Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Steingrímur Thorsteinson (1831-1913) ljósmyndari, skáld og rithöfundur. Rektor.
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.5.1831 - 21.8.1913
Saga
Ljósmyndari. Skáld og rithöfundur, síðar rektor. Var á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin (grísku og latínu), sögu og norræn fræði. Hann kom til Íslands 1872 og gerðist þá kennari við Lærða skólann í Reykjavík og varð að lokum rektor hans og því embætti hélt hann til dauðadags.
Staðir
Réttindi
Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin (grísku og latínu), sögu og norræn fræði.
Starfssvið
Kennari og rektor Lærða skólans 1872-1913.
Lagaheimild
Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku Þúsund og einni nótt og þýddi Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. Var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans Vorhvöt vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Bjarni Þorsteinsson 31. mars 1781 - 3. nóv. 1876. Var í Nesi, Reykjavíkursókn, Gull. 1801. Amtmaður á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845, einnig konferensráð í Reykjavík og kona hans 22.7.1821; Þórunn Hannesdóttir Finsen Thorsteinson 30. júlí 1794 - 28. mars 1886. Var í Skálholti, Skálholtssókn, Árn. 1801. Húsfreyja á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845, seinna í Reykjavík. Faðir hennar Hannes Finsen biskup
Systkini Steingríms
Árni Bjarnason Thorsteinsson 5. apríl 1828 - 29. nóv. 1907. Landfógeti, dómari í landsyfirrétti og alþingismaður. Var á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1835. Kona hans 8.9.1861; Sophia Christine Hannesdóttir Thorsteinsson 14. jan. 1839 - 21. mars 1914. Var í Reykjavík 1845, húsfreyja þar 1910. Landfógetafrú í Reykjavík. Dóttir þeirra var Þórunn móðir Árna Siemsen ljósmyndara og aðalræðismanns í Lübeck Þýskalandi, langafa Eyþórs Franzonar Wechner organista á Blönduósi
Kona hans 1858; Lydia Ethelinde Wilstrup Thorsteinson 17.12.1821 - 5.6.1883. Faðir: J. Wilstrup tollgæslumaður í Kaupmannahöfn.
Seinni kona hans 7.6.1890; Birgitta Guðríður Eiríksdóttir 30. sept. 1855 - 29. maí 1919. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Börn hans;
1) Bjarni Vilhelm Steingrímsson Thorsteinson 23. jan. 1865 - 27. jan. 1911. Læknir í Danmörku. Útskrifaðist úr Lærða skólanum og síðar Hafnarháskóla.
2) Haraldur Thorsteinson 20. feb. 1892 - 23. nóv. 1957. Var í Reykjavík 1910. Rithöfundur. Ókvæntur og barnlaus. Tók upp rithöfundarnafnið Hamar.
3) Þórunn Thorsteinson Thostrup 9. mars 1893 - 24. apríl 1990. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Skálholti, Reykjavík 1920.
4) Axel Steingrímsson Thorsteinson 5. mars 1895 - 3. des. 1984. Kennari, blaðamaður og rithöfundur. Var í Reykjavík 1910. Hermaður í fyrri heimstyrjöld. Blaðamaður á Sellandsstíg 20, Reykjavík 1930. Fréttamaður á Rúv [sagði erlendar morgunfréttir kl 6 frá BBC]. M1 1919; Jeanne Barthelemy L. Thorsteinson 21. maí 1901 - 24. júní 1984. Húsfreyja á Sellandsstíg 20, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Belgísk, þau skildu. M2, 7.9.1940; Sigríður Þorgeirsdóttir 21. sept. 1909 - 26. jan. 1965. Var í Reykjavík 1910. Afgreiðslustúlka á Njálsgötu 47, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Steingrímur Thorsteinson (1831-1913) ljósmyndari, skáld og rithöfundur. Rektor.
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.2.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði https://timarit.is/issue/239647?iabr=on