Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(874) -

Saga

Staðir

Réttindi

Skógar er þorp suður af Eyjafjallajökli í Rangárvallasýslu, íbúafjöldi þar var 25 árið 2007. Þar er Skógaskóli, byggðasafn og samgöngusafn. Skammt vestur af Skógum er Skógafoss.

Starfssvið

Fyrir utan aðalsafnhúsið, sem byggt var í tveimur áföngum, prýða Byggðasafnið í Skógum nokkrar byggingarsögulegar gersemar: Sýslumannshúsið frá Holti á Síðu, bæjarhús frá Skál á Síðu ásamt skemmu frá Gröf í Skaftártungu, safnbær með aðföngum víða að og kirkja sem byggð er að hætti íslenzkra kirkna fyrr á öldum og í sömu stærð og síðasta kirkjan í Skógum.

Lagaheimild

Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar.Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar ersundhöll og skólinn er nýttur sem sumarhótel. Sama ár var opnað byggðasafn sömuaðila að Skógum. Frumkvöðull þess og safnvörður síðan er Þórður Tómasson(28/4 '21). Hann hefur byggt safnið upp frá grunni og hefur m.a. fært út kvíarnarmeð söfnun gamalla húsa, sem hafa verið endurreist á lóð safnsins. Kirkjan ernýsmíði en munir hennar eru gamlir. Þórður hefur ekki látið duga að bjargagömlum gripum frá glötun, heldur skrifað margar bækur um þjóðleg fræði. Hannvarð heiðursdoktor við H.Í. 1996. Safninu hefur vaxið fiskur um hrygg fyrirelju Þórðar og árið 1998 var skrifað undir samning um byggingu samgöngusafns aðSkógum, sem var opnað 2002.

Enginn ætti að láta hjá líða að skoða Skógasafn. Skógasandur er geysimikið flæmi og nær alveg niður að sjó. Næst veginum við Skóga er mikilnýrækt á sandinum og niðri við sjó er oftast hægt að komast í návígi viðselinn. Frá Skógum til Þórsmerkur er vinsæl gönguleið yfir Fimmvörðuháls.Sterna og Kynnisferðir hf. heldur uppi áætlun að Skógum.

Vegalengdin frá Reykjavík er154 km.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Þrasi bjó í Eystriskógum, sumir segja á Þrasastöðum, skammtaustur frá Skógafossi; Skógar eru nú austastur bær íRangárvallasýslu. Þá bjó Loðmundur í Sólheimum, næsta bæfyrir austan Sólheimasand, og voru þeir því nágrannar. ÞeirÞrasi og Loðmundur voru báðir fjölkunnugir mjög.
Á sú féll milli landa þeirra er Fúlilækur hét, en síðanJökulsá á Sólheimasandi. Þessari á veittu þeir hver á annarsland sem Landnáma segir; því hvorugur vildi hafa hana nærrisér. Af þessum veitingum og vatnagangi varð sandur graslaussem Sólheimasandur heitir og sér þar enn marga farvegi semáin hefur runnið um í það og það skiptið.

Loksins sáu þeir nágrannarnir landauðn þá sem af þessu varð.Svo hagar til að austan megin Jökulsár gengur háls einn íSólheimaheiði frá fjallinu fram með ánni og heitir hannLoðmundarsæti; en vestan megin árinnar þar á móts við íneðanverðu Skógafjalli er kallaður Þrasaháls. Fellur svo áinúr gljúfrum milli þessara hálsa fram á sandinn.

Á þessum stöðvum segja menn að þeir Þrasi og Loðmundur hafihafst við meðan þeir veittust vötnum á enda segir bæðiLandnáma og munnmælin að þeir hafi sætst þar við gljúfrin áþað að áin skyldi þaðan í frá renna þar um sandinn sem stytstværi til sjávar, og það varð.

En svo þykir sem allajafna sé öfugstreymi í á þessari ogfalli önnur bára að neðan, andstreymis, þegar hin fellur aðofan, forstreymis, og segir sagan að sú ónáttúra árinnar sékomin af viðureign þeirra Þrasa og Loðmundar.

Frá því hefur enn verið sagt um Þrasa að hann hafi komiðkistu sinni fullri af gulli og gersemum undir Skógafoss og aðfyrr meir hafi sést á annan kistugaflinn út undan fossinum.

Vísu kunna menn enn sem einhvern tíma hefur verið kveðin umþetta og er hún þannig:

"Þrasakista auðug er undir fossi Skóga, hver sem þangað fyrstur fer finnur auðlegð nóga."
Svo er sagt að einhverju sinni hafi verið þrír menn í Skógumog hafi þeir verið synir Ámunda Þormóðssonar lögréttumanns(1639-1671 eða lengur). Þeir ætluðu að ná Þrasakistu undanfossinum. Varð þeim þá litið heim til bæjarins og sýndistþeim hann standa í björtu báli og sneru við það heim; en þarvar reyndar enginn voði á ferðum.

Seinna fóru þeir aftur og ætluðu að ná kistunni og létu engarmissýningar tæla sig. Komust þeir þá svo langt að þeir gátukrækt í hring sem var í kistugaflinum sem á sást. En þegarþeir ætluðu að draga að sér kistuna kipptist hringurinn úrgaflinum og höfðu þeir svo ekki meira af kistunni. Sagt er aðsá hringur sé nú í kirkjuhurðinni í Skógum.

Tengdar einingar

Tengd eining

Eyjafjallajökull (874-)

Identifier of related entity

HAH00850

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Eyjafjallajökull

is the associate of

Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skógafoss og Skógaá undir Eyjafjöllum (874 -)

Identifier of related entity

HAH00877

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Skógafoss og Skógaá undir Eyjafjöllum

is the associate of

Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00849

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir