Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

Hliðstæð nafnaform

  • Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.4.1922 - 11.1.2021

Saga

Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir 7. apríl 1922 - 11. jan. 2021. Húsfreyja, ráðskona hjá Vegagerðinni og síðar bréfberi og póstafgreiðslumaður. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Fæddist á Hrauni og ólst þar upp.
Hún á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Útför Tryggvinu var gerð frá Áskirkju 22. janúar 2021, klukkan 15

Staðir

Hraun á Skaga
Seltjarnarnes

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Starfssvið

Eins og þá tíðkaðist byrjaði hún að vinna fyrir sér upp úr fermingu, fyrst í stað sem kaupakona á sveitabæjum og síðan við ýmis störf, m.a. við Bændaskólann á Hvanneyri, Garðyrkjuskólann í Hveragerði og Hótel Fornahvamm á Holtavörðuheiði. Eftir að hún giftist vann hún tólf sumur sem ráðskona hjá Vegagerðinni, lengst af með börnin sín með sér sem hún sinnti með fullu starfi. Þegar börnin hennar fóru að stálpast, hóf hún störf hjá Pósti og síma, fyrst sem bréfberi og síðan sem póstafgreiðslumaður, og starfaði þar í 15 ár.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Steinn Leó Sveinsson hreppstjóri og bónda á Hrauni, f. 17. janúar 1886, d. 27. nóvember 1957, og kona hans 25.12.1914; Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir húsfreyju, f. 12. október 1892, d. 24. október 1978.

Systkini;
1) Gunnsteinn Sigurður Steinsson 10. janúar 1915 - 19. desember 2000. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930.
2) Guðrún Steinsdóttir 4. september 1916 - 7. mars 1999. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Reynistað, Staðarhr., Skag. Maður hennar 18.9.1947; Sigurður Jónsson 4. september 1917 - 8. október 2004. Bóndi, hreppstjóri, sýslunefndarmaður og félagsmálafrömuður á Reynisstað, Staðarhreppi, Skag. Var á Reynistað 1930.
3) Rögnvaldur Steinsson 3. október 1918 - 16. október 2013. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Bóndi á Hrauni í Skefilsstaðahreppi. Kona hans 25.12.1956; Guðlaug Jóhannsdóttir 29. apríl 1936, sonur þeirra Jón sambýlismaður Jófríðar frá Sölvabakka. Bróðir Guðlaugar Árni Sverrir (1939) fv kfstj á Blönduósi.
4) Svava Steinsdóttir 17. nóvember 1919 - 8. desember 2001. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Húsfreyja í Efra- og síðar Neðra-Nesi á Skaga. Síðast bús. á Skagaströnd. Sambýlismaður Svövu frá 1949 var Lárus Björnsson, oddviti og bóndi í Neðra-Nesi á Skaga, f. 3. nóvember 1918, d. 28. apríl 1995
5) Guðbjörg Jónína Steinsdóttir 30. janúar 1921 - 19. janúar 2018. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Maður hennar 19.6.1954; Olgeir Jóhann Sveinsson 29. október 1921 - 21. júlí 2002. Var á Nýlendugötu 24 b, Reykjavík 1930. Iðnaðarnemi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Kristmundur, f. 5.1.1924 - 5.4.2006. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Trésmiður, síðast bús. í Reykjavík.
7) Svanfríður Steinsdóttir 18. okt. 1926 - 8. okt. 2022. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930, maður hennar 26.9.1947; Ástvaldur Óskar Tómasson 31. ágúst 1918 - 20. janúar 2007 bóndi Kelduvík á Skaga og Sólheimum í Blönduhlíð.
8) Sveinn Steinsson 8. sept. 1929 - 21. maí 2021. Bóndi í Geitagerði í Skagafirði. Var á Hrauni, Hvammssókn, Skag. 1930. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
9) Ásta Steinsdóttir 27. nóvember 1930 - 24. október 2012. Húsfreyja og starfaði við umönnunarstörf í Reykjavík. Ein af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og starfaði með henni og fleiri sönghópum um árabil. Maður hennar 21.5.1961; Benedikt Andrésson 14. mars 1933 frá Norðurfirði á Ströndum
10) Hafsteinn Steinsson 7.5.1933 - 25.6.2019. Rennismíðameistari í Reykjavík.
11) Hrefna, f. 11. maí 1935, d. 19. ágúst 1935.

Maður hennar 2.8.1953; Hrólfur Ásmundsson 24.7.1911 - 24.12.2000. Vegaverkstjóri. Lausamaður á Hrísum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Efri-Núp, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn þeirra;
1) Ásmundur Jósep Hrólfsson f. 23.9. 1954, d. 24.10. 1995, stýrimaður í Reykjavík, sonur hans og Ragnheiðar Fossdal er Hrólfur, f. 1985.
2) Kristrún Hrólfsdóttir f. 7.12. 1958, matvælafræðingur í Reykjavík, dóttir hennar er Hildur Sif, f. 1984.
3) Gestur Hrólfsson f. 22.11. 1962, félagsfræðingur í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1942 - 1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1942 - 1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hrólfur Ásmundsson (1911-2000) Hrísum (24.7.1911 - 24.12.2000)

Identifier of related entity

HAH07206

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hrólfur Ásmundsson (1911-2000) Hrísum

er maki

Tryggvina Steinsdóttir (1922-2021) Hrauni á Skaga

Dagsetning tengsla

1953

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07909

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 2.12.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir