Stefán Jónsson (1930-2013)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Stefán Jónsson (1930-2013)

Hliðstæð nafnaform

  • Stefán Jónsson (1930-2013) frá Neðri-Svertingsstöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.3.1930 - 21.7.2013

Saga

Stefán fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 6. mars 1930. Hann lést á líknardeild Kópavogs 21. júlí 2013. Stefán verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Staðir

Svertingsstaðir í Miðfirði:

Réttindi

Stefán lauk stúdentsprófi frá MA árið 1951 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ árið 1959. Hann nam lungnalífeðlisfræði við háskólann í Gautaborg og lífeðlisfræði blóðrásar við lífeðlisfræðistofnun háskólans í Gautaborg 1970-1971, og í lungnasjúkdómum og lungnalífeðlisfræði við Cardiothoracic Institude við Brompton-sjúkrahúsið í Lundúnum 1977.

Starfssvið

Hann var námskandídat við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1959, við fæðingardeild Landspítalans og Slysavarðstofuna í Reykjavík 1960. Hann var aðstoðarlæknir á Rannsóknarstofu HÍ 1960-61, héraðslæknir í Ólafsfjarðarhéraði 1961-63. Hann hlaut almennt lækningaleyfi hérlendis 1962 og var aðstoðarlæknir við Borgarspítalann 1963-66. Stefán var aðstoðaryfirlæknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og síðan við Centralsjúkrahúsið í Vänersborg 1966-69. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í meinalífeðlisfræði frá 1972, og vann á rannsóknardeild Borgarspítala 1972-99. Stefán var lektor í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ frá 1971, dósent þar frá 1980, og stundakennari í lífeðlisfræði við líffræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ, við námsbraut í hjúkrun við HÍ, Meinatæknaskólann og Nýja hjúkrunarskólann. Stefán var ritari Læknafélagsins Eirar 1973-75, sat í kennslunefnd læknadeildar 1972-73, í deildarráði læknadeildar 1974-76, í vinnuskyldunefnd, í nefnd um breytingar á reglugerð læknadeildar, í nefnd um starfsreglur vegna stöðuveitinga, í dómnefnd vegna lektorsstöðu í innkirtlasjúkdómum og í stöðunefnd læknaráðs Borgarspítalans frá 1973. Stefán starfaði að hjartarannsóknum við Læknasetrið í Reykjavik frá 2001-2009

Lagaheimild

Hann hefur skrifað ýmsar greinar í erlend og innlend læknarit.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Jón Eiríksson frá Þverá í Vesturhópi, f. 22.6. 1885, d. 10.2. 1975 og Hólmfríður Bjarnadóttir frá Túni í Flóa, f. 13.10. 1891, d. 22.4. 1981.
Systkini Stefáns voru Guðfinna, f. 23.4. 1917, d. 12.6. 2010, Ingunn, f. 3.1. 1919, d. 3.4. 1979, Þorgerður, f. 14.8. 1920, d. 14.10. 2010, Eiríkur Óli, f. 27.2. 1922, d. 10.1. 2008, Bjarni, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 2012, Ingibjörg Guðlaug, f. 1926, Snorri, f. 1928, Eggert Ólafur, f. 1931, Gunnlaugur, f. 1933, Ragnheiður, f. 1935.
Stefán kvæntist 30. desember 1960 Esther Garðarsdóttur ljósmóður frá Fáskrúðsfirði, f. 29.3.1935. Foreldrar hennar voru Garðar Kristjánsson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 27.8. 1909, d. 6.2. 1964 og Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir, f. 15.7. 1911, d. 24.3. 2003.
Börn Stefáns og Estherar eru:
1) Íris Alda, kjördóttir Stefáns, f. 20.12. 1957, sambýlismaður Heimir V. Pálmason. Börn Írisar Öldu eru Pétur Ingi, f. 4.3. 1983, sambýliskona Elva Ósk Antonsdóttir, dóttir þeirra Amelía Ósk, f. 3.8. 2012; Ingibjörg Ragnheiður, f. 21.5. 1985, sambýlismaður Þorsteinn Jónsson, sonur þeirra, Jón Metúsalem, f. 19.4. 2012; Stefanie Esther, f. 11.6. 1987, sambýlismaður Heiðar Austmann; Atli Fannar, f. 24.1. 1992 og Hugrún Birta, f. 24.7. 1995. Faðir Írisar var Gunnar Gíslason 22. janúar 1937 - 5. ágúst 1969 Rafvirkjameistari og rak rafvélaverkstæði í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Pétur Hafsteinn, f. 26.3. 1962, kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur, sonur þeirra er Jón Stefán, f. 14.7. 1999, fyrir á Áslaug dótturina Heiðrúnu Gissunn Káradóttur, f. 19.1. 1988;
3) Rúna Gerður, f. 23.11. 1964, gift Helga Óskari Víkingssyni, dóttir þeirra er Nína Dagbjört, f. 24.8. 2000. Fyrir á Rúna Gerður soninn Georg Helga Hjartarson, f. 12.11. 1986, sambýliskona Jóna Margrét Guðmundsdóttir, og Helgi á dótturina Ingibjörgu Ósk, f. 9.9. 1995;

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Eiríkur Óli Jónsson (1922-2008) (27.2.1922 - 19.1.2008)

Identifier of related entity

HAH03149

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Eiríkur Óli Jónsson (1922-2008)

er systkini

Stefán Jónsson (1930-2013)

Dagsetning tengsla

1930 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02029

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 29.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir