Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Hliðstæð nafnaform

  • Þorsteinn Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi
  • Þorsteinn Björn Gíslason (1897-1980) Prestur í Steinnesi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.06.1897-08.06.1980

Saga

Þorsteinn Björn Gíslason fæddist í Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún., 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja.

Þorsteinn varð stúdent í Reykjavík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922.

Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kallið. Gegndi hann embættinu til nóvemberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatnsdal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglingaskóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Húnvetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Íslands, í stjórn Prestafélags Hólastiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið.

Kona Þorsteins var Ólína Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti.

Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Þorsteinn lést 8. júní 1980.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurlaug Þorsteinsdóttir (1923-2018) frá Steinnesi (3.4.1923 - 11.10.2018)

Identifier of related entity

HAH07506

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurlaug Þorsteinsdóttir (1923-2018) frá Steinnesi

er barn

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Dagsetning tengsla

1923

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Þorsteinsson (1937) (28.3.1937 -)

Identifier of related entity

HAH03749

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gísli Þorsteinsson (1937)

er barn

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Þorsteinsson (1930) Dómprófastur (23.12.1930 -)

Identifier of related entity

HAH04105

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Þorsteinsson (1930) Dómprófastur

er barn

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólína Benediktsdóttir (1899-1996) Steinnesi (2.11.1899 - 26.2.1996)

Identifier of related entity

HAH01804

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólína Benediktsdóttir (1899-1996) Steinnesi

er maki

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06006

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

MÞ 26.07.2023 auka upplýsingar

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir