reykjavík
3) Árni f. 5. september 1888 - 5. ágúst 1971. Bóndi í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi.
og hálfsystkini fjögur, börn Péturs,
4) Þorvaldur Pétursson f. 11. júní 1890 - 11. maí 1924 Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Lést úr lungnabólgu. Ókvæntur og barnlaus.
5) Benedikt Pétursson f. 12. nóvember 1892 - 11. september 1964. Bóndi á Sauðárkróki 1930. Heimili: Stóra-Vatnsskarð, Skagafirði. Bóndi á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag.
6) Gunnar Ingvar Pétursson f. 28. mars 1894 - 1. desember 1894
7) Kristín Ingunn Pétursdóttir f. 12. október 1895 - 11. september 1982. Ráðskona í Vatnsskarði, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Húsfrú á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Ógift og barnlaus.

Árið 1931 kvæntist Árni Sólveigu Einarsdóttur f. 11. ágúst 1904 - 9. september 1957. Foreldrar hennar var Einar Jónsson f. 24. desember 1868 - 26. febrúar 1922 Bóndi á Varmalandi í Sæmundarhlíð, Skag. og Rósa María Gísladóttir f 8. júní 1869 - 7. maí 1962. Húsfreyja á Varmalandi, í Krossanesi í Vallhólmi, Skag. 1930.
Systkini Sólveigar voru:
1) Jón Gíslason f. 10. ágúst 1891 - 2. maí 1971 Var í Varmalandi í Sæmundarhlíð, Skag. 1901. Húsmaður í Krossanesi í Vallhólmi, Skag. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
2) Gunnar Einarsson f. 18. október 1901 - 30. apríl 1959. Kennari á Fossi, Hvammssókn, Skag. 1930. Heimili: Sauðárkrókur. Bóndi, kennari og skáld á Bergskála, Skefilstaðahr., Skag.
3) Jakob Jóhannes Einarsson f. 9. janúar 1902 - 18. júlí 1987. Bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð, Skag. Síðast bús. í Staðarhr.
4) Sveinfríður María Einarsdóttir f. 8.11.1907.

Árni og Sólveig eignuðust tvö börn,
1) Þorvaldur Árnason f. 29. mars 1931 - 14. janúar 1996. Bóndi á Vatnsskarði á Skörðum, Skag. Bifreiðastjóri.
2) Guðrún Ingibjörg Árnadóttir f. 15.5.1937.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Jensdóttir (1896-1965) Hallormsstað (5.3.1896 - 7.12.1965)

Identifier of related entity

HAH04428

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakob Einarsson (1902-1987) Bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð (9.1.1902 - 18.7.1987)

Identifier of related entity

HAH05225

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Árnason (1885-1977) bankastjóri (17.11.1885 - 1.1.1977)

Identifier of related entity

HAH05504

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Árnason (1885-1977) bankastjóri

er systkini

Árni Árnason (1888-1971) Stóra-Vatnsskarði

Dagsetning tengsla

1885

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01064

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir