Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Una Guðmundsdóttir (1894-1978) Garði á Suðurnesjum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
18.11.1894 - 4.10.1978
Saga
Una Guðmundsdóttir 18. nóv. 1894 - 4. okt. 1978. Var í Skúlahúsi, Gerðahr., Gull. 1910, 1920, 1930. Síðast bús. í Gerðahr.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Móðir hennar; Guðríður Þórðardóttir 2. maí 1853 - 11. jan. 1895. Vinnukona á Syðri-Hömrum, Kálfholtssókn, Rang. 1870. Bústýra í Skúlahúsum, Útskálasókn, Gull. 1890.
Almennt samhengi
Una ólst upp og var heimilisföst í Garði alla sína ævi. Hún var vel gefin, var búin miklum námsgáfum og hafði snemma sérstæða hæfileika á hinu dulrænu sviði. Hún þótti vel gerður einstaklingur, hafði þá hæfileika að vekja hlýleika og trúnað, á unga aldri vann hún traust allra íbúa í Garði og það hélst allt hennar líf. Una byrjaði aðeins 16 ára að kenna börnum og hún stundaði kennslu í mörg ár. Una starfaði ötullega að félagsmálum í Garði, var m.a. lengi gæslumaður ungtemplarastúkunnar og tók virkan þátt í störfum slysavarnafélagsins í Garði alla tíð. Þess má geta að slysavarnadeild kvenna í Garði heitir í höfuðið á Unu. Þá var Hún lengi bókavörður við bókasafnið í Garði.
Auk þess að stunda atvinnu og félagsstörf, tók Una á móti mörgum sem sóttu til hennar vegna hennar dulrænu hæfileika. Fólk leitaði til hennar um andlegan stuðning og hjálp í margskonar erfiðleikum. Í bókinni Valva Suðurnesja er fjallað um fjölmörg atvik og dæmi um störf Unu í þeim efnum og varð hún mjög þekkt af.
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
GPJ 30.3.2020. Innsetning og skráning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði