Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valgerður Jónatansdóttir (1926-1995) Gautsdal
Hliðstæð nafnaform
- Elín Valgerður Jónatansdóttir (1926-1995) Gautsdal
- Elín Valgerður Jónatansdóttir Gautsdal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.6.1926 - 20.10.1995
Saga
Elín Valgerður Jónatansdóttir fæddist og ólst upp í Súðavík. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Álftafirði og Jónatan Sigurðsson frá Furufírði á Ströndum.
Elín Valgerður var jarðsungin frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugardaginn 28. október. 1995
Staðir
Réttindi
Húsmæðraskólinn á Ísafirð
Starfssvið
Hún stundaði fiskvinnu á heimaslóðum og sat yfir ám inni í Álftafirði og hún náði sér í lífsreynslu víðar, svo sem í síld á Siglufírði og í vistum í bæ og sveit, m.a. í Reykjavík og Hveragerði.
Valgerður réðst 25 ára gömul sem kaupakona í Gautsdal til hjónanna Haraldar Eyjólfssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Sigurjón Jónatan Sigurðsson 8. okt. 1892 - 8. maí 1978. Sjómaður í Súðavík 1930. Sjómaður í Súðavík. Síðast bús. í Súðavíkurhreppi og kona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir 28. nóv. 1891 - 1. jan. 1975. Húsfreyja í Súðavík 1930. Síðast bús. í Súðavíkurhreppi.
Systkini Valgerðar;
1) Kristján Jón Jónatansson 25. feb. 1921 - 17. des. 2009. Var í Súðavík 1930.
2) Kristjana Magnea Jónatansdóttir, f. 23. des. 1927 - 24. jan. 2019. Húsfreyja og fiskverkakona í Súðavík. Var í Súðavík 1930.
3) Steinunn María Jónatansdóttir, f. 30.4. 1931, d. 16.2. 1990. Síðast bús. í Súðavíkurhreppi.
Maður Valgerðar 1952; Jón Ragnar Haraldsson 11. jan. 1924. Var á Gautsdal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Börn þeirra;
1) Kristín Sigríður Jónsdóttir 17. júlí 1952 maður hennar; Gísli Garðarsson 16. febrúar 1952 sláturhússtjóri á Blönduósi.
2) Gauti Jónsson 14. janúar 1955 Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi Hvammi í Langadal. Kona hans; Rannveig Runólfsdóttir 10. desember 1958 Hvammi Langadal.
Almennt samhengi
Valgerður var 44 ár í Gautsdal. Það voru ár sveitasælu, þeirrar sælu, sem felur í sér hamingju, gleði, fegurð og blómlegt mannlíf, en jafnframt svita, tár og einangrun. Framan af var mannmargt í Gautsdal þar sem tvær og þrjár kynslóðir bjuggu saman. Einnig var talsverð umferð um Laxárdalinn, gangnamenn hýstir og börn í sveit. Valgerður var trúföst húsmóðir og vék lítið af bæ. Þó gaf hún sér tíma til að leggja lið í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps en annars fór hún lítið burt frá skyldustörfunum heima, utan heimsókna vestur á æskuslóðir og nauðsynleg erindi í höfuðborginni og þá helst er heilsan bilaði. Öllum sem kynntust Valgerði þótti vænt um hana. Hún átti hlýtt og glatt viðmót og gerði sér far um að láta öllum í kringum sig líða vel. Hún var málsvari barnanna og henni var eðlislægt að sýna þeim bæði virðingu og umhyggju. Þess nutu börnin hennar, mörg sumarbörn, gestkomandi börn og þá ekki síst barnabörnin. Árin liðu og lífið tók á sig breytta mynd og einmanalegri. Þægindin jukust að vísu með árunum. Fyrst kom olíukyndingin og leysti af hólmi kolaeldavélina og árið 1985 varð bylting þegar rafmagnið náði inn í Gautsdal og olíulampatímanum lauk. Þá voru þau Valgerður og Jón aðeins tvö eftir í bænum og aldurinn að færastyfir. Vegarspottinn niður á þjóðveg er að vísu aðeins 4 km en sjaldnast greiðfær að vetrinum og enginn var bíllinn í Gautsdal og ekkert sjónvarp nær þangað. Er heilsan tók að bila, reyndi verulega á andlegan styrk sem Valgerður átti dágóðan skammt af. Hún fann fyrir vanmætti en veitti samt öðrum styrk. Skyndilega lauk svo lífsstríðinu. Valgerður lagði sig þreytt til hvíldar heima í rúminu sínu eftir hádegið og sofnaði síðasta sinni.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Valgerður Jónatansdóttir (1926-1995) Gautsdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 10.8.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1996), Blaðsíða 174. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6352029
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1315964/?item_num=0&searchid=62df2d618546c5958a67568d90841280096f341e