Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991)

Parallel form(s) of name

  • Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991) Skriðnisenni

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.11.1889 - 19.6.1991

History

Steinunn Guðmundsdóttir frá Skriðinsenni Fædd 4. nóvember 1889 Dáin 19. júní 1991 Þann 19. júní sl. lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík Steinunn Guðmundsdóttir á 102. aldursári, fyrrum ljósmóðir í Árneshreppi á Ströndum. Með Steinunni er horfin sjónum okkar mikil mannkosta kona, sem átti frá æsku þá þrá í hjarta að hlú að öðru fólki og verða því að liði í baráttu lífsins. Það var því fyrir henni sem kall frá Guði, er hún var beðin um að læra ljósmóðurfræði til að gegna ljósmóðurstörfum í Árneshreppi. Strax í æsku naut Steinunn þess að vera uppfrædd í orði Guðs sem leiddi hana til lifandi trúar á Guð og son hans Jesú Krist. Á námsárum sínum í Reykjavík gekk hún í KFUK og starfaði þar þau árin sem hún dvaldi í Reykjavík. Meðal þeirra sem hún kynntist í Reykjavík var frú Anna Thoroddsen, sem um árabil var forstöðukona Kristniboðsfélags kvenna. Er ekki ótrúlegt að þau kynni hafi leitt tilþess góða og einlæga áhuga fyrir kristniboði er hún sýndi alla tíð bæði í orði og verki. Er skemmst að minnast stórrar peningagjafar til Kristniboðssambandsins í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1989. Sú gjöf var til minningar um eiginmann hennar Jón Lýðsson bónda og hreppstjóra á Skriðinsenni, en þar bjuggu þau hjónin góðu búi um áraraðir.
Steinunn fæddist að Dröngum næst nyrsta bæ í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson bóndi og kona hans Anna Jakobína Eiríksdóttir ættuð úr Húnavatnssýslu. Á bernskuheimili Steinunnar var aldrei sultur í búi og munu slík heimili hafa verið talin til undantekninga á þeim tíma.
Steinunni var Guðstrúin hjartkær frá fyrstu bernsku. Húslestrar voru á hverjum einasta degi og sungið til lesturs á hennar heimili.
Á Kvsk á Blönduósi heyrði hún fyrst spilað á orgel, sem vakti hjá þessari ungu stúlku mikla hrifningu. Pabbi hennar keypti nokkru síðar orgel fyrir systkinin og fékk kennara til að segja þeim til á tónlistarsviðinu.

Places

Drangar: Skriðnisenni á Ströndum: Reykjavík 1958: Hólmavík:

Legal status

Kvsk á Blönduósi 1906, sem var góður skóli: Steinunn fór í ljósmæðranám til Guðmundar Björnssonar landlæknis og stundaði ljósmóðurstörf í áratugi.

Functions, occupations and activities

Ljósmóðurstörf á Ströndum.

Mandates/sources of authority

Steinunn er smávaxin kona, fíngerð og var kvik í hreyfingum. Einkum er hún mér minnisstæð, er hún gekk út á tún með hrífu og sagði "dríbbðu þig nú til piltanna góði", ef ég var þungur á mér. Hún var kröfuhörð, en ég hygg að hún hafi ekki gert meiri kröfur til annarra en sjálfrar sín. Hún sinnti okkur börnunum mikið og vel. Lifandi kristindómur og kristniboð var hennar mikla áhugamál. Ósvikin trú og kirkju rækni setti þá og enn svipmót á heimilishaldið. Árum saman fylgdist Steinunn með og studdi kristniboðið af eldlegum áhuga. Barn að aldri hreifst hún af frásögnum íslenska kristniboðslæknisins Steinunnar Hayes frá Kína. Hún kynntist starfi kristniboðsfélaga og KFUK, er hún dvaldist í Reykjavík veturinn 1911 til 1912 og síðar er hún var í ljósmæðra náminu. Sótti hún þing kristniboð svina og almenn mót í Vatnaskógi og mun hafa verið komin framyfir nírætt, er hún kom þar síðast við. Tilteknar kindur þeirra hjónanna voru kristniboðskindur og runnu allar afurðir til kristniboðsins. Hún kom fyrir söfnunarbauk í útsýnisvörðu á Bitruhálsi, þarsem útsýn er fegurst suður og austur yfir Húnaflóa og norður og vestur yfir Kollafjörð og inn Steingrímsfjörð. Enn á þetta málefni hug hennar allan.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson f. 10. maí 1854 - 10. janúar 1910 Bóndi á Dröngum, Árneshr., Strand. og Anna Jakobína Eiríksdóttir 19. ágúst 1856 - 1. ágúst 1948 Var á Skriðnesenni, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Húsfreyja á Dröngum, Árneshr., Strand.
Systkin hennar voru: Anna Guðmundsdóttir f. 25. desember 1891 - 12. janúar 1963 Húsfreyja í Hólmavík 1930.
Finnbogi Guðmundsson f. 7. september 1893 - 25. febrúar 1976 Húsgagnasmiður á Akranesi. Smiður, ljósmyndari og leigjandi í Hólmavík 1930.
Eiríkur Guðmundsson f. 7. janúar 1895 - 25. júní 1976 Bóndi á Dröngum, Árnesssókn, Strand. 1930. Bóndi á Dröngum, á Akranesi, síðast bús. í Kópavogi.
Eiginmaður hennar var Jón Lýðsson f. 13 . maí 1887 - 14. ágúst 1969. Bóndi á Skriðnesenni, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Bóndi og hreppstjóri á Skriðinsenni í Bitrufirði, Óspakseyrarhr., Strand. Foreldrar hans voru Anna Magnúsdóttir 11. september 1852 - 23. mars 1937 Húsfreyja á Stað í Hrútafirði og Skriðnisenni og Lýður Jónsson 27. mars 1845 - 27. maí 1937. Hreppstjóri á Skriðnesenni, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Bóndi og oddviti á Stað í Hrútafirði og hreppstjóri á Skriðnisenni í Bitrufirði.
Börn þeirra:
1) Anna Jakobína f. 26. apríl 1924, gift Kristjáni Jónssyni, póst- og símastjóra á Hólmavík,
2) Lýður f. 17. september 1925, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Mundheiði Gunnarsdóttur,
3) Ólafía f. 10. nóvember 1928, ljósmóðir á Hólmavík,
4) Lilja f. 19. ágúst 1931, gift Hákoni Ormssyni, bónda á Skriðinsenni,
5) Anna Guðrún f. 1. nóvember 1932, hjúkrunarfræðingur á Akureyri.
Hjá þeim ólst einnig upp
0) Guðlaug Guðmundsdóttir, sem nú er látin?. 1920 er á Dröngum Guðlaug Guðmundsdóttir f. 1915 og er hún á lífi skv íslendingabók (Aths. GPJ)

General context

Relationships area

Related entity

Hólmavík við Steingrímsfjörð (3.6.1890 -)

Identifier of related entity

HAH00298

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kristján Jónsson (1915-1993) Hólmavík (6.3.1915 - 2.2.1992)

Identifier of related entity

HAH01686

Category of relationship

family

Dates of relationship

20.6.1944

Description of relationship

Steinunn var móðir Önnu konu Kristjáns.

Related entity

Anna Jakobína Eiríksdóttir (1856-1948) (19.8.1856 - 1.8.1948)

Identifier of related entity

HAH02354

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Jakobína Eiríksdóttir (1856-1948)

is the parent of

Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991)

Dates of relationship

4.11.1899

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02043

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places