Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Hliðstæð nafnaform

  • Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.1.1923 - 3.4.2003

Saga

Stefán Jónsson fæddist á Fossi í Hrútafirði 14. janúar 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn.
Stefán ólst upp á Óspaksstöðum til 11 ára aldurs hjá Ingþóri Björnssyni móðurbróður sínum og konu hans Hallberu Þórðardóttur. Vorið 1935 fór hann til foreldra sinna að Fossi og var þar fram að fermingu. Útför Stefáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Staðir

Foss í Hrútafirði: Óspaksstaðir:

Réttindi

1942 fer hann til Reykjavíkur og hefur nám í veggfóðrun og dúklögn í maí 1945, lauk því námi 1949.

Starfssvið

Eftir fermingu vann hann á sumrin við vega- og símavinnu en á veturna vann hann fyrir fæði og húsnæði sem vetrarmaður. Hann hóf fljótlega sjálfstæðan atvinnurekstur í iðn sinni, sem hann stundaði allan sinn starfsaldur. Stefán var virkur í félagsmálum og var meðal annars valinn til trúnaðarstarfa í Félagi dúklagninga og veggfóðrarameistara, Oddfellow-reglunni á Íslandi, Knattspyrnufélaginu Þrótti, Framsóknarflokknum í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Reykjavík

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björnsdóttir, húsfrú á Fossi, f. 29.10. 1884 á Óspaksstöðum í Hrútafirði, d. 10.7. 1952, og Jón Marteinsson, bóndi og hliðvörður á Holtavörðuheiði, f. 26.9.1879 á Reykjum í Hrútafirði, d. 25.6. 1970. Börn þeirra voru auk Stefáns: Anna Sigríður, f. 1910, d. 1925, Björn, f. 1912, d. 1912, Pétur, f. 1913, d. 1953, Björn, f. 4. febrúar 1915 - 13. febrúar 2012 Vinnumaður á Fossi, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Blikksmiður og síðar silfursmiður í Reykjavík, Sesselja, f. 1916, d. 1924, 13. september 1917 - 13. maí 1992 Var á Fossi, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Verkakona. Síðast bús. í Reykjavík, 16. ágúst 1919 - 16. mars 1998 Var á Fossi, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Veggfóðrarameistari, 13. maí 1921 - 5. janúar 1983 Var í Hrútatungu, Staðarhr., V-Hún. Tökubarn á framfæri foreldra sinna. Verkamaður í Reykjavík 1945. Veggfóðararmeistari. Síðast bús. í Reykjavík, Sesselja Gíslína, f. 17. október 1924 - 16. júní 2001 Var á Fossi, Staðarsókn, V-Hún. 1930, og Ólafur,28. nóvember 1927 - 18. apríl 2012 Verslunarmaður. Var á Fossi, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bús. í Kópavogi 2003.

Fósturforeldrar; Ingþór Björnsson 9. maí 1878 - 18. nóv. 1934. Bóndi á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Óspaksstöðum í Hrútafirði og kona hans 27.5.1901; Hallbera Þórðardóttir 1.1.1882 - 12.10.1971. Húsfreyja á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Tökubarn á Stóra-Fjarðarhorni, Fellssókn, Strand. 1890. Húsfreyja á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1901 og 1930.
Fóstursystkini;
1) Hjörtur Georg Ingþórsson 22. mars 1901 - 8. apríl 1962. Bifreiðarstjóri á Njálsgötu 79, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík 1945.
2) Þórður Ingþórsson 2. jan. 1902 - 5. feb. 1902. Í fæðingarskrá kirkjubókar er hann sagður deyja 5.2.1902 en í dánarskrá 2.1.1902 en á 1. ári. Því þykir sennilegra hann deyi rúmlega mánaðargamall heldur en samdægurs og þá sagður á 1. ári.
3) Þórður Ingþórsson 4. feb. 1904 - 24. mars 1995. Bifreiðarstjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Ólafur Valdimar Ingþórsson 25. okt. 1906 - 31. des. 1976. Bóndi á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Líklega sonur Ingþórs Björnssonar. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Bjarnheiður Ingþórsdóttir 18.6.1908 - 19.10.1987. Hjúkrunarnemi á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Hjúkrunarkona. Síðast bús. í Hafnarfirði.
5) Sigríður Ingþórsdóttir 24. feb. 1910 - 26. des. 1997. Var á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Björg Ingþórsdóttir 4. júlí 1914 - 25. des. 1994. Var á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Sigurrós Ingþórsdóttir 31. ágúst 1917 - 6. jan. 2011. Var á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Strandhöfn í Vopnafirði og síðar í Kópavogi.
8) Friðrik Theódór Ingþórsson 1. sept. 1918 - 16. sept. 2005. Var á Óspaksstöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Nam klæðskeraiðn og vann við hana um árabil, síðan húsvörður 1978-89. Síðast bús. í Kópavogi.
9) Hallfreður Örn Eiríksson, f. 28. des. 1932 - 17. júlí 2005. Kennari og þjóðfræðingur, sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar. Síðast bús. í Reykjavík.

Hinn 21.desember 1957 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 18.8. 1918, d. 27.5.2010. Foreldrar hennar voru Sigurður Einar Ingimundarson vélstjóri, f. 21.8. 1895, d. 12.4. 1979, Tökubarn í Hausthúsi, Reykjavík. 1901. Var í Reykjavík 1910. Lýsisbræðslumaður á Bakkastíg 8, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Bræðslumaður í Reykjavík og Lovísa Árnadóttir, f. 21.12. 1897, d. 2.3. 1973.
Barn Stefáns og Halldóru:
1) Stefán, f. 13. nóvember 1958, kvæntur Erlu Gunnarsdóttur, f. 1962. Börn þeirra eru Sigurður Lúðvík, f. 1987, og Rúna Sif, f. 1989. Fyrir átti Stefán Katrínu Sif, f. 1979.
Börn Halldóru frá fyrra hjónabandi, sem Stefán gekk í föðurstað:
1) Sigurður Lúðvík Þorgeirsson f. 15. ágúst 1941 - 25. desember 1986 Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Akureyri, kvæntur Kristínu Huld Harðardóttur, f. 1941. Börn þeirra Sigurður, f. 1970, og Jón Andri, f. 1972. Fyrir átti Sigurður Lúðvík Þorgerði, f. 1966.
2) Arnór Þorgeirsson 28. apríl 1948, kvæntur Rósu Pálsdóttur, f. 1944, þeirra börn Þorgeir f. 1971, og Halldóra Ósk, f. 1977.
3) Þorgeir Arnórsson Þorgeirsson f. 17. nóvember 1953, kvæntur Jónu Rebekku Högnadóttur, f. 1956. Börn þeirra: Högni Stefán, f. 1973, Eva Dögg, f. 1978, og Halldóra, f. 1981.
Fyrir átti Stefán:
1) Sævar Örn, f. 5. apríl 1947 Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957, börn hans Þór, f. 1969, Helga Hrefna, f. 1970, Ólafía Lilja, f. 1973, og Steinunn Þórdís, f. 1982. Móðir Stefáns var Lilja Halldórsdóttir Steinsen 15. janúar 1923 - 29. september 1997 Hárgreiðslumeistari. Var í Læknishúsi, Ólafsvíkursókn, Snæf. 1930. Var í Haukagili, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kjörforeldrar: Halldór Steinsen, f. 31.8.1873, d. 25.12.1961 og Katrín Jónsdóttir, f. 18.1.1876, d. 20.7.1927.
2) Guðrún, f. 27. júlí 1950, dóttir hennar: Ólöf Guðrún, f. 1978. Móðir Guðrúnar var Ólöf Álfsdóttir 7. febrúar 1922 - 26. janúar 2004 Var á Bergþórugötu 16, Reykjavík 1930. Vinnukona í Reykjavík 1945. Bókbindari í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Lilja Halldórsdóttir Steinsen (1923-1997) Haukagili (15.1.1923 - 29.9.1997)

Identifier of related entity

HAH01715

Flokkur tengsla

tímabundið

Dagsetning tengsla

1947 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallbera Þórðardóttir (1882-1971) Óspaksstöðum (1.1.1882 - 12.10.1971)

Identifier of related entity

HAH04630

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hallbera Þórðardóttir (1882-1971) Óspaksstöðum

er foreldri

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingþór Björnsson (1878-1934) Óspaksstöðum (9.5.1878 - 18.11.1934)

Identifier of related entity

HAH09429

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingþór Björnsson (1878-1934) Óspaksstöðum

er foreldri

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarnheiður Ingþórsdóttir (1908-1987) frá Óspaksstöðum (18.6.1908 - 19.10.1987)

Identifier of related entity

HAH06529

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bjarnheiður Ingþórsdóttir (1908-1987) frá Óspaksstöðum

er systkini

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hjörtur Georg Ingþórsson (1901-1962) frá Óspaksstöðum (22.3.1901 - 8.4.1962)

Identifier of related entity

HAH06528

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hjörtur Georg Ingþórsson (1901-1962) frá Óspaksstöðum

er systkini

Stefán Jónsson (1923-2003) frá Fossi í Hrútafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02028

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 29.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir