Steingrímur Thorsteinson (1831-1913) ljósmyndari, skáld og rithöfundur. Rektor.

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Steingrímur Thorsteinson (1831-1913) ljósmyndari, skáld og rithöfundur. Rektor.

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.5.1831 - 21.8.1913

History

Ljósmyndari. Skáld og rithöfundur, síðar rektor. Var á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin (grísku og latínu), sögu og norræn fræði. Hann kom til Íslands 1872 og gerðist þá kennari við Lærða skólann í Reykjavík og varð að lokum rektor hans og því embætti hélt hann til dauðadags.

Places

Legal status

Hann varð stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1851 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist í Hafnarháskóla. Þar hóf hann nám í lögum en hætti því og lagði stund á fornmálin (grísku og latínu), sögu og norræn fræði.

Functions, occupations and activities

Kennari og rektor Lærða skólans 1872-1913.

Mandates/sources of authority

Steingrímur var mikilvirkur þýðandi og sneri meðal annars á íslensku Þúsund og einni nótt og þýddi Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar. Var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar í þjóðfrelsisbaráttunni og sýnir kvæði hans Vorhvöt vel afstöðu hans í stormum þeirra átaka.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Bjarni Þorsteinsson 31. mars 1781 - 3. nóv. 1876. Var í Nesi, Reykjavíkursókn, Gull. 1801. Amtmaður á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845, einnig konferensráð í Reykjavík og kona hans 22.7.1821; Þórunn Hannesdóttir Finsen Thorsteinson 30. júlí 1794 - 28. mars 1886. Var í Skálholti, Skálholtssókn, Árn. 1801. Húsfreyja á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1845, seinna í Reykjavík. Faðir hennar Hannes Finsen biskup

Systkini Steingríms
Árni Bjarnason Thorsteinsson 5. apríl 1828 - 29. nóv. 1907. Landfógeti, dómari í landsyfirrétti og alþingismaður. Var á Arnarstapa, Laugarbrekkusókn, Snæf. 1835. Kona hans 8.9.1861; Sophia Christine Hannesdóttir Thorsteinsson 14. jan. 1839 - 21. mars 1914. Var í Reykjavík 1845, húsfreyja þar 1910. Landfógetafrú í Reykjavík. Dóttir þeirra var Þórunn móðir Árna Siemsen ljósmyndara og aðalræðismanns í Lübeck Þýskalandi, langafa Eyþórs Franzonar Wechner organista á Blönduósi

Kona hans 1858; Lydia Ethelinde Wilstrup Thorsteinson 17.12.1821 - 5.6.1883. Faðir: J. Wilstrup tollgæslumaður í Kaupmannahöfn.
Seinni kona hans 7.6.1890; Birgitta Guðríður Eiríksdóttir 30. sept. 1855 - 29. maí 1919. Húsfreyja í Reykjavík 1910.

Börn hans;
1) Bjarni Vilhelm Steingrímsson Thorsteinson 23. jan. 1865 - 27. jan. 1911. Læknir í Danmörku. Útskrifaðist úr Lærða skólanum og síðar Hafnarháskóla.
2) Haraldur Thorsteinson 20. feb. 1892 - 23. nóv. 1957. Var í Reykjavík 1910. Rithöfundur. Ókvæntur og barnlaus. Tók upp rithöfundarnafnið Hamar.
3) Þórunn Thorsteinson Thostrup 9. mars 1893 - 24. apríl 1990. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Skálholti, Reykjavík 1920.
4) Axel Steingrímsson Thorsteinson 5. mars 1895 - 3. des. 1984. Kennari, blaðamaður og rithöfundur. Var í Reykjavík 1910. Hermaður í fyrri heimstyrjöld. Blaðamaður á Sellandsstíg 20, Reykjavík 1930. Fréttamaður á Rúv [sagði erlendar morgunfréttir kl 6 frá BBC]. M1 1919; Jeanne Barthelemy L. Thorsteinson 21. maí 1901 - 24. júní 1984. Húsfreyja á Sellandsstíg 20, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Belgísk, þau skildu. M2, 7.9.1940; Sigríður Þorgeirsdóttir 21. sept. 1909 - 26. jan. 1965. Var í Reykjavík 1910. Afgreiðslustúlka á Njálsgötu 47, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

General context

Relationships area

Related entity

Árni Thorsteinsson ljósmyndastofa Árni Thorsteinsson (1870-1962) tónskáld Reykjavík

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Árni Thorsteinsson ljósmyndastofa Árni Thorsteinsson (1870-1962) tónskáld Reykjavík

is the cousin of

Steingrímur Thorsteinson (1831-1913) ljósmyndari, skáld og rithöfundur. Rektor.

Dates of relationship

15.10.1870

Description of relationship

Bróður sonur

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06500

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.2.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places