Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Steinþóra Sigríður Þórisdóttir (1926-2013)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.4.1926 - 8.12.2013
Saga
Steinþóra Sigríður Þórisdóttir fæddist á Húsavík 3. apríl 1926. Fimm ára gömul flutti Steinþóra með foreldrum sínum frá Álftagerði við Mývatn í Reykholt í Borgarfirði og ólst hún þar upp. Hún stundaði nám í Reykholtsskóla, var mikið í íþróttum og keppti í sundi fyrir Ungmennasamband Borgarfjarðar í mörg ár.
Húsfreyja í Reykjavík og rak fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum.
Hún lést á Grund 8. desember 2013.
Útför Steinþóru var gerð frá Dómkirkjunni 17. desember 2013, og hófst athöfnin kl. 15.
Staðir
Réttindi
Hún stundaði nám í Reykholtsskóla
Starfssvið
Verslunarmaður í Reykjavík
Eftir að Steinþóra giftist og átti dæturnar einbeitti hún sér að fjölskyldunni. Árið 1966 hóf hún störf í Skyndimyndum sem hún rak ásamt eiginmanni sínum allt þar til þau hættu rekstri 1999. Hún tók virkan þátt í störfum Kvenfélags Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem eiginmaður hennar lék með, og sá m.a. um flóamarkaði og kökubasara. Hún var heiðursfélagi Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Þórir Steinþórsson 7. maí 1895 - 5. júní 1972. Bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit, síðar kennari og skólastjóri í Reykholti í Borgarfirði. Bóndi í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930 og fyrri kona hans; Þuríður Friðbjörnsdóttir 18. sept. 1900 - 11. feb. 1932. Húsfreyja í Álftagerði í Mývatnssveit og í Reykholti í Borgarfirði. Húsfreyja í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930.
Seinni kona Þóris; Laufey Þórmundsdóttir 4. des. 1908 - 11. des. 1999. Var í Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykholti. Síðast bús. í Reykholti.
Alsystkini Steinþóru eru:
1) Jón Þórisson kennari í Reykholti, f. 22.9. 1920, d. 5.12. 2001. Bóndi í Reykholti í Borg. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykholtsdalshr. Jón kvæntist 29. desember 1945 Halldóru Jóhönnu Þorvaldsdóttur, f. 15. júlí 1921 - 9. nóv. 2012. Var á Valdastöðum, Grindavíkursókn, Gull. 1930. Húsfreyja og stöðvarstjóri Póst og síma í Reykholti í Reykholtsdalshreppi.
2) Steingrímur Þórisson 15. júlí 1923 - 16. sept. 2002. Var í Álftagerði III, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Steingrímur kvæntist 17.4. 1943 fyrri konu sinni, Ástu Dagmar Jónasdóttur, f. á Siglufirði 7.9. 1924, d. 17.3. 2001. Var á Eskifirði 1930. Heimili: Siglufjörður. Sonardóttir Magnúsar Stefánssonar og Bjargar E. Jónasdóttur. Starfaði lengst af við heimilisstörf og barnauppeldi, síðar ráðskona og vökukona. Síðast bús. í Garðabæ.
3) Kristján Þór Þórisson fyrrverandi skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 28.1. 1932.
Hálfsystur, samfeðra þær;
4) Sigrún Þórisdóttir lyfjafræðingur og meinatæknir í Reykjavík, f. 19. des. 1936 - 17. júní 2017.
5) Þóra Þórisdóttir starfsmaður hjá Landspítalanum í Fossvogi, f. 8.2. 1944.
Steinþóra giftist 4. desember 1949 Halldóri Einarssyni, ljósmyndara og básúnuleikara, f. 1. mars 1926 á Bakka á Akranesi, d. 21. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Halldóra Helgadóttir, f. 6. september 1875 á Háafelli í Hvítársíðu, d. 30. október 1964, og Einar Ingjaldsson, f. 29. ágúst 1864 í Nýlendu á Akranesi, d. 31. júlí 1940, bóndi og skipstjóri á Bakka á Akranesi.
Dætur Steinþóru og Halldórs eru;
1) Halldóra, f. 21. nóvember 1948, eiginmaður hennar er Jeremy Adler,
2) Anna Birna, f. 26. ágúst 1955.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 10.3.2020
Tungumál
- íslenska