Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Hliðstæð nafnaform

  • Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.7.1902 - 15.10.1993

Saga

Steingrímur Jóhannesson frá Svínavatni lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 15. þ.m. Hann hafði dvalist þar á elli- og sjúkradeild tæp tvö ár, verið hress af níræðum manni að vera, léttur á sér og kvikur í hreyfingum og las blöð og bækur gleraugnalaust, en minnið var orðið lítið.

Staðir

Réttindi

Að loknu barnaskólanámi heima fór Steingrímur í gagnfræðaskóla á Akureyri. Þá fór hann til Reykjavíkur og lærði að spila á orgel og var um árabil organisti við Svínavatnskirkju og lék oft á orgelið sér og öðrum til ánægju. Steingrímur var með þeim fyrstu hér um slóðir sem tók bílpróf og þegar vegasamband við hreppinn komst á keypti hann vörubíl og flutti á honum vörur fyrir Svínavatnsheimilið og aðra.

Starfssvið

Jafnhliða öðrum störfum vann Steingrímur búi foreldra sinna, en þegar faðir hans lést fór hann að búa með móður sinni og systkinum sem heima voru og eftir lát móður sinnar bjó Steingrímur félagsbúi með þeim Guðmundi, Jóhönnu og Elínu og bjuggu þau saman á Svínavatni meðan kraftar og heilsa entust.
Margir áttu erindi að Svínavatni frá gamalli tíð, þar voru staðsettar bækur lestrarfélagsins Fjölnis, símstöð var á Svínavatni meðan handvirkur sími var í notkun og sóknarkirkja Svínavatnssóknar. Sjálfsagt þótti að bjóða öllum sem að Svínavatni komu veitingar og eftir messu var veislukaffi eins og sjálfsagður hluti af kirkjuferðinni.
Svínavatnssystkini stunduðu búskapinn af mikilli hagsýni og myndarskap, byggðu upp allar byggingar í samræmi við nútíma kröfur, ræktuðu tún og keyptu vélar og tæki.
Ákveðin verkaskipting var með þeim systkinum. Steingrímur var bústjórinn, Jóhanna sá um fatnað og hannyrðir, enda var hún annáluð hannyrðakona, átti m.a. handunnið sjal á heimssýningu í París, Elín sá um matseld og heimilishald og Guðmundur um símstöðina, bókhald og garðrækt. Voru þau langt yfir meðalmennsku hvert á sínu sviði. Öll náðu þau systkini háum aldri

Lagaheimild

Á Svínavatni nam land upphaflega Þorgils gjallandi og hefur þar ætíð verið kirkjustaður og kirkjan þar helguð Páli postula.

Innri uppbygging/ættfræði

Steingrímur var næstyngstur Svínavatnssystkina sem upp komust, en þau eru nú öll látin. Þau voru, auk Steingríms, Jóhanna Jóhannesdóttir 4. nóvember 1895 - 1. maí 1989 Var á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Svínavatni, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsmóðir og hannyrðakennari þar, Elín Jóhannesdóttir 24. janúar 1897 - 6. september 1982 Var á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Svínavatni, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Svínavatni. Ógift, Helga Jóhannesdóttir f. 15. desember 1898 - 18. maí 1992. Var á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Saumakona í Reykjavík. Ógift, Guðmundur Jóhannesson f. 22. október 1900 - 25. janúar 1991 Var á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Svínavatni, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi og fræðimaður á Svínavatni. Ókvæntur. Steinvör Guðrún Jóhannesdóttir f. 28. ágúst 1903 - 15. janúar 1969 Húsfreyja á Kárastöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Blíðheimum 1939 og Péturshúsi (Pétursborg) 1936, Blönduósi, maður hennar Pétur Sigurður Ágústsson. Síðast bús. í Reykjavík og Ólafía Friðrika Jóhannesdóttir f. 8. febrúar 1909 - 21. september 1985. Námsmær á Fjölnisvegi 20, Reykjavík 1930. Kennari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Foreldrar þeirra voru Ingibjörg Steinvör Ólafsdóttir f. 2. desember 1869 - 12. febrúar 1954, frá Ási í Vatnsdal og Jóhannes 21. desember 1865 - 21. júní 1946, Helgason, Benediktssonar frá Eiðsstöðum. Þau bjuggu á Svínavatni allan sinn búskap, með gott og gagnsamt bú enda jörðin með betri jörðum sýslunnar. Mikið átak hefur þó verið að ala upp svo stóran barnahóp og koma þeim til manns, en Svínavatnssystkini nutu mun meiri menntunar en almennt gerðist á þeim tíma.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Elín Jóhannesdóttir (1897-1982) Svínavatni (24.1.1897 - 6.9.1982)

Identifier of related entity

HAH03185

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elín Jóhannesdóttir (1897-1982) Svínavatni

er systkini

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Dagsetning tengsla

1902 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Jóhannesdóttir (1895-1989) Svínavatni (4.11.1895 - 1.5.1989)

Identifier of related entity

HAH05393

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhanna Jóhannesdóttir (1895-1989) Svínavatni

er systkini

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Dagsetning tengsla

1902

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Jóhannesson (1900-1991) Svínavatni (22.10.1900 - 25.1.1991)

Identifier of related entity

HAH04065

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Jóhannesson (1900-1991) Svínavatni

er systkini

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Gunnarsdóttir (1921-2011) frá Svínavatni (23.5.1921 - 30.8.2011)

Identifier of related entity

HAH01507

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Gunnarsdóttir (1921-2011) frá Svínavatni

is the cousin of

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Dagsetning tengsla

1921 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svínavatn bær og vatn ([900])

Identifier of related entity

HAH00523

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Svínavatn bær og vatn

veitir

Steingrímur Jóhannesson (1902-1993) Svínavatni

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02038

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 29.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir