Stefán Hafsteinn Ingólfsson (1946-2004)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stefán Hafsteinn Ingólfsson (1946-2004)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

9.9.1946 - 21.10.2004

History

Stefán Hafsteinn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Reykjavík: Steinnýjarstaðir: Skagaströnd: Reykjavík 1961:

Legal status

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1969 og lokaprófi í verkfræði frá DTH í Danmörku 1972.

Functions, occupations and activities

Stefán starfaði alla tíð sem sérfræðingur á sviði fasteigna- og upplýsingatæknimála. Hann vann á Fasteignamati ríkisins til 1987 þegar hann hóf sjálfstæðan rekstur. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í stjórnum og nefndum á sínu sérsviði. Stefán var stundakennari við Háskóla Íslands frá 1973 til 1982 og við Tækniháskóla Íslands frá 1982. Stefán var formaður Körfuknattleikssambands Íslands árin 1978-1981 og sat síðar í stjórnum Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur og knattspyrnudeildar Fylkis og var formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar ÍR.

Mandates/sources of authority

Hann var höfundur fjölda kennslu- og handbóka, greina og staðla.

Internal structures/genealogy

Móðir hans er Una Guðrún Jónsdóttir, f. á Steinnýjarstöðum í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu 1926. Faðir hans var Ingólfur Hafsteinn Filippusson vélstjóri, f. í Reykjavík 1924, d. 1962. Systir Stefáns sammæðra er Rúna Soffía Geirsdóttir, f. 1961.
Stefán ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Sigurlaugu Pálsdóttur og Jóni Árnasyni og móðursystur Ingiríði Jónsdóttur á Steinnýjarstöðum og síðar Skagaströnd til 15 ára aldurs en eftir það hjá móður sinni og fósturföður, Geir Hansen, f. 1924, d. 1998, í Reykjavík.
Stefán hóf sambúð 1976 með Kristínu Ísleifsdóttur, f. 5. maí 1953. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Pálína Halldórsdóttir, f. í Hnífsdal 1929, d. 1987, og Ísleifur Magnússon, f. í Bolungarvík 1927, d. 1996. Börn Stefáns og Kristínar eru: Sólveig, B.A. í ensku, þjónustufulltrúi Símans, f. 31. desember 1976, gift Þórði Halldórssyni kerfisfræðingi, f. 1. mars 1966, sonur þeirra er Jökull Halldór, f. 13. desember 2002, Stefán Orri, meistaranámsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ, f. 7. ágúst 1980 og Steinar Örn, líffræðinemi við HÍ, f. 22. júlí 1981.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02023

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places