Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Unnur Valdís Kristjánsdóttir Hall (1913-1990)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
31.5.1913 - 21.4.1990
Saga
Hún fæddist í Reykjavík 31. maí 1913 lést eftir erfið veikindi 21. apríl 1990. Námsmey á Hverfisgötu 49, Reykjavík 1930.
Foreldrar hennar létust í spönsku veikinni í nóvember 1918. Hún og þrjú systkin hennar stóðu þá uppi munaðarlaus, hið elsta þeirra níu ára. Var þeim komið í fóstur hverju í sína áttina og ólst Unnur upp hjá frænku sinni, Jóhönnu Gróu Jósafatsdóttur f. 27. desember 1877 - 11. janúar 1960, saumakona á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hverfisgötu 49, Reykjavík 1930 og eiginmanni hennar, Ingvari Pálssyni 29. júlí 1872 - 6. október 1934 Kaupmaður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Ólu þau Unni upp sem væri hún þeirra eigin dóttir og bar Unnur mikinn hlýhug til þeirra alla tíð.
Staðir
Reykjavík: Hveragerði:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Dóttir hjónanna Kristján Pétur Ásmundsson Hall 7. október 1886 - 13. nóvember 1918, bakarameistari Gasstöðinni í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og Jósefína Kristín Jósefsdóttir Hall f. 24. maí 1891 - 13. nóvember 1918, húsfreyja í Reykjavík 1910. Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Þau hjón létust bæði í Spönskuveikinni ásamt 2 börnum þar af einu nýfæddu.
Systkini hennar voru:
1) Elías Kristján Kristjánsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1909. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Friðriksdóttir Velding, f. 5. maí 1888, d. 31. ágúst 1941, og Kristján Ásmundsson Hall, bakari, f. 17. október 1886, d. 14. nóvember 1918. Elías átti engin alsystkini en níu hálfsystkini. Hálfsystkini Elíasar samfeðra Gunnar, Anna, Unnur og Karl.
2) Gunnar Hall Kristjánsson 31. ágúst 1909 - 12. apríl 1970, Reykjavík 1910. Skrifstofumaður á Njálsgötu 10 a, Reykjavík 1930. Fósturfor: Hannes Stephensen Blöndal og Soffía Blöndal. Kaupmaður í Reykjavík. Maki Steinunn Sigurðardóttir Hall 10.8.1909 – 17.4.2000
3) Anna Margrét Kristjánsdóttir Þorláksson (1915-1974) kjörfaðir hennar Jón Þorláksson fv forsætisráðherra.
4) Karl Theódór Kristjánsson Hall f. 3. júní 1911 - 8. janúar 1945, innheimtumaður á Nýlendugötu 7, Reykjavík 1930. Sólvöllum Blönduósi 1937, kona hans var Klara Jakobsdóttir (1911-1997) frá Litla Enni. Sonur þeirra var Kristján Karlsson Hall (1935-2015)
5) Guðlaug Hall 4. febrúar 1917 - 26. nóvember 1917 líklega á það að vera 1918 því tvö börn eru í gröf foreldranna.
6) Stúlka Kristjánsdóttir Hall 13. nóvember 1918. „Í fyrradag dó á barnahælinu stúlkubarn Kristjáns Hall bakara, sama daginn og foreldrar þess og fóstra voru greftruð. Dag og nótt hafði föðursystir barnsins, frú Anna Louise Ásmundsdóttir f. 2. nóvember 1880 - 3. október 1954, verslunarkona og húsfreyja í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910 , verið við rúm þess og hjúkrað því, en það kom fyrir ekki. Dauðinn sigraði og það fylgir nú foreldrunum í gröfina.“ (Mbl 15.1.1918)
Maður Unnar 1935 var, Guðmundur Kristinn Guðmundsson f. 13. ágúst 1900 - 4. júlí 1972. Kaupmaður í Reykjavík. Útgerðarmaður á Laugavegi 134, Reykjavík 1930. og stóð heimili þeirra á Laufásvegi 58 í Reykjavík allt til þess er Kristinn lést snögglega árið 1972. Ráku þau hjónin nýlenduvöruverslunina Laufás á jarðhæð húseignar sinnar í marga áratugi.
Þau Unnur og Kristinn áttu fjögur börn,
1) Ingvar Kristinsson f. 18. janúar 1935 - 5. september 1986. Sölumaður í Reykjavík.
2) Guðmundur Sigurður Kristinsson f. 28. desember 1936 - 22. janúar 1993 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík
3) Kristín Kristinsdóttir f. 11. ágúst 1942
4) Kristján Kristinsson f. 23. mars 1945 - 24. apríl 1993 Forstjóri. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Barnabörnin eru nú orðin 12 talsins og barnabarnabörnin 11.
Þótt leiðir Unnar og systkina hennar hafi skilið er þeim var ráðstafað í fóstur héldu þau þó góðu sambandi hvert við annað alla tíð, en með Unni eru þau systkinin öll fallin frá.
Almennt samhengi
Vorið 1918 var lokið við að koma upp bökunarofni í Gasstöðinni. Var hann settur ofan á annan gasgerðarofninn, og með þeim hætti var hægt að nota hitann frá honum, sem annars fór til ónýtis. Tilraun þessi þótti sýna það, að þarna væri fundinn hitagjafi, sem ekki hefði verið nýttur, og hann mundi duga til að baka við hann brauð. Um það bil er Fyrri heimsstyrjöldinni lauk, störfuðu fjórir bakarar í þessari nýstárlega brauðgerðarhúsi, en forstöðumaður þess var Kristján Hall. Var í ráði að setja þar upp annan bakaraofn, en af því varð ekki. Kristján Hall lést næsta haust úr spönsku veikinni, og nokkuð eftir lát hans hætti brauðbakstur í Gasstöðinni.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Unnur Valdís Kristjánsdóttir Hall (1913-1990)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Unnur Valdís Kristjánsdóttir Hall (1913-1990)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
http://www.mbl.is/greinasafn/minningaleit/
®GPJ ættfræði.