Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir (1927-2018) Háskólaprófessor og doktor í menntasálarfræði.

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir (1927-2018) Háskólaprófessor og doktor í menntasálarfræði.

Hliðstæð nafnaform

  • Þuríður Kristjánsdóttir (1927-2018)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. apríl 1927 - 18. apríl 2018

Saga

Háskólaprófessor og doktor í menntasálarfræði. Var á Steinum, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Þuríður fædd­ist á Stein­um í Staf­holtstung­um í Borg­ar­f­irði 28. apríl 1927. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in þar, Kristján Frank­lín Björns­son, bóndi, hrepp­stjóri og húsa­smiður, og Jón­ína Rann­veig Odds­dótt­ir hús­freyja.

Þuríður stundaði nám við Héraðsskól­ann í Reyk­holti og tók kenn­ara­próf frá Kenn­ara­skóla Íslands árið 1948 og var síðar við nám í Kenn­ara­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn og Cambridge há­skóla í Englandi. Hún kenndi í Stykk­is­hólmi, við Skóga­skóla und­ir Eyja­fjöll­um og við Haga­skóla í Reykja­vík.

Árið 1967 fékk Þuríður Ful­bright-styrk til náms í Banda­ríkj­un­um. Hún lauk BSc-prófi frá Ill­in­o­is-há­skóla í Urbana árið 1968, meist­ara­prófi 1969 og doktors­prófi í mennta­sál­ar­fræði frá sama skóla árið 1971.

Hún varð kenn­ari við Kenn­ara­há­skóla Íslands 1971 og fyrsti pró­fess­or við skól­ann 1973. Hún var jafn­framt kon­rektor í nokk­ur ár. Hún starfaði sem stunda­kenn­ari við aðra skóla, meðal ann­ars Há­skóla Íslands og Fóst­ur­skóla Sum­ar­gjaf­ar og vann fyr­ir skól­a­rann­sókna­deild mennta­málaráðuneyt­is­ins. Þuríður lét af störf­um við Kenn­ara­há­skól­ann árið 1989.

Auk fræðistarfa í fagi sínu vann Þuríður að þýðing­um og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Eft­ir að hún hætti að kenna vann Þuríður öt­ul­lega að út­gáfu Borg­firskra ævi­skráa og voru sjö síðustu bind­in und­ir henn­ar rit­stjórn.

Í til­efni af 70 ára af­mæli Þuríðar heiðruðu vin­ir henn­ar og sam­starfs­fólk hana með greina­safni um helstu viðfangs­efni henn­ar á sviði mennt­un­ar og skóla­mála. Bók­in ber heitið Stein­ar í vörðu.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09556

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 19.10.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir