Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Svínadalsfjall (973 mys)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
874-
Saga
Svínadalsfjall är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 170 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Svínadalsfjall är 973 meter över havet,eller 550 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 10,7 km.
Trakten runt Svínadalsfjall är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Svínadalsfjall består i huvudsak av gräsmarker.
Staðir
Svínavatnshreppur;
Réttindi
Sauðadalur skilur á milli Vatnsdalsfjalls og Svínadalsfjalls 975 mys. Blæs þar stundum óþyrmilega fyrir fjallaendana. ”Kallast þær á í rumbunum, Axlaröxl að vestan og Reykjanibba að austan og vandséð hvort allt eru blíðmæli.” Sauðadalur endar við Draugaflá og Þrívörðuás. Þar er gamall reiðvegur milli Svínadals og Vatnsdals. Frá ómunatíð fóru árlega fram þrjár leitir á Sauðadal. Árið 1986 var því breytt og hann leitaður aðeins tvisvar sinnum auk eftirleitar sem alltaf hefur verið eftir að fé er komið í heimahald.
Við suðausturhorn Sandfells á Vatnsdalsfjalli skerst melgil niður í dalinn og ber það tvö nöfn. Vatnsdælingar nefna það Svartagil og læk, sem úr því rennur Svartagilslæk, en Ásamenn tala um Tröllagil og Tröllá. Engar sagnir eru til um uppruna þessara nafna. Sauðadalur er allur hálendur. Þar var fjöldi selja, en dalurinn hefur aldrei verið talinn til byggða, enda þótt við og við væri búið í nokkrunr seljum.
Svínadalsá fellur í Svínavatn. Hún fær vatn úr Selkvísl og Hrafnabjargakvísl, sem báðar koma framan af hálsum, en heitir ekki Svínadalsá fyrr en þessar kvíslar koma saman hjá Hrafnabjörgum. Norðar falla í ána Seljá, Hraunsá og Hólsá, allar úr Svínadalsfjalli. Nærri upptökum Hrafnabjargakvíslar er tjörn sem kvað vera einkennilegur pyttur, hann gýs með rykkjum ¼ alin – ½ alin, en ískalt vatn er i honum sem svalar mjög vel; þetta er ef til vill ölkelda”. Efsti hluti Giljár kemur úr Gaflstjörn syðst á Svínadalsfjalli og heitir þar Fremstilækur. Miðlækur og Ystilækur falla niður austurhlíð dalsins nokkru norðar og er þetta svæði nefnt Lækir.
Brunnárdalur skerst úr Svínadalsfjalli sunnan Reykjanibbu og eftir honum rennur Brunná í Giljá. Nokkru sunnar liggur miklu lengri dalur, Mjóidalur, suðaustur í fjallið og þar er Mjóadalsá.
Grípum niður í frásögn Guðjóns Hallgrímssonar bónda í Marðarnúpi. ” Árið 1912 átti faðir minn hross í vöktun uppi í Litla-Dal hjá hreppstjóranum, sem þá var Jónas Bjarnason. Þetta var seint í nóvember. Ég fór stytztu leið þvert yfir fjallið. Dimmviðri var og sást lítt til leiðar, enda fór svo að ég steyptist fram af brúnum Svínadalsfjalls og hrapaði allt niður á láglendi, hefði þetta ferðalag eflaust dugað mörgum til aldurtila, en mig sakaði hvergi.”
Starfssvið
Auðkúluheiði er tertíert blágrýti í hálsinum milli Svartárdals og Blöndudals, í Blöndudal og Gilsárgili, í neðri hluta Stóradalsháls og Svínadalsháls og í Svínadalsfjalli.
Breiður dalur grófst milli Svínadalsfjalls í vestri og múlans sem skilur að Blöndudal og Svartárdal í austri. Þegar nokkuð var liðið á ísöld fóru hraun að renna út þennan dal. Berggrunnur utanverðrar Auðkúluheiðar er allur frá þeim tíma. Þessi grágrýtisþekja er allnokkuð rofin og ganga nú inn í hana þrír dalir. Svínadalur og Blöndudalur eru hvor sínum megin í hinum forna dal en Sléttárdalur á milli þeirra. Hann er þeirra minnstur.
Lagaheimild
"Allt eins fara ýmsar sögur af því að Grettir hafi gengið íháfjöll og dranga sem síðan bera menjar hans að einhverjuleyti. Austanvert við Vatnsdalsfjall gengur dalur til suðurs;hann er örmjór og heitir Sauðadalur. Austan megin þess dalser fjall sem kallað er einu nafni Svínadalsfjall. Nyrstitindur þess heitir Reykjanibba og dregur hann nafn af bænumReykjum á Reykjabraut er stendur skammt fyrir norðan og neðanNibbuna svo að segja undir fjallinu. Reykjanibba dregst mjögað sér ofan og er alllík að lögun Baulu í Mýrasýslu og Keiliá Suðurlandi í Gullbringusýslu.
Mestur hluti af Reykjanibbu er eintómt smágrjót og efrihlutinn að norðanverðu alþakinn hvítum og gulleitum sandi ogtekur hann yfir allan efri og nyrðri hluta nibbunnar. Sandur þessi hinn hvíti er kallaður Grettisskyrta. En því heitirsandblettur þessi svo að þá er Grettir fór eitt sinn íReykjalaug er sagt að hann hafi ekki farið af skyrtu sinni;en er hann kom úr lauginni hafi hann gengið upp á Reykjanibbuog breitt skyrtuna til þerris á hana norðanverða; hafi þásandurinn breytt lit sínum og tekið skyrtulitinn og orðiðhvítur alstaðar þar sem skyrtan náði yfir."
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Fjórar megineldstöðvar eru þekktar innan sýslunnar; eru þær í Víðidalsfjalli, Vatndals- og Svínadalsfjalli, Laxárdalsfjöllum á Skaga og fyrir botni Blöndudals. Á þessum stöðvum er að finna líparít. Inn til heiða og á Skaga eru víða grágrýtismyndanir frá miðhluta ísaldar fyrir 1-2 milljón árum síðan.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
wiki. https://www.wikiwand.com/is/Austur-H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla