Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
- Ari Jósefsson (1939-1964)
- Ari Jóhannes Jósefsson skáld
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
28.8.1939 - 18.6.1964
Saga
Ari Jóhannes Jósefsson 28. ágúst 1939 - 18. júní 1964. Skáld. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Drukknaði. Hann fór til Reykjavíkur eftir að hafa hætt í MA, þar sem hann varð fljótlega áberandi í hópi ungu skáldanna. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum í tvö ár, hélt svo til Rúmeníu til að læra rómönsk fræði og var á heimleið þaðan þegar hann féll fyrir borð á Gullfossi og drukknaði, þann 18. júní 1964.
Um brostinn streng
er skyldi skærast hljóma
um skugga er bar
á vornótt svona heiða
lognaldan þylur fregn við fjörusand.
Feiknstöfum rituð
eru örlög manna
alinn við mold og steina
hafdjúp gistir
einn er hver sér þótt sýnist fleiri í för.
Fjallkonan beið þín
hreina hjartaprúða
með hvítan kollinn
nýja rós á barmi var seiður hafsins þyngri þessa nótt?
Hví fórstu Ari
í faðminn Ránar kalda?
Fagnað þér skyldi
er stigir þú á grundu.
Það er ei öllum unnt að komast heim.
H.B.B.
Mikils er vant — en með í för
munu augu þín dul og snör
þar sem baráttan brýnust er;
bera megi hún svip af þér —
gustur sem úngur ör og hlýr
inní þykknið af bragði snýr
kliðar saungva í regnsins raust
ryður brautina hlífðarlaust
unz í myrkviðnum mannsins vé:
moldin bakvið hin dauðu tré
finnur í vexti frjómögn sín —
félagi, slík er minníng þín.
Þorsteinn frá Hamri.
Staðir
Bala Blönduósi: Reykjavík:
Réttindi
Hann fór í Menntaskólann á Akureyri en hætti þar. Veturinn 1959-60 dvaldist hann í Barcelona en las eftir það utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan stúdent 1961. Hann stundaði nám í íslenskum fræðum í tvö ár, hélt svo til Rúmeníu til að læra rómönsk fræði
Starfssvið
Skáld
Lagaheimild
Hann gaf meðal annars út tímaritið Forspil með Degi Sigurðarsyni og fleirum árið 1958. 1961 kom út ljóðabókin Nei.
Trúarjátning
Ég trúi á moldina
og son hennar manninn
fæddan af skauti konunnar sem er píndur á okkar dögum
krossfestur drepinn og grafinn
en mun rísa upp á morgun og krefjast réttar síns til brauðsins
ég trúi á anda rétttlætisins samfélag mannanna
og friðsælt líf
Ari Jósefsson.
Einum teygi taka út
„tékka“ veig á svörtum.
Aldrei geigi sumbli og sút
á sumardegi björtum.
Ari Jósefsson.
Lengi höfðum við leitað að orðum
látið þau svífa í bláum ljósi
uns þau sprungu eins og sápukúlur.
Ari Jósefsson.
Innri uppbygging/ættfræði
Ari Jóhannes Jósefsson 28. ágúst 1939 - 18. júní 1964. Skáld. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Drukknaði.
Foreldrar hans: Jósef Jón Indriðason f. 26. júlí 1904 Litlu Ásgeirsá, d. 27. júní 1991, sjá Baldurshaga, Bala 1957. Maki (sambýlisk); Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. sept. 1913 Hringveri, d. 14. nóv. 2005.
Systkini hans:
1) Stefán Reynir Jósefsson 11. september 1932 - 26. júlí 2015 Bala Blönduósi.
2) Milly Jóna Jósepsdóttir Coward 1. ágúst 1934 - 15. apríl 1999. Síðast bús. í Bandaríkjunum. M: William Coward, f. 13.4.1928.
3) Kristjana Gréta Jósefsdóttir 1. nóvember 1935. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
4) Guðmundur Sverrir Jósefsson 18. nóvember 1940. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
5) Brynja Sigrún Jósefsdóttir 16. júní 1948. Var á Bala í Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Unnusta hans var Sólveig Hauksdóttir f. 25. júní 1943
Barn þeirra;
1) Haukur Arason 28. janúar 1962
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Ari Jóhannes Jósefsson (1939-1964) skáld frá Bala á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 24.10.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði