Unnur Tryggvadóttir (1907-1987)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Unnur Tryggvadóttir (1907-1987)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.12.1907 - 24.5.1987

Saga

Unnur Tryggvadóttir frá Völlum - Minning Fædd 27. desember 1907 Dáin 24. maí 1987. Bjartur vormorgunn um Eyjafjörð. Að kvöldi leggur þoku frá hafi, sem byrgir sýn.

Unnur var kát, orðheppin, órög til leikja og rösk til starfa, er fram liðu stundir. Aðeins eins árs aldursmunur var á henni og Ingibjörgu systur minni og voru þær alla ævi ákaflega samrýndar og veit ég ekki til að nokkurn tíma kæmi upp missætti þeirra á milli. Þær sóttu saman barnaskóla til Dalvíkur, þar sem Tryggvi frændi var kennari og dvöldu þá á heimili móðurbróður Unnar, Angantýs Arngrímssonar, og konu hans, Elínar Tómasdóttur prests á Völlum. Þykist ég vita að sú tilhögun hafi að nokkru ráðist til þess, að styrkja samband Unnar við föður hennar og systur.<<
Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1941, er þau fluttu til Akureyrar, er Jakob tók við starfi kirkjuorganista þar, ásamt kennslu og mörgum öðrum störfum að tónlistarmennt. Jakob stundaði um skeið framhaldsnám í London og dvaldi Unnur þar hluta af námstímanum, ásamt dætrum þeirra ungum. Að öðru leyti hafa þau búið óslitið á Akureyri í rösklega 45 ár.

Staðir

Vellir í Svarfaðardal: Reykjavík: Akureyri 1941:

Réttindi

Unnur sótti einn vetur nám í Kvennaskólanum á Blönduósi

Starfssvið

Unnur hafði ákaflega fallega söngrödd og langaði föður hennar til þess að hún þjálfaði hana og fékk hana til að dveljast vetrartíma á Siglufirði til að njóta handleiðslu Sigurðar Birkis söngmálastjóra. En lengra vildi hún ekki sækja á þeirri braut. Nutum því aðeins við í heimasveitinni þessarar fögru raddar í kirkjusöng og við fleiri tilefni.

Þá tóku foreldrar mínir hana í fóstur, en faðir hennar var föðurbróðir minn. Hjá þeim ólst Unnur upp á Völlum í Svarfaðardal og var hvers manns hugljúfi. Móðir mín hafði eftir Sæmundi bróður mínum á bernskuárum þeirra: "Ekki veit ég hvernig við hefðum farið að, ef við hefðum ekki fengið hana Unni litlu."<< (Sigríður Thorlacius)

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Unnur Tryggvadóttir fæddist 27. desember 1907, dóttir hjónanna Nönnu Arngrímsdóttur (málara) og Tryggva Kristinssonar, kennara og organista. Hún var yngri dóttir þeirra, sú eldri,
1) Kristín Hólmfríður f. 28. febrúar 1906 - 28. maí 1926 úr berklum.
Ekki naut Unnur lengi móður sinnar, því að hún andaðist 10. apríl 1908.
Þá fór hú í fóstur til föðurbróðurs síns sr Stefáns B Kristinssonar (1870-1951) prests á Völlum og konu hans Sólveigar Pétursdóttur Eggerz (1876-1966). Hjá þeim ólst Unnur upp á Völlum í Svarfaðardal og var hvers manns hugljúfi.

Móðir mín hafði eftir Sæmundi bróður mínum á bernskuárum þeirra: "Ekki veit ég hvernig við hefðum farið að, ef við hefðum ekki fengið hana Unni litlu."<<
Uppeldissystkini hennar voru
1) Pétur Eggerz Stefánsson 10. ágúst 1900 - 8. maí 1985 Bóndi á Hánefsstöðum í Svarfaðardal, framkvæmdarstjóri í Vestmanneyjum, kaupsýslumaður og stjórnarráðsfulltrúi. Farandsali og kaupmaður á Völlum, Vallasókn, Eyj. 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hafnarfirði.
2) Kristinn Tryggvi Stefánsson f. 8. október 1903 - 2. september 1967, læknir, prófessor og lyfsölustjóri ríkisins. Námsmaður í Garðastræti 39, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Sæmundur Stefánsson f. 16. ágúst 1905 - 1. nóvember 1996, stórkaupmaður í Reykjavík. Verslunarmaður í Garðastræti 39, Reykjavík 1930. Heildsali í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Hrísey
4) Ingibjörg Stefánsdóttir f. 31. desember 1908 - 5. desember 1974, íþróttakennari í Reykjavík. Leikfimiskennari á Laugavegi 37, Reykjavík 1930, maður hennar var Caspar Pétur Hólm Pétursson f. 5. mars 1911 - 27. júlí 1986, garðyrkjubóndi í Hrísey, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Sigríður Thorlacius f. 13. nóvember 1913 - 29. júní 2009, rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og útvarpskona í Reykjavík. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands og Styrktarfélags vangefinna. Hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og Riddarakross Dannebrogs-orðunnar. Maður hennar var Birgir Thorlacius f. 28. júlí 1913 - 2. október 2001, ráðuneytisstjóri. Var í Barnaskólanum við Vitastíg, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Jón Christinn Stefánsson 29. júlí 1911 - 7. apríl 1913
7) Kristín Stefánsdóttir f. 8. júlí 1916 - 9. júlí 1916
Hinn 15. ágúst 1936 giftust þau Unnur og Friðrik Jakob Tryggvason f. 31. janúar 1907 - 13. mars 1999, tónlistarkennari, skólastjóri og orgelleikari á Akureyri. Skrifstofumaður á Ytra-Hvarfi, Vallasókn, Eyj. 1930 og stóð brúðkaup þeirra á heimili Þóru og Péturs Björnssonar.
Unni og Jakob varð þriggja barnaauðið.
1) Nanna Kristín Jakobsdóttir 26. október 1937 - 27. júní 1988, fiðluleikari og tónlistarkennari. Síðast bús. í Garðabæ. Maður hennar var Gísli Geir Kolbeinsson f. 13. október 1941 - 16. apríl 2013, lögfræðingur og rak eigið innflutningsfyrirtæki í Reykjavík.
2) Soffía Guðrún Jakobsdóttir f. 2. desember 1939 leikkona, sem gift var Pétri Einarssyni,
3) Tryggvi Kristinn Jakobsson f. 19. apríl 1950, kennari, kvæntur Svanhildi Jóhannesdóttur leikstjóri.
Barnabörn eiga þau sex.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigríður Thorlacius (1913-2009) Rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og útvarpskona í Reykjavík. (13.11.1913 - 29.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01911

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1913 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02102

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir