Soffía Sigurjónsdóttir (1875-1940) Laxamýri Þing

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Soffía Sigurjónsdóttir (1875-1940) Laxamýri Þing

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

15.4.1875 - 5.9.1940

Saga

Soffía Sigurjónsdóttir 15. apríl 1875 - 5. sept. 1940. Nuddlæknir á Akureyri og starfaði þar að góðgerða- og hjúkrunarmálum, síðar bús. í Köln og Leipzig í Þýskalandi.
Um 1910 kom hún alfari heim til íslands ásamt dóttur sinni, Elsu, barnungri. Hóf hún þá nuddlækningar á Akureyri, undir handleiðslu þeirra Steingríms Matthíassonar og Vald. Stefensen, og Ijetu þeir þáðir svo um mælt, að skyldurækni og samviskusamari persónu í starfi sínu, en Soffíu við nuddlækningarnar, væri ekki unt að óska sjer.

Staðir

Réttindi

Soffía var á Kvennaskólanum á Laugalandi 1891- 93 og Kvennaskólanum í Reykjavík 1893 - 1894.
Sigldi til Kaupmannahafnar 1897, lærði þar fyrst hússtjórnarstörf, síðan nuddlækningar og lauk prófi í þeirri grein með lofi.

Starfssvið

Auk nuddlækninganna starfaði hún mjög að góðgerða- og hjúkrunarmálum, og var t. d. lengi í stjórn hjúkrunarfjelagsins Hlíf

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Sigurjón Jóhannesson 15. júní 1833 - 27. nóv. 1918. Var í Breiðumýri, Einarsstaðasókn, Þing. 1835. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Húsbóndi, bóndi í Laxamýri, Húsavíkursókn, Þing. 1880. Óðalsbóndi og dannebrogsmaður á Laxamýri, S-Þing. Var á Akureyri 1910 og kona hans 28.7.1862; Snjólaug Guðrún Þorvaldsdóttir 3.2.1839 - 11.6.1912. Var á Krossum, Stærriárskógssókn, Eyj. 1845. Húsfreyja á Laxamýri í S-Þing. Var í Prestshúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1910.
Bm 1.6.1856; Kristbjörg Kristjánsdóttir 27.8.1830 - 17.10.1880. Í vinnumennsku í S-Þing. Ráðskona og síðan húsfreyja í Fótaskinni , Aðaldal, S-Þing. 1866-80.

Systkini;
1) Sigurlaug Jakobína Sigurjónsdóttir 1.6.1856 - 5.3.1882. Var í Garði, Nessókn, S-Þing. 1860. Var á Fótaskinni 2, Múlasókn, S-Þing. 1870. Vinnukona á Fótaskinni, Múlasókn, Þing. 1880. Kom 1881 frá Fótaskinni í Aðaldal að Héðinshöfða.
2) Jóhannes Baldvin Sigurjónsson 22. ágúst 1862 - 1. maí 1933. Með foreldrum á Laxamýri fram undir 1888. Bóndi á Laxamýri, Reykjahreppi, S-Þing. um 1895-1928. Fór til Vesturheims 1889 frá Laxamýri en kom til baka og er fyrst skráður aftur í sóknarmannatal 1893.
3) Snjólaug Sigurjónsdóttir 30. ágúst 1863 - 12. júní 1864.
4) Snjólaug Kristín Sigurjónsdóttir 3. sept. 1864 - 18. mars 1872.
5) Þorvaldur Magnús Sigurjónsson 15. des. 1865 - 20. mars 1896. Með foreldrum á Laxamýri til 1889. Fór þaðan til Vesturheims 1889. Járnsmiður. Mun hafa komið heim aftur um 1892 og er á Laxamýri til 1893. Bóndi í Saltvík, Reykjahreppi um 1893-94. Síðast bús. á Laxamýri. Nefndur Þorvaldur Magnússon á sóknarmannatali úr Húsavíkursókn 1870.
6) Drengur Sigurjónsson 10. des. 1876 - 10. des. 1876.
7) Egill Sigurjónsson 2.6.1867 - 30.1.1924. Bóndi, hreppstjóri, úrsmiður og gullsmiður á Laxamýri í Reykjahreppi, S-Þing. Var á Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1870. Kona hans 10.9.1891; Arnþrúður Sigurðardóttir 14.3.1866 - 16.6.1963. Húsfreyja á Laxamýri í Reykjahreppi, S-Þing., síðar í Reykjavík.
8) Lúðvík Jóhann Sigurjónsson 6.1.1871 - 28.12.1938. Bóndi í Lönguhlíð, Myrkársókn, Eyj. 1901. Útgerðarmaður, kaupmaður og kennari á Akureyri og í Reykjavík. Kennari á Akureyri 1930.
9) Líney Sigurjónsdóttir 6.10.1873 - 8.10.1953. Húsfreyja á Sauðárkróki, síðar á Görðum á Álftanesi. Maður hennar 18.9.1894; Árni Björnsson 1.8.1863 - 26.3.1932. Skólapiltur í Latínuskólanum, Reykjavík 1880. Húsbóndi og prestur á Fagranesi, Fagranessókn, Skag. 1890. Prófastur á Sauðárkróki, síðar prestur í Görðum á Álftanesi, síðast í Hafnarfirði. Prestur í Hafnarfirði 1930.
10) Snjólaug Sigurjónsdóttir 6. júlí 1878 - 19. mars 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fæðingardagur hennar er greinilega skráður 6. júlí í prestþjónustubók Húsavíkur.
11) Jóhann Sigurjónsson 19. júní 1880 - 31. ágúst 1919. Með foreldrum á Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1880. Skáld og rithöfundur í Kaupmannahöfn.

Dóttir hennar;
1) Elsa Oluffa Jensdóttir Kuhn 2. sept. 1903 - 2. apríl 1974. Húsfreyja í Leipzig, Berlín og Kiel í Þýskalandi. Húsfreyja á Kífsá í Kræklingahlíð, Eyj. 1946-49. Maður hennar 1928; Hans Christoph Bernhard Theodor Kuhn 13. júlí 1899 - 8. okt. 1988. Prófessor í norrænum fræðum í Leipzig, Berlín og Kiel í Þýskalandi. Starfaði 1947-1949 sem sauðfjárveikivörður á Glerárdal og bjó á Kífsá í Kræklingahlíð, Eyj. Hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Þau eiga 3 syni.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Árni Björnsson (1863-1932) Prófastur á Sauðárkróki (1.8.1863 - 26.3.1932)

Identifier of related entity

HAH03536

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1894

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kaupmannahöfn

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1897 - 1910

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þýskaland (843 -)

Identifier of related entity

HAH00861

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880 (13.5.1832 - 9.11.1899)

Identifier of related entity

HAH07233

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) Vesturheimi frá Laxamýri, Kagaðarhóli 1880

is the cousin of

Soffía Sigurjónsdóttir (1875-1940) Laxamýri Þing

Dagsetning tengsla

1875

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09257

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 28.2.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 28.2.2023
Íslendingabók
mbl 25.9.1941. https://timarit.is/page/1244587?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir