Vilhelm Anton Sveinbjörnsson (1915-1991) Dalvík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson (1915-1991) Dalvík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.2.1915 - 1.12.1991

Saga

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Vilhelm Anton var fæddur 3. febrúar 1915 í Ytra-Holtsbúð hér á Dalvík sem var ein af síðustu sjóbúðum fyrri tíma, sem enn var búið í á Dalvík. Hann var af svarfdælskum ættum kominn, sonur hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur Árnasonar bónda og sjómanns á Hamri og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar Jónssonar bónda í Brekkukoti í Svarfaðardal. Ingibjörg og Sveinbjörn settu saman bú í Holtsbúð og bjuggu þar til ársins 1916 er þau fluttu í nýbyggt steinhús sitt er þau nefndu Sólgarða, en oftast kallað Sveinbjarnarhús.
Árið 1957 þegar þau Steinunn og Steingrímur byggðu upp á Vegamótum flutti öll fjölskyldan úr Sólgörðum í Vegamót. Þar átti Vilhelm ætíð heima eftir það í góðri umönnun systur sinnar en þar á milli var afar kært og náið samband.

Dáinn að morgni 1. desember 1991 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför Vilhelms A. Sveinbjörnssonar var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. desember 1991.

Staðir

Réttindi

Þegar Vilhelm var 18 ára fór hann í Alþýðuskólann að Laugum og var þar í tvo vetur, 1933-1935.

Starfssvið

Þeir feðgar voru mjög samrýndir og starfaði Vilhelm alla tíð með föður sínum að útgerðinni. Vilhelm var talinn góður fiskvinnslumaður, snar í snúningum og lipur verkmaður. Eftir að útgerð þeirra feðga lauk stundaði Vilhelm fiskvinnslu á eigin vegum um áraraðir og má því segja að það hafi verið hans ævistarf. Um 1940 eignaðist hann sína fyrstu vörubifreið og jafnhliða fiskvinnunni stundaði hann vörubílaakstur, einmitt á þeim árum, sem vegir voru erfiðir yfirferðar. Var Vilhelm þekktur af mörgum djörfum ferðum, sem hann fór, því til Villa var oft leitað, þegar mikið lá við og var hann gjarnan fús að liðsinna þeim er eftir leituðu.

Lagaheimild

Í félagsmálum starfaði Vilhelm mikið á sínum yngri árum. Fyrst má telja Ungmennafélag Svarfdæla, sem hann var í og vann mikið að mörgum góðum málum. Þá var hann mikilvirkur félagi í Slysavarnadeild karla á Dalvík og starfaði þar af lífi og sál eins og svo mörg ungmenni á þeim árum. Á upphafsárum Lionsklúbbs Dalvíkur gekk Vilhelm í klúbbinn og starfaði þar til dauðadags. Þar átti hann margar ánægjustundir meðal félaga sinna enda talinn afar traustur og góður liðsmaður á þeim vettvangi.

Innri uppbygging/ættfræði

Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Foreldrar hans; Sveinbjörn Tryggvi Jóhannsson 15. nóv. 1888 - 19. apríl 1977. Var í Brekkukoti, Tjarnarsókn, Eyj. 1890. Útgerðarmaður á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík og lpna hans Ingibjörg Antonsdóttir 17.7.1884 - 11.10.1949. Var á Hamri, Vallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Dalvík 1930.

Vilhelm átti eina systur,
1) Steinunn Sveinbjörnsdóttir 12.5.1917 - 17.1.2005. Var á Dalvík 1930. Húsfreyja, skrifstofumaður og starfsmaður Héraðsskjalasafns Svarfdæla á Dalvík. Síðast bús. á Dalvík.
Var Steingrími Þorsteinssyni fyrrverandi kennara með meiru.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1933 - 1935

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dalvík

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1915 - 1991

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08790

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 8.8.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir