Stefán Jónsson (1930-2013)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stefán Jónsson (1930-2013)

Parallel form(s) of name

  • Stefán Jónsson (1930-2013) frá Neðri-Svertingsstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.3.1930 - 21.7.2013

History

Stefán fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 6. mars 1930. Hann lést á líknardeild Kópavogs 21. júlí 2013. Stefán verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Places

Svertingsstaðir í Miðfirði:

Legal status

Stefán lauk stúdentsprófi frá MA árið 1951 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ árið 1959. Hann nam lungnalífeðlisfræði við háskólann í Gautaborg og lífeðlisfræði blóðrásar við lífeðlisfræðistofnun háskólans í Gautaborg 1970-1971, og í lungnasjúkdómum og lungnalífeðlisfræði við Cardiothoracic Institude við Brompton-sjúkrahúsið í Lundúnum 1977.

Functions, occupations and activities

Hann var námskandídat við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1959, við fæðingardeild Landspítalans og Slysavarðstofuna í Reykjavík 1960. Hann var aðstoðarlæknir á Rannsóknarstofu HÍ 1960-61, héraðslæknir í Ólafsfjarðarhéraði 1961-63. Hann hlaut almennt lækningaleyfi hérlendis 1962 og var aðstoðarlæknir við Borgarspítalann 1963-66. Stefán var aðstoðaryfirlæknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og síðan við Centralsjúkrahúsið í Vänersborg 1966-69. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í meinalífeðlisfræði frá 1972, og vann á rannsóknardeild Borgarspítala 1972-99. Stefán var lektor í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ frá 1971, dósent þar frá 1980, og stundakennari í lífeðlisfræði við líffræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ, við námsbraut í hjúkrun við HÍ, Meinatæknaskólann og Nýja hjúkrunarskólann. Stefán var ritari Læknafélagsins Eirar 1973-75, sat í kennslunefnd læknadeildar 1972-73, í deildarráði læknadeildar 1974-76, í vinnuskyldunefnd, í nefnd um breytingar á reglugerð læknadeildar, í nefnd um starfsreglur vegna stöðuveitinga, í dómnefnd vegna lektorsstöðu í innkirtlasjúkdómum og í stöðunefnd læknaráðs Borgarspítalans frá 1973. Stefán starfaði að hjartarannsóknum við Læknasetrið í Reykjavik frá 2001-2009

Mandates/sources of authority

Hann hefur skrifað ýmsar greinar í erlend og innlend læknarit.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Jón Eiríksson frá Þverá í Vesturhópi, f. 22.6. 1885, d. 10.2. 1975 og Hólmfríður Bjarnadóttir frá Túni í Flóa, f. 13.10. 1891, d. 22.4. 1981.
Systkini Stefáns voru Guðfinna, f. 23.4. 1917, d. 12.6. 2010, Ingunn, f. 3.1. 1919, d. 3.4. 1979, Þorgerður, f. 14.8. 1920, d. 14.10. 2010, Eiríkur Óli, f. 27.2. 1922, d. 10.1. 2008, Bjarni, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 2012, Ingibjörg Guðlaug, f. 1926, Snorri, f. 1928, Eggert Ólafur, f. 1931, Gunnlaugur, f. 1933, Ragnheiður, f. 1935.
Stefán kvæntist 30. desember 1960 Esther Garðarsdóttur ljósmóður frá Fáskrúðsfirði, f. 29.3.1935. Foreldrar hennar voru Garðar Kristjánsson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 27.8. 1909, d. 6.2. 1964 og Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir, f. 15.7. 1911, d. 24.3. 2003.
Börn Stefáns og Estherar eru:
1) Íris Alda, kjördóttir Stefáns, f. 20.12. 1957, sambýlismaður Heimir V. Pálmason. Börn Írisar Öldu eru Pétur Ingi, f. 4.3. 1983, sambýliskona Elva Ósk Antonsdóttir, dóttir þeirra Amelía Ósk, f. 3.8. 2012; Ingibjörg Ragnheiður, f. 21.5. 1985, sambýlismaður Þorsteinn Jónsson, sonur þeirra, Jón Metúsalem, f. 19.4. 2012; Stefanie Esther, f. 11.6. 1987, sambýlismaður Heiðar Austmann; Atli Fannar, f. 24.1. 1992 og Hugrún Birta, f. 24.7. 1995. Faðir Írisar var Gunnar Gíslason 22. janúar 1937 - 5. ágúst 1969 Rafvirkjameistari og rak rafvélaverkstæði í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Pétur Hafsteinn, f. 26.3. 1962, kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur, sonur þeirra er Jón Stefán, f. 14.7. 1999, fyrir á Áslaug dótturina Heiðrúnu Gissunn Káradóttur, f. 19.1. 1988;
3) Rúna Gerður, f. 23.11. 1964, gift Helga Óskari Víkingssyni, dóttir þeirra er Nína Dagbjört, f. 24.8. 2000. Fyrir á Rúna Gerður soninn Georg Helga Hjartarson, f. 12.11. 1986, sambýliskona Jóna Margrét Guðmundsdóttir, og Helgi á dótturina Ingibjörgu Ósk, f. 9.9. 1995;

General context

Relationships area

Related entity

Eiríkur Óli Jónsson (1922-2008) (27.2.1922 - 19.1.2008)

Identifier of related entity

HAH03149

Category of relationship

family

Type of relationship

Eiríkur Óli Jónsson (1922-2008)

is the sibling of

Stefán Jónsson (1930-2013)

Dates of relationship

6.3.1930

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02029

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places