Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Hliðstæð nafnaform

  • Steinvör Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.11.1918 - 30.8.1992

Saga

Minning Þorgerður Þórarinsdóttir frá Gottorp Fædd 30. nóvember 1918 Dáin 30. ágúst 1992 í Landspítalanum. Þorgerður náði ekki tiltakanlega háum aldri en varð að lúta í lægra haldi fyrir lungnameini af flokki sjúkdóma, sem við ráðum ekki nægilega vel við enn sem komið er. Þorgerður fæddist á Blönduósi var í Sandgerði 1920.
Í tilveru Þorgerðar mátti greina tvö höfuðskaut. Annað þeirra var heimilið og þau traustu gildi sem héldu því uppi en hitt var hin sterka pólitíska sannfæring hennar sótt í smiðju marxista. Hafi trúin á óskeikulleik rauða kversins einhvern tímann séð framan í svo sem eina veikburða efasemd verður slíkt aldrei sagt um óbilandi staðfestu hennar gagnvart skyldum húsmóður og eiginkonu. Líkt og aðrar vitrar konur gerði Þorgerður sér grein fyrir því að viðspyrnan á heimili og umráðin yfir búlyklunum veita handhafanum óvinnandi vígstöðu. Á þessum palli vann Þorgerður mörg sín fegurstu verk og hafi hugtakið gestrisni búið við óvissu um skeið hlaut það í höndum Þorgerðar fulla uppreisn. Vinir og niðjar hafa löngum gert sér tíðförult á heimili Þorgerðar og Steinþórs. Húsmóðirin og ættmóðirin var þá ekki sein á sér að bera fram veitingar enda sá Steinþór um að ekkert skorti. Samtímis gerði Þorgerður gestinn að vitsmunaveru með áleitinni umræðu um hin ólíkustu efni. Gat mönnum þá ekki dulist að Þorgerður var um margt óvenju vel lesin á íslenskt efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, enda var daglegt málfar hennar nær óaðfinnanlegt.
Á æviferil sem um margt einkennist af velgengni þeirra Steinþórs lagðist dimmt sorgarský er þau misstu eina son sinn, Ásgeir Þór, en hann lést úr bráðri heilahimnubólgu aðeins fimm ára gamall árið 1946. Mér býður í grun að þetta áfall hafi breytt persónuleika Þorgerðar dýpra og varanlegar en venjulega gerist við svona missi; ekki er laust við að nokkurrar kergju hafi stundum gætt í fari hennar og ekki laust við biturleik.
Í Reykjavík eignast þau fjölda vina og taka upp spilamennsku í frístundum. Þau urðu með tímanum slyngir bridsspilarar og Þorgerður Íslandsmeistari oftar en einu sinni og seinast er hún stóð á sjötugu árið 1988.

Staðir

Sandgerði Blönduósi 1920: Skúfi í Norðurárdal. Gottorp: Reykjavík.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Þórarinn Þorleifsson 3. febrúar 1899 - 24. apríl 1973 Bóndi á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Lengst af bóndi á Skúfi, Vindhælishr. Síðast bús. í Blönduóshreppi og kona hans 8.10.1920, Sigurbjörg Elín Jóhannsdóttir f. 3. október 1896 - 17. janúar 1971 Var á Klömbrum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1910. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Systkin hennar voru
1) Ingibjörg Steinvör Þórarinsdóttir f. 15. nóvember 1916 - 9. desember 2012. Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bús. í Bandaríkjunum. M1: Pétur Þorgrímur Einarsson 18. janúar 1906 - 14. september 1941 Bóndi í Fremstagili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fremstagili í Langadal, A-Hún., og túlkur á Blönduósi. M2: Daniel Bozen, f. 25.9.1918 í Bandaríkjunum skv. Thorarens.
2) Baldur Þórarinsson f. 3. október 1921 - 14. september 1988. Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Maki Guðrún Erlendsdóttir f. 26. október 1922 - 6. mars 2011, á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi og fékkst við ýmis störf.
3) Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir f. 10. janúar 1934. Maki Sverrir Haraldsson f. 6. janúar 1928 - 24. október 2002. Var í Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Fósturbörn skv. Thorarens.: Magnús Erlendur Baldursson, f. 5.4.1954 og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 4.4.1959.
4) Þorleifur Hjalti Þórarinsson f. 27. janúar 1940. Sjómaður Reykjavík, Neðsta Bæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Maki Margrét Guðlaug Margeirsdóttir f. 24. september 1938 - 7. nóvember 2005 Síðast bús. í Reykjavík.
Upp úr 1930 ræðst sem kaupamaður í Gottorp bróðursonur Ásgeirs, Steinþór Deildal Ásgeirsson 19. júlí 1912 - 8. febrúar 1993. Ólst upp hjá föðurbróður sínum Ásgeiri Jónssyni f. 1876 bónda í Gottorp, V-Hún. Lögregluþjónn í Reykjavík 1945. Framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Þverárhreppi.
Nýútskrifaður frá Hólum og Haukadal. Þeir frændur voru báðir niðjar Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum. Samdráttur verður milli Þorgerðar og Steinþórs og ganga þau í heilagt hjónaband árið 1938. Hefst nú nýr kafli í ævi Þorgerðar, ákaflega ólíkur hinum fyrsta. Hún sogast nú inn í ókyrrt og öfgafullt líf hinnar vaknandi höfuðborgar Íslands.
Börn þeirra:
1) Kolbrún, f. 29. maí 1933, áður gift Hjalta Karlssyni verktaka frá Reyðarfirði og áttu þau fimm börn, fjóra syni og eina dóttur.
2) Auður, f. 24. ágúst 1938, giftist 1956 Kristjáni Þ. Þórissyni frá Reykholti, f. 28. janúar 1932, og áttu þau þrjár dætur en skildu. Auður giftist 1959 Emil Als lækni, f. 6. janúar 1928, og eiga þau saman tvo syni.
3) Ásdís Inga Steinþórsdóttir 17. mars 1940 - 14. ágúst 2006 Ráðgjafi og framkvæmdarkona, síðast bús. í Bandaríkjunum. Maki I 1958, skildu Jónas Friðriksson f. 16. ágúst 1932. Barn: Jónas, f. 25.9.1969. Maki II 6.8.1965, skildu: Karl Fortgang, f. 3.10.1930 í Bandaríkjunum, d. 12.5.1989. Maki III 5.3.1976, skildu: Joseph Albert Sodano, f. 22.4.1937 skv. Thorarens. Ásdís hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá því um tvítugsaldur. Í 25 ár hefur hún rekið ráðgjafarþjónustu og stjórnað þeirri starfsemi frá skrifstofu í New Jersey en þar átti hún einnig einkar glæsilegt heimili og ól þar önn fyrir dóttur sinni. Síðustu tvö ár ævi sinnar bjó Ásdís í New Smyrna Beach í Flórída og undi þar vel hag sínum.
4) Ásgeir Þór Steinþórsson f. 23. nóvember 1941 - 28. mars 1946 Var í Reykjavík 1945.
0) Þorgerður Kristjánsdóttir f. 27. janúar 1956, dóttir Auðar var alin upp hjá afa sínum og ömmu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sverrir Haraldsson (1928-2002) Æsustöðum (6.1.1928 - 24.10.2002)

Identifier of related entity

HAH02071

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1963 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sandgerði Blönduósi (1907 -)

Identifier of related entity

HAH00131

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp (30.11.1876 - 23.5.1963)

Identifier of related entity

HAH03616

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp

er foreldri

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Björnsdóttir (1886-1970) Gottorp (31.3.1886 - 29.11.1970)

Identifier of related entity

HAH08991

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Björnsdóttir (1886-1970) Gottorp

er foreldri

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Baldur Þórarinsson (1921-1988) Sæbóli Blönduósi (3.10.1921 - 14.9.1988)

Identifier of related entity

HAH01103

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Baldur Þórarinsson (1921-1988) Sæbóli Blönduósi

er systkini

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Dagsetning tengsla

1921 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stefanía Jónsdóttir (1913-2001) Gottorp (22.6.1913 - 26.4.2001)

Identifier of related entity

HAH08990

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Stefanía Jónsdóttir (1913-2001) Gottorp

er systkini

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Heimir Pétursson (1936-2017) Blönduósi (31.12.1936 - 11.3.2017)

Identifier of related entity

HAH02196

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Einar Heimir Pétursson (1936-2017) Blönduósi

is the cousin of

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

Dagsetning tengsla

1936 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02050

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 31.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir