Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valgerður Einarsdóttir (1901-1988)
Hliðstæð nafnaform
- Valgerður Einarsdóttir (1901-1988) Kalmanstungu
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.11.1901 - 27.2.1988
Saga
Ævi hennar var í mörgu óvenjuleg. Hún ólst upp sem prestsdóttir, lengst af í Reykholti í Borgarfirði. Það voru margar frásagnirnar, sem hún sagði frá um gamladaga sem maður mun aldrei gleyma.
En hún hafði líka lífsreglur sem fólk nú til dags hefur ekki kynnst. Þetta voru lífsreglur þeirrar kynslóðar sem braust framúr fátækt fyrri alda, til þeirrar velmegunar sem nú ríkir. Í þessum lífsreglum fólst að gera kröfur til sjálfs sín, frekar en annarra. Ótakmörkuð iðjusemi, þar sem ekki þótti hægt að láta eina stund ónotaða til einhverra verka.
Á heimili Stefáns og Valgerðar var oft mann margt því margir áttu og eiga enn leið fram að Kalmanstungu, fjölskylda, vinir og ferðalangar. Auk þess áttu mörg borgarbörn þar kærkomið athvarf á sumrin. Oft var því glatt á hjalla í bænum og ekki spillti fyrir þegar Stefán frændi minn settist við píanóið og gestirnir tóku lagið. Þá var Stefán í essinu sínu.
Staðir
Kalmanstunga: Skotland: Bandaríkin: Kanada: Kalmanstunga 1930: Reykjavík 1960:
Réttindi
Eftir tvítugt fer hún, ásamt vinkonu sinni, Ástríði Jósepsdóttur, til Skotlands að læra hjúkrunarfræði. Þar luku þær báðar prófi og unnu með skóla ásamt því að ferðast um Evrópu.
Starfssvið
Á árunum 1925 til 1930 vann amma sem hjúkrunarkona á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og í Kanada. Húsfreyja í Kalmanstungu. Það hefði mátt ætla að þá væri starfsævinni að mestu lokið en svo var þó ekki. Eftir að búskap lauk hóf hún störf sem hjúkrunarkona á Hrafnistu í Reykjavík, lengst af sem yfirdeildarhjúkrunarkona. Á Hrafnistu starfaði hún í tuttugu ár eða þar til hún var orðin áttatíu ára gæmul.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Valgerður var fædd 30. nóvember 1901. Hún var dóttir Einars Pálssonar f. 24.7.1868 - 27.1.1951, prests, sem síðast þjónaði að Reykholti í Borgarfirði og konu hans 27.7.1893, Jóhönnu Katrínu Eggertsdóttur Briem f. 2.2.1872 - 4.12.1962.
Systkini Valgerðar voru
1) Eggert Ólafur Briem Einarsson 1. júní 1894 - 23. ágúst 1974 Var á Hálsi, Hálssókn, S-Þing. 1901. Héraðslæknir á Þórshöfn, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Læknir í Danmörku, Þórshöfn, Borgarnesi og Reykjavík.
2) Pála Ingibjörg Eyfells 4. desember 1895 - 24. febrúar 1977 Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Hannyrðakona. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar var Eyjólfur Jónsson Eyfellsf. 6. júní 1886 - 3. ágúst 1979 Reykjavík 1910. Listmálari á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930.
3) Gunnlaugur Briem Einarsson 19. september 1897 - 19. september 1929 Var á Hálsi, Hálssókn, S-Þing. 1901. Guðfræðingur frá Háskóla Íslands 1929. Ókvæntur og barnlaus.
4) Hróðný Svanbjörg Einarsdóttir 20. júlí 1899 - 27. nóvember 1986 Húsfreyja á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Maður hennar var Árni Björn Björnsson f. 11. mars 1896 - 2. júlí 1947. Gullsmíðmeistari og kaupmaður í Reykjavík. Smíðaði fyrir skautbúning er gefinn var Danadrottningu og hlaut nafnbótina „konunglegur hirðgullsmiður“ fyrir vikið. Var í Reykjavík 1910. Gullsmiður og kaupmaður á Túngötu 5, Reykjavík 1930.
5) Páll Björn Einarsson 10. mars 1905 - 16. mars 1980 Vélstjóri í Ingólfsstræti 8, Reykjavík 1930. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Vélstjóri í Reykjavík 1945. Kjördóttir: Margrét Sigríður, f. 3.6.1941.
6) Vilhjálmur Einar Einarsson 29. desember 1907 - 10. mars 2000 Bóndi á Galtafelli, Hrunasókn, Árn. 1930. Bóndi á Laugarbökkum í Ölfusi, Árn. um 1962.
Árið 1930 er hún svo komin heim og giftist þá föðurbróður sínum Stefáni Ólafssyni frá Kalmanstungu.
Þar bjuggu þau síðan í 30 ár.
Börn þeirra Stefáns urðu þrjú,
1) Ólafur Stefánsson f. 17. júlí 1931 - 23. október 1992. Stafsmaður Seðlabankans, fulltrúi í fjármálaráðuneyti. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Gunnlaugur Kalman Stefánsson var fæddur 28. mars 1935 í Kalmanstungu í Borgarfirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 17. febrúar 2011. Kalman kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Bryndísi Jónu Jónsdóttur 22. nóvember 1959. Bryndís er fædd 27. maí 1939 í Reykjavík þar sem hún ólst upp, dóttir Jóns Ásgeirs Brynjólfssonar frá Hlöðutúni í Stafholtstungum og Kristínar Ólafsdóttur frá Flateyri.
3) Jóhanna Helga Lind f. 12. september 1936. Búsett í Orlandó í Bandaríkjunum. Börn hennar og Róberts Ibarguen, sem er látinn, eru Stefán, Siri, og Sylvía.
Almennt samhengi
Kalmanstunga er víðlend fjalla jörð umkringd jöklum og fallvötnum. Búseta á slíkum stað kallar á dug og bjartsýni búendanna en jafnframt eykur slíkt umhverfi sjálfsbjargarviðleitni og sjálfstæði þeirra sem við það búa. Valgerður hafði þessa eiginleika í ríkum mæli. Hún tók miklu ástfóstri við staðinn.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.8.2017
Tungumál
- íslenska