Stefán Halldórsson (1905-1996) steinsmiður Akureyri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Stefán Halldórsson (1905-1996) steinsmiður Akureyri

Hliðstæð nafnaform

  • Stefán Halldórsson steinsmiður Akureyri

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

21.4.1905 - 30.3.1996

Saga

Stefán Halldórsson fæddist í Garði í Mývatnssveit 21. apríl 1905, sem var föstudagurinn langi svo og fyrsti föstudagur í sumri. Stefán lést á heimili sínu á Eyrarvegi 20 laugardaginn 30. mars sl.
Útför Stefáns fór fram frá Akureyrarkirkju 9. apríl.

Staðir

Garður í Mývatnssveit: Akureyri:

Réttindi

Í október 1922 hóf Stefán múraranám hjá Einari Jóhannssyni múrarameistara og lauk sveinsprófi 10.5. 1928 og meistaraprófi 21.11. 1933.

Starfssvið

Hann starfaði sem múrarameistari alla sína starfsævi og stóð fyrir fjölda bygginga hér á Akureyri. Hann vann um langt árabil sem byggingameistari hjá KEA. Einnig vann hann hjá Regin við byggingar ratsjárstöðva bæði á Heiðarfjalli og á Hornafirði. Stefán tók mikinn þátt í félagslífi, var m.a. í Ungmennafélagi Akureyrar, í Karlakórnum Geysi frá 1928 og síðustu árin var hann með "Gömlum Geysisfélögum" og ekki er langt síðan hann fór síðast á æfingu með þeim þó svo að hann væri hættur að syngja. Sl. vor er hann varð 90 ára komu félagar úr Geysi og heimsóttu hann og glöddu hann með söng o.fl. Einnig söng hann með Kantötukórnum og var í Leikfélagi Akureyrar í mörg ár og lék mörg hlutverk með því og síðar vann hann lengi sem sviðsmaður hjá þeim. Þann 8. september 1978 var hann gerður að heiðursfélaga í Múrarafélagi Akureyrar.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar: Ingibjörg Lýðsdóttir, f. 18.7. 1874, d. 23.8. 1948, frá Skriðnesenni í Strandasýslu, og Halldór Stefánsson, f. 2.5. 1872, d. 8.7. 1955, frá Mývatnssveit.
Stefán átti eina systur, Önnu, f. 5.6. 1902, d. á Akureyri 21.5. 1975. Anna var tvígift, fyrri maður hennar var Sigurður Lýðsson frá Skriðnesenni og áttu þau tvö börn, en misstu annað, dreng er lést tveggja ára. Dóttirin Ingibjörg Sigurðardóttir er búsett í Ásgarði í Dölum. Seinni maður Önnu var Hermann Ingimundarson og var hann frá Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu. Anna og Hermann eignuðust tvö börn, Sigríði Halldóru og Ingólf Borgar, bæði búsett hér á Akureyri.
Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Bára Lyngdal Magnúsdóttir, f. 15.1. 1908, þau giftu sig 27.5. 1933. Bára lést 2.7. 1944.
Þeirra börn:
1) Magnús, barnalæknir á Akureyri, f. 2. 11. 1936, fyrri kona Gerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, þeirra börn: Ólafur, f. 5.11. 1962, múrari á Siglufirði, maki Arna Arnardóttir og eiga þau 3 syni. Bára, f. 8.7. 1964, leikari, sambýlismaður Peter Enqvist. Bára á 2 syni. Bára er búsett í Svíþjóð. Brynja, f. 3.7. 1971, sambýlismaður Jón Blomsterberg, þau eiga eina dóttur. Stefán, f. 5.10. 1975, nemi í Reykjavík, Magnús, f. 5.10. 1975, nemi á Akureyri, sambýliskona Hlíf Ísaksdóttir. Seinni kona Magnúsar er Sigríður Jónsdóttir, f. 16.2. 1947, læknaritari á Akureyri. Uppeldissynir Magnúsar, synir Sigríðar, eru Jón H. Harðarson, f. 4.11. 1969, verlsunarmaður á Akureyri. Hann á tvö börn, Hjörleifur Harðarson, f. 26.3. 1972. Búsettur í Reykjavík.
2) Bára, f. 9. maí 1944, skrifstofustjóri hjá Flugfélagi Norðurlands, var gift Gunnari Tryggvasyni hljómlistarmanni, þeirra synir: Stefán, f. 10.7. 1969, vinnur á Akureyri, Tryggvi, f. 18.9. 1973, nemi í Reykjavík.
Seinni kona Stefáns er Brynja Sigurðardóttir, f. 28.9. 1919. Þau giftu sig 10. maí 1952.
Þeirra dætur:
3) Ingibjörg, f. 21.5. 1948, maki Smári Sigurðsson, múrari, þeirra börn: Agnes, f. 7.9. 1967, læknir í Reykjavík, maki Þorvaldur Guðmundsson, nemi í Reykjavík. Anna Brynja, f. 20.6. 1972, nemi á Akureyri, Magnús Smári, f. 8.1. 1985.
4) Sigríður, f. 5.5. 1953, hjúkrunarfræðingur, maki Tommy Asp. Þau eru búsett í Svíþjóð. Þeirra dætur: Charlotta, f. 9.6. 1981, Súsanna, f. 20.12. 1983.
5) Hrafnhildur, f. 4.10. 1955, fóstra og kaupmaður, maki Kári Í. Guðmann kaupmaður. Þeirra synir: Róbert, f. 17.8. 1978, nemi á Akureyri, Brynjar, f. 9.5. 1983, Ísak Kári, f. 31.1. 1992.
6) Halldóra, f. 17.2. 1962, skrifstofumaður hjá Strýtu, maki Grímur Laxdal, starfsmaður hjá KEA. Þeirra dóttir: Guðný Ósk, f. 23. júlí 1993.
Einnig ólu Stefán og Brynja upp
0) Gerði Olofsson, dóttur Sigríðar. Gerður er f. 15.2. 1972, sjúkraliði á Dalvík, maki Daði Valdimarsson. Þeirra dóttir: Gunnhildur, f. 3.7. 1994.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Anna Halldórsdóttir (1902-1975) Akureyri (5.6.1902 - 21.5.1975)

Identifier of related entity

HAH02347

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Halldórsdóttir (1902-1975) Akureyri

er systkini

Stefán Halldórsson (1905-1996) steinsmiður Akureyri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bára Lyngdal Magnúsdóttir (1908-1944) Akureyri (15.1.1908 - 2.7.1944)

Identifier of related entity

HAH05062

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bára Lyngdal Magnúsdóttir (1908-1944) Akureyri

er maki

Stefán Halldórsson (1905-1996) steinsmiður Akureyri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Magnúsdóttir (1852-1937) Stað í Hrútafirði (11.9.1852 - 23.3.1937)

Identifier of related entity

HAH02384

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Magnúsdóttir (1852-1937) Stað í Hrútafirði

is the grandparent of

Stefán Halldórsson (1905-1996) steinsmiður Akureyri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02024

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 28.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir