Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Vilhelm Anton Sveinbjörnsson (1915-1991) Dalvík
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
3.2.1915 - 1.12.1991
History
Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Vilhelm Anton var fæddur 3. febrúar 1915 í Ytra-Holtsbúð hér á Dalvík sem var ein af síðustu sjóbúðum fyrri tíma, sem enn var búið í á Dalvík. Hann var af svarfdælskum ættum kominn, sonur hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur Árnasonar bónda og sjómanns á Hamri og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar Jónssonar bónda í Brekkukoti í Svarfaðardal. Ingibjörg og Sveinbjörn settu saman bú í Holtsbúð og bjuggu þar til ársins 1916 er þau fluttu í nýbyggt steinhús sitt er þau nefndu Sólgarða, en oftast kallað Sveinbjarnarhús.
Árið 1957 þegar þau Steinunn og Steingrímur byggðu upp á Vegamótum flutti öll fjölskyldan úr Sólgörðum í Vegamót. Þar átti Vilhelm ætíð heima eftir það í góðri umönnun systur sinnar en þar á milli var afar kært og náið samband.
Dáinn að morgni 1. desember 1991 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför Vilhelms A. Sveinbjörnssonar var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. desember 1991.
Places
Legal status
Þegar Vilhelm var 18 ára fór hann í Alþýðuskólann að Laugum og var þar í tvo vetur, 1933-1935.
Functions, occupations and activities
Þeir feðgar voru mjög samrýndir og starfaði Vilhelm alla tíð með föður sínum að útgerðinni. Vilhelm var talinn góður fiskvinnslumaður, snar í snúningum og lipur verkmaður. Eftir að útgerð þeirra feðga lauk stundaði Vilhelm fiskvinnslu á eigin vegum um áraraðir og má því segja að það hafi verið hans ævistarf. Um 1940 eignaðist hann sína fyrstu vörubifreið og jafnhliða fiskvinnunni stundaði hann vörubílaakstur, einmitt á þeim árum, sem vegir voru erfiðir yfirferðar. Var Vilhelm þekktur af mörgum djörfum ferðum, sem hann fór, því til Villa var oft leitað, þegar mikið lá við og var hann gjarnan fús að liðsinna þeim er eftir leituðu.
Mandates/sources of authority
Í félagsmálum starfaði Vilhelm mikið á sínum yngri árum. Fyrst má telja Ungmennafélag Svarfdæla, sem hann var í og vann mikið að mörgum góðum málum. Þá var hann mikilvirkur félagi í Slysavarnadeild karla á Dalvík og starfaði þar af lífi og sál eins og svo mörg ungmenni á þeim árum. Á upphafsárum Lionsklúbbs Dalvíkur gekk Vilhelm í klúbbinn og starfaði þar til dauðadags. Þar átti hann margar ánægjustundir meðal félaga sinna enda talinn afar traustur og góður liðsmaður á þeim vettvangi.
Internal structures/genealogy
Vilhelm Anton Sveinbjörnsson 3.2.1915 - 1.12.1991. Var á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík. Villi á Vegamótum.
Foreldrar hans; Sveinbjörn Tryggvi Jóhannsson 15. nóv. 1888 - 19. apríl 1977. Var í Brekkukoti, Tjarnarsókn, Eyj. 1890. Útgerðarmaður á Dalvík 1930. Síðast bús. á Dalvík og lpna hans Ingibjörg Antonsdóttir 17.7.1884 - 11.10.1949. Var á Hamri, Vallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Dalvík 1930.
Vilhelm átti eina systur,
1) Steinunn Sveinbjörnsdóttir 12.5.1917 - 17.1.2005. Var á Dalvík 1930. Húsfreyja, skrifstofumaður og starfsmaður Héraðsskjalasafns Svarfdæla á Dalvík. Síðast bús. á Dalvík.
Var Steingrími Þorsteinssyni fyrrverandi kennara með meiru.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 8.8.2021
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 8.8.2021
Íslendingabók
Mbl. 13.12.1991. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/79382/?item_num=0&searchid=dfa0d1e68255e7c8889672aebfb1ae01bc6bfe62