Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001)

Hliðstæð nafnaform

  • Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001) handavinnukennari

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.3.1918 - 11.8.2001

Saga

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 27. mars 1918. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Útför Sólveigar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Staðir

Ísafjörður:

Réttindi

Sólveig stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, 1937-38. Hún sótti mörg námskeið í handavinnu.

Starfssvið

Hún var handavinnukennari við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1941-1956 og við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1956-1957 og 1959-1981.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Kristján Hagalínsson bóndi í Tröð í Önundarfirði, f. 23. febrúar 1888, d. 26. okt. 1973, og Sigríður Jónsdóttir, f. 11. sept. 1898, d. 1. mars 1953.
Systkini Sólveigar eru: Jófríður, f. 1920, d. 1995; Sigríður Margrét, f. 1923, d. 1996; Hákon Elías, f. 1924, d. 2001; Hagalín Þorkell, f. 1926; Jens, f. 1929, og Páley Jóhanna, f. 1945.
7.6.1941 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Helga Kristjánssyni11. desember 1913 - 5. apríl 2009. Skólastjóri og kennari. Var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að mennta- og félagsmálum. Var á Þambárvöllum, Óspakseyrarsókn, Strand. 1930. Var í Reykjaskóla, Staðarhr., V-Hún. 1957.
Þeirra synir eru:
1) Kristján, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, f. 26. sept. 1943, var kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru: Ólafur Helgi, f. 20. maí 1968, og Hrafnkell, f. 18. janúar 1975.
2) Sigurður Páll, kennari í Garðabæ, f . 13. nóv. 1945, kvæntur Guðjónu Benediktsdóttur. Þeirra börn eru: Sólveig, f. 13. maí 1965; Hrafnhildur, f. 16. janúar 1968; Berglind, f. 14. júní 1975, og Kristján, f. 10. sept. 1989.
3) Þórður, f. 26. júlí 1948, sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, D.C., kvæntur Láru Alexandersdóttur. Þeirra börn eru: Gígja, f. 5. ágúst 1973; Orri, f. 27. apríl 1975, og Silja, f. 10. nóvember 1982.
4) Ástmar Einar, tónlistarkennari í Perth í Skotlandi, f. 31. janúar 1956, kvæntur Helen Anne Lishman. Þeirra börn eru: Magnús Eric, f. 5. sept. 1990, og Anna Elizabeth, f. 13. febr. 1993. Auk þess ólst upp á heimili þeirra Sólveigar og Ólafs frá níu ára aldri Hulda Friðþjófsdóttir, sjúkraliði, f. 26. sept. 1943, gift Gunnari P. Friðrikssyni. Þeirra börn eru: Kristín Ólöf, f. 11. júní 1966, og Gerður Sif, f. 13. mars 1971.
Barnabarnabörn eru orðin 13.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Reykjaskóli í Hrútafirði

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1956 - 1981

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1937 - 1938

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástmar Einar Ólafsson (1956) (30.1.1956 -)

Identifier of related entity

HAH03690

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ástmar Einar Ólafsson (1956)

er barn

Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Helgi Kristjánsson (1913-2009) skólastjóri Reykjaskóla (11.12.1913 - 5.4.2009)

Identifier of related entity

HAH01791

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólafur Helgi Kristjánsson (1913-2009) skólastjóri Reykjaskóla

er maki

Sólveig V. Kristjánsdóttir (1918-2001)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02019

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir