Þórsá á Vatnsnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Þórsá á Vatnsnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1000-2019)

Saga

Þórsá er á Vatnsnesi.

Staðir

Vatnsnes; Krossanes; Víðidalstunga; Urðir í Svarfaðardal; Arnarvatnsheiðarvegur; Víðidalsheiðlönd; Húnavatnsós; Þingeyrar; Þingeyrasandur; Hólar í Hjaltadal; Nesbjörg; Vatnsnesfjöll; Vatnsdalsfjöll; Jörundarfell; Langadalur; Skagastrandarfjöll; Hólakirkja; Biskupsgata; Hólsá; Síða;

Réttindi

Svo riðu þeir sléttu grundirnar og yfir Hólsá vestur að Vesturhópshólum, og svo í norður eftir endilangri Síðunni, sem liggur austan á Vatnsnesinu, svo yfir Þórsá, og fyrir norðan hana lá vegurinn um ása og holt. Þá blasti Krossanes við í norðrinu, og stóð eins og í krossi milli tveggja ása, sem hallaði niður að sjónum.

Starfssvið

Lagaheimild

Vísitasíuför Gottskálks grimma um Vatnsnesið í júní 1520;

„Það gerði heldur ekkert til saka, þó hann riði svo nærri garði Jóns [Jóns Sigmundssonar lögmanns í Víðidalstungu sem þá bjó bannfærður í Krossanesi, en þá var biskup nýlega búinn að taka jörðina Urðir í Svarfaðardal af honum, innskot GPJ] að hann gæti séð, þó ekki værri nema út um skjágluggann eða glerrúðuna á hreysi sínu, hvaða mismunur væri nú orðinn á kjörum þeirra; hvað djúpt hann væri búinn að lægja sýslumanninn og lögmanninn auðuga og stórættaða. Þetta ætlaði hann sér í fyrstunni, en breytti þó þeirri áætlun að visilera Víðidalinn lyrri en í bakaleiðinni. Hann ællaði þá að ríða fjöll og beygja svo út af Arnarvatnsheiðarveginum og inn á Víðidalsheiðlendið og svo beint heim að Víðidalstungu.

Hann reið þvi i þetta skifti yfir Húnavatnsós að Þingeyrum, gisti þar og mælti sér mót við ábóta að mætast á alþingi. Þaðan reið hann vestur Þingeyrasand og svo sem leiðir lágu upp á Nesbjörgin. Þar steig biskup af baki og litaðist um og þóttist aldrei hafa séð jafnfagurt útsýni: Húnaflói í norðri, Vatnsnesfjöll með sínum grænu hvömmum og skörðum takmarkaði útsýnið í Vestri, í austri Vatnsdalsfjöllin með sínu háreista Jörundarfelli, og í norðaustri Langadals og Skagastrandarfjöllin. Og þegar það er tekið með í reikninginn, að hann og Hólakirkja átti ekki svo allfáar af hinum beztu jörðum í öllum þessum héruðum, þá er engin furða, þó gleði hans yrði hjartanleg yfir náttúrufegurð þessara stöðva; og þar sem augu hans gátu ekki þrengt sér á milli bújarða og ítaka, þá flaug hugur hans því fjörugar fram og aftur. Svo sagði hann:

»Teymið þið hestinn minn, sveinar! Ég kýs mér heldur að ganga en ríða þessa gömlu »Biskupsgötu« vestur af björgunum, sem Guðmundur biskup hinn góði heíir lagt svo ríkulega blessun yíir, að fá slys hafa orðið hér síðan eða alls engin. Hinn ill Satan, sem hafði tekið sér hérna bólfestu flúði undan hans tvíeggjaða tungusverði!«

Þá tók biskup ofan og gerði bæn sína, leit svo upp og sagði:
»Mér hefir verið sagt, að af skarði þessu mætti sjá bæinn Krossanes, en það er ekki satt. Ég sé hvergi hylla undir það bannsetla býIi.
»Svona, nú á bak, sveinar mínir!«

Innri uppbygging/ættfræði

Gottskálk grimmi Nikulásson: (1469 – 8. desember 1520) var biskup norskrar ættar á Hólum frá 1496 til dauðadags. Hann var bróðursonur Ólafs Rögnvaldssonar, sem var næsti biskup á undan honum. Bróðir Gottskálks var Guttormur Nikulásson lögmaður í Björgvin.

Gottskálk var dugmikill og stjórnsamur og bætti mjög við jarðeignasafn og dýrgripi biskupsstólsins. Hann þótti harðdrægur í viðskiptum og hefur hlotið harðan og ef til vill óréttlátan dóm í íslenskri sögu, sem meðal annars má sjá af viðurnefni því sem hann hefur hlotið. Gottskálk átti í deilum við ýmsa höfðingja, meðal annars Jón Sigmundsson lögmann vegna meintra fjórmenningsmeinbuga á hjúskap Jóns og Bjargar Þorvaldardóttur og fékk Jón dæmdan í miklar sektir og bann í báðum biskupsdæmum á vafasömum forsendum.

Fylgikona Gottskálks var Guðrún, laundóttir Eiríks slógnefs Loftssonar Guttomssonar. Þau áttu saman tvö börn, Odd Gottskálksson og Guðrúnu Gottskálksdóttur. Með Valgerði Jónsdóttur átti Gottskálk dótturina Kristínu, sem fyrst var gift Þorvarði Erlendssyni lögmanni á Strönd í Selvogi og síðar Jóni Einarssyni sýslumanni á Geitaskarði.

Næsti biskup á eftir Gottskálki grimma var Jón Arason, sem var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.
Það er sagt að Rauðskinna hafi verið grafin með Gottskálki, en af þeirri bók átti að vera hægt að læra svo ramma galdra, að hægt væri að sigra kölska sjálfan og ná valdi yfir honum. Nótt eina á Gottskálk að hafa komið upp úr gröf sinni á Hólum og lesið upp úr þeirri „bók máttarins“ en blöðin undist saman og hrundu niður í gröfina eins og aska.

Galdra-Loftur á að hafa reynt að vekja Gottskálk upp til að reyna að komast yfir Rauðskinnu. Gísli Konráðsson nefnir þrjá skólasveina, sem voru í vitorði með Lofti. Skýrir þjóðsagan nákvæmlega frá því hvernig Loftur vakti upp alla hina fyrri Hólabiskupa og hvernig honum heppnaðist að fá Gottskálk til að rísa upp úr gröf sinni með Rauðskinnu. En bráðlæti Lofts sjálfs varð honum að falli, því strax þegar hann sá hana, þreif hann til hennar, en það var of snemmt og af misskilningi hringdi einn af félögum Lofts klukkunum og Gottskálk komst í gröfina með Rauðskinnu með sér.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Vatnsnes ((1950))

Identifier of related entity

HAH00019

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Húnavatn ((880))

Identifier of related entity

HAH00311

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðidalstunga í Víðidal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00625

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrar ((1000))

Identifier of related entity

HAH00274

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00639

Kennimark stofnunar

IS HAH-Nat

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir